Færsluflokkur: Bloggar

Kello on kahdeksan illalla

Klukkan er átta... og nú verða sagðar fréttir  (nei reyndar stendur bara "klukkan er átta að kvöldi" en hitt varð að fylgja með, minnir mig svo á gufuna heima á Íslandinu góða)

Ég landaði 6 Ects í dag held ég.

Fékk hrós fyrir lokaverkefni í öðru námskeiðinu frá kennaranum (horror hópverkefnið nota bene sem ég vann alein frá a-ö). Hann kom sérstaklega til mín og sagði skýrsluna mína hafa skarað fram úr og verið langbesta í bekknum. *mont*mont*

...Vona líka að ég hafi staðið mig ágætlega á finnskuprófinu mínu. Ég gat allavega sagt "Minä syön kanapastaa valkosipulilla ja juon appelsiinimehua. Minä en juo kahvia ja en puhu suomi" sem þýðir lauslega að ég borði kjúklingapasta með hvítlauk og drekk appelsínusafa. Ég drekki hinsvegar ekki kaffi og tali ekki finnsku.

Fór í göngutúr í fyrradag í skóginum hérna við hliðina á götunni minni bókstaflega. Man ómögulega hvað þetta útivistarsvæði heitir. Þar hitti ég meðal annars á þessa félaga hér að neðan. Ég rakst líka á fólk í reiðtúr með hrossin sveipuð í flísteppi (eymingjarnir...), afgirt svæði fyrir fólk með hunda, graffiti á óskiljanlegum vegg í miðjum skóginum og litla krakka á reiðnámskeiði. Ég er sumsé farin að hlakka til að fara í næsta göngutúr. Ævintýri á hverju strái.

 

Annars fer ég á ferðaskrifstofuna á morgun að sækja vegabréfið mitt sem er búið að vera í tvær vikur í rússneska sendiráðinu... kannski þeim hafi fundist ég svona grunsamleg Bandit - en þeir ákváðu nú að stimpla það fyrir mig og nú er ég 100% á leiðinni til St.Pétursborgar á mánudagsmorgunn kl. 07:30!!!

Jæja, ætla að klára kjúklingapastað mitt. Eftir að hafa sýnt þessa ritsnilld í morgun langaði mig svo í réttinn að ég bara bjó hann til, hviss bamm! Og hvað er ég að drekka með? Jú, appelsínusafa of course! Ég verð nú að standa við það sem ég skrifa, ég gat nú ekki farið að ljúga að kennaranum mínum!!!
(P.s. guð minn góður, hversu oft hefur maður skrifað eitthvað torf á tungumálaprófi samt?)


High as a kite!

Ég ætla að byrja þessa færslu á því að monta mig af því að eiga bestustu vinkonu í heiminum. Eyrún mín, ég veit ekki hvort ringlaða manneskjan sem hringdi í þig í dag í geðshræringu yfir pakkanum hafi verið sú Rósa sem þú þekkir en pakkinn sem þú sendir mér gladdi mig svo mikið að ég er enn að jafna mig. Þetta er svona eins og ég sagði, endurupplifun á 10 ára "eftir jólapakka" rush-inu! Sideways Ég sat með pakkann í fanginu og reif upp úr honum góssið með tárin í augunum og las bréfið frá þér með ekka en samt bara af gleði, ég er ekki með heimþrá, ég er bara happy happy joy joy! Ég raðaði góssinu á rúmið og starði bara á það. Ég varð eiginlega að taka mynd!

Fyrir ykkur hin sem eruð forvitin þá var í pakkanum semsagt eftirfarandi:
3ja bls. bréf frá elsku Eyrúnu og skælbrosandi mynd, Heimsljós eftir Laxness, Body Shop bjútídót, retro öskubakki fyrir gesti eða gersemabox fyrir eyrnalokka (sýnist þetta vera einmitt það sem mig vantaði undir mína sem liggja eins og hráviði uppi í hillu!), barmmerki sem á stendur "Ég tala smá íslensku" og "Electrified", 18,25 DKK (já ég taldi haha) sem munu koma sér einstaklega vel eftir nokkrar vikur í Danmörku, krossorðaspilið (ég mun gera mitt besta að reyna að læra það svo lengi sem það er ekki eins flókið og teningaspilið í sumar), 2 sleikjóar í laginu eins og íslenski fáninn, andlitsmálning til hátíðabrigða - í fánalitunum að sjálfsögðu, kúlusúkk og lakkrískonfekt, Bændablaðið og Grapevine, MacBeth teiknimyndasaga, bókin Ungfrú heppin, Geðorðin 10 á ísskápinn (þetta vantaði mig einmitt, saknaði þess frá ísskápnum mínum í risinu), kokkteilabók frá ÁTVR (nauðsynlegt í útlandinu!), 3 póstkort með yndislegum kveðjum, túristabæklingar um Ísland, heimsfrelsis bæklingur og auglýsing frá Eymundsson sem á stendur "Með nesti og nýja skó". Ef þetta kallast ekki survival kit, þá veit ég ekki hvað!!!

Ég er semsagt með maskara niður á höku að drekka soya kókómjólk þér til heiðurs Eyrún mín og er að gæða mér á kúlusúkkinu!!! Kissing

Samt sem áður, þá er ég að velta fyrir mér hvernig póstþjónustan virkar hérna í Finnlandi... eða hvort Pósturinn heima sé að klúðra þessu en pakkinn var sumsé allur límdur saman og miði framan á honum sem á stóð á finnsku: "umbúðir skemmdar" - Þetta er vægast sagt merkilegt, að fá 2 pakka senda og báðir laskaðir (þó mömmu pabbi hafi verið einstaklega skemmdur þarna um daginn!)

 

 

Kiitoskonsertti

Helgin var einnig svakalega skemmtileg. Ég skutlaði mér á tónleika á laugardaginn ALONE ef fólki þykir það eitthvað skrýtið. Mér þótti það hinsvegar bara fínt, ég réði mér sjálf og enginn að flækjast fyrir mér. Tónleikarnir voru haldnir í Jäähalli skautahöllinni hérna rétt hjá svo ég var skotstund að henda mér þangað. Ég bý nefnilega á svo hentugum stað, allar svona tónleikahallir eru sitt hvorum megin við mig og bara 2-3 stopp með tram.

Já ég sumsé skellti mér á þessa grænu tónleika, "Kiitoskonsertti". Gegn því að ég skrifaði eitthvað grænt loforð á heimasíðu tónleikanna þá fékk ég miðann á einungis 3 evrur sem ég gat auðvitað ekki sleppt svo ég lofaði að muna að slökkva ljósin áður en ég færi út úr húsi á daginn til að spara rafmagn, vonum að ég standi við það!

Ég fór eingöngu á þessa tónleika til að sjá Apocalyptica á sviði og stóðu þeir algjörlega undir væntingum. Ég sat með gæsahúð og hlustaði á þá taka uppáhaldslögin mín. Ég lét mig svo bara hverfa þegar bandið á eftir þeim byrjaði sem var eitthvað nýbylgju finnskt krúttrokk með óþolandi falskri söngkonu.

Ég skildi ekki neitt sem neinn sagði svona milli laga eða þegar einhver kynnir kom og sagði einhverja agalega skemmtilega brandara (skv. þeim sem sátu næst mér þar sem þau hlóu mikið...) en ég brosti þá bara út í annað og þóttist vera kúl og eins og ég skildi allt saman Shocking Ég kom þó allavega brosandi heim eftir að hafa hlustað á Apocalyptica live fyrir skitnar 3 evrur! 

Annar skemmtilegur viðburður helgarinnar var sundferð með Danielu hinni þýsku í gær, sunnudag. Ég hef semsagt komist að því að útisundlaugar eu svakalega íslenskt fyrirbæri! Hér eru tvær útisundlaugar og þær eru opnar á sumrin, punktur. Jæja, nóg með það. Við semsagt skelltum okkur í sund sem kostaði 5 evrur. Því miður var ég ekki með linsurnar í mér svo ég get ekki lýst lauginni í smáatriðum þar sem ég er eins og blind mús án gleraugnanna í sundi. Ég get þó allavega sagt það að sundlaugin sem maður átti eingöngu að synda í var ísköld og svakalega mikið klórmagn. Svo var önnur laug þar við hliðina á til að leika sér í, heitir pottar og svo meðalheit laug með allskyns nuddi og svona "fossum" eins og eru t.d. í Bláa lóninu, agalega fínt, Finnarnir fá prik fyrir þetta. Þegar við vorum í nuddlauginni spurði Daniela hvort við ættum ekki að skella okkur í sauna svo ég spurði bara "sure, where is it?" og fékk til baka "in the dressing room, silly". Kynjaskipt sauna, mjög fínt. En nei, allsber sauna, inn í klefana mátti sko alls ekki fara í sundfötum. Ég þurfti að klæða mig úr sundbolnum, taka handklæðið með til að sitja á því því bekkirnir voru svo heitir og svo sátum við þarna í haug, allsberar konurnar. Frekar skondið... en hressandi að fara í sauna, ég viðurkenni það.

Það er lenska hérna í Finnlandi að það er alltaf fólk að tala í hátalarakerfum alls staðar, líka í sundlauginni. Voða almennileg konurödd að minna gesti á það að baða sig áður en farið er ofan í laugina. Þetta er líka í verslunum hérna, alltaf einhver að tala... svona í 90% tilfella veit ég ekkert hvað blessað fólkið er að segja en í sundlauginni sagði konan þetta þó líka á ensku og sænsku!
Svona í heildina var þessi sundheimsókn afar skemmtileg en aðeins of dýr fyrir minn smekk því miðað við gengi kostaði þetta mig 755 íslenskar krónur sem er aðeins í dýrari kantinum því svo er alltaf time limit á þessum sundheimsóknum, við máttum semsagt bara vera 2 og 1/2 tíma ofan í lauginni! Einnig sá ég fyndnustu reglu í heimi: "Swimming in shorts is strictly prohibited!" Police - það útskýrir bara allt fyrir mér af hverju útlendingar heima á Íslandi eru alltaf í tiny Speedo brók í sundi. From now on finnst mér það bara ekkert skrýtið!

Ég verð svo að minnast á fjörfiskinn (silunginn) í hægra auganu sem er búinn að vera viðvarandi núna í 3 sólarhringa... ég gúgglaði þetta og þar stendur að ég eigi ekki að hafa áhyggjur fyrr en hann hefur verið í gangi í meira en viku... ég bíð átekta. Ég athugaði á ordabok.is hvað fjörfiskur þýðir á ensku og þar stendur "tic" en ég hef alltaf ályktað að það sé maur... ég er ekkert með maur í auganu! Ég fór að hugsa upp skondnar útskýringar fyrir útlendingana hérna af hverju ég er ósjálfrátt að blikka þá og datt í hug eftirfarandi:"Yes, I have, you know, a action or a fun fish in my eye... you know trout?" - Held mér yrði bara skilað á vistheimili í Lapplandi ef ég reyni að þýða þetta en hey, ég kemst þá allavega í ferð til Lapplands frekar ódýrt!

Ég held ég láti þetta nægja í bili, ég ætla að halda áfram í gleðivímunni minni og dást að gersemunum mínum.

Knús og kossar frá Helsinki!

Ykkar,
Rósa Gréta


Aðlögunarhæfnin

Eyrún sendi á mig skemmtilegan link áðan á "You know you have been in Finland too long when..." - sem ég reyndar fékk sendan hérna þegar ég var nýflutt út. Ég ákvað þó áðan að nota tækifærið og fara gegnum listann aftur bara í gríni, þó ég sé bara búin að vera hérna í tæplega 2 mánuði. Það sem varð þó til þess að ég bloggaði um það var að ég er að borða harðfiskinn minn sem Vigga kom með og fór fram í ísskáp að ná í smjör með. Á dollunni stendur "laktos fri" - þið skiljið af hverju þetta varð til þess að ég bloggaði þegar þið lesið þessa færslu. Ég tók nokkrar staðreyndir út sem mér fannst standa upp úr og pósta þeim hérna. Margar eiga nú við Ísland líka, það viðurkenni ég. Listann í heild getið þið séð hérna:

You know you've been in Finland too long, when...

1. You rummage through your plastic bag collection to see which ones you should keep to take to the store and which can be sacrificed to garbage.
Þetta geri ég reglulega, vel úr pokana sem er gott að bera vörur í og nota hina í ruslafötuna í eldhúsinu. Pokar eru dýrir!

2. It's acceptable to eat lunch at 11.00.
Ójá, það er bara þægilegt. Stundum byrja ég í tíma kl. 12:15 og þá er gott að vera búin að borða!

4. You think it's normal that 22 year olds need fake ID
Hérna er 24 ára aldurstakmark á alla heitustu staðina svo... já finnst það ekki skrýtið!

5. When a stranger on the street smiles at you, you assume that:
   a. he is drunk
   b. he is insane
   c. he is American
   d. he is all of the above
Ég hef staðið mig að því að hugsa a og b...

6. You don't think twice about putting the wet dishes away in the cupboard to dry.
Já, þetta er bara mjög þægilegt. Finnar eru nefnilega með skáp yfir vaskinum með grindum í staðinn fyrir hillur. Ég hef mikið verið að íhuga af hverju þetta er ekki til staðar heima í staðinn fyrir grindurnar á vaskinum sem taka allt pláss í heiminum!

9. Silence is fun.
Já það pirrar mig ef fólk talar of mikið. Það er ekki óeðlilegt ef ég og meðleigjandinn tölum ekki saman heilu dagana nema "Moi" og "Moika" sem eru eingöngu orð til þess að heilsa og kveðja.

10. The reason you take the ferry to Stockholm is:
   a. duty free vodka
   b. duty free beer
   c. to party...no need to get off the boat in Stockholm;
       just turn around and do it again on the way back.
   d. all of the above
Haha, hef ekki ennþá farið en já, ætli þetta eigi ekki vel við ferðina sem ég fer í, í nóvember.

12. You pass a grocery store and think "Wow, it is open, I had better go in an buy something!"
Haha ó guð já... hef staðið mig að þessu.

13. Your native language has seriously deteriorated; you begin to "eat medicine", "open the television", "close the lights off", and tell someone "you needn't to!" Expressions like "Don't panic" creep into your everyday language.
Ég hef ekki verið hérna lengi en stundum geri ég fáránlegar málvillur. Hinsvegar er ég hætt að kippa mér upp við þegar Finnar tala ensku og ruglast á "he" or "she" þar sem þeir hafa eitt pers.forn. fyrir 3.pers. og líka segja þeir "can I borrow you sth..." eins og Danirnir

15. Your idea of unforgivable behaviour now includes walking across the street when the light is red and there is no WALK symbol, even though there are no cars in sight.
Þetta er reyndar ekki alveg satt, Finnar eru duglegir að fara yfir á rauðu. En mér finnst ekkert að því að bíða eftir græna kallinum þó það sé enginn bíll nálægur.

16. Your notion of streetlife is reduced to the few teenagers hanging out in front of Helsinki railway station on Friday nights.
Haha, þetta pirraði mig í fyrstu, allir þessir unglingar... en núna finnst mér þetta kósý þegar ég er úti á kvöldin.

18. Sundays no longer seem dull with all the stores closed, and begin to feel restful instead.
Guð já, sunnudagar eru svo sannarlega hvíldardagar.

19. "No comment" becomes a conversation strategy.
Haha... ójá, sérstaklega í skólanum og það kippir sér enginn upp við það ef maður segir No comment.

20. You finally stop asking your class "Are there any questions?"
Þetta er verra en á Íslandi. Kennari heima fær þó allavega eina eða 2 samúðarspurningar. Ekki hér, bara dauðaþögn.

22. Your old habit of being "fashionably late" is no longer acceptable. You are always on time.
Ónei. ég er annað hvort sein eða aðeins of snemma í því. Það síðarnefnda hefur þó ágerst undanfarið, oó - er ég að fara að verða tímanlega manneskjan?

26. You hear loud-talking passengers on the train. You immediately assume:
   a. they are drunk
   b. they are Swedish-speaking
   c. they are American.
Ó guð... ég hugsa alltaf "helvítis fyllibyttur" þegar einhver talar hátt í tram eða lestinni.

37. You just love Jaffa.
Játs... Jaffa appelsín og Jaffa grape... love it!

38. You've come to expect Sunday morning sidewalk vomit dodging.
Jájá, það er svoleiðis heima líka en frekar áberandi hérna

43. You know that "mens public bathroom" is another phrase for sidewalk.
Heyrðu já djö... ég er orðin vön því að karlmenn stoppi bara wherever og mígi... þó þeir séu ekki fullir

47. You've become lactose intolerant.
Það fer að líða að því, líkaminn orðinn vanur því að borða allt þetta "laktos fri" dæmi og myndi örugglega ekki höndla venjulegt fæði haha.

50. You stand in a bus if you can't find a vacant pair of seats.
Já auðvitað, stend jafnvel upp á endann ef það eru laus sæti. Gamalt fólk gæti þurft að nota þau.

53. The only couple talking in a tram or a bus always seems to annoy you.
Ég hef fengið dauða-look frá Finnum í tram þegar ég er að tala við einhvern sem er með mér.

54. You refuse to cross a totally empty street until there is a green light.
Haha já, hef lent í þessu oft að vera við götu þar sem enginn er að keyra og standa með svona 10 öðrum að bíða eftir græna kallinum.

55. You are immediately suspicious when somebody starts talking to you in the street.
Ó guð já...

56. You no longer have a problem accepting money from someone bumming a cigarette.
Tók eftir þessu hjá hollenskri vinkonu minni. Við vorum báðar hálf gáttaðar á því þegar það kom finnskur gaur upp að henni og rétti henni fullan lófa af klinki og bað um sígarettu.

59. YOU CAN'T UNDERSTAND WHY PEOPLE LIVE ANYWHERE BUT IN FINLAND!!!!
Nei... Ísland bezt í heimi!!!


Pínu heimþrá

Jæja, helgin með Viggu leið allt of hratt!

Við kynntumst tveimur agalega fínum stelpum á flugvellinum sem eru í verknámi í hjúkrun uppi í Turku næstu 5 vikurnar og rákumst á þær allavega þrisvar um helgina Smile - Ég nota kannski tækifærið og kíki upp til Turku og fer í Múmíngarðinn í leiðinni???

Við Vigga skemmtum okkur konunglega í milda haustveðrinu hérna í Helsinki. Hentum okkur strax á föstudaginn niður í bæ til að skoða búðir og svona rétt að fá fílinginn í miðbænum. Vigga keypti regnhlíf út af rigningunni sem var góð hugmynd því það kom ekki dropi úr lofti eftir það!

Við kíktum auðvitað aðeins á næturlífið hérna sem var rosa fjör, spókuðum okkur í miðbænum á laugardeginum, kíktum í búðir og tylltum okkur svo fyrir utan kaffihús með könnu af Sangríu. Í gær lékum við túrista, skoðuðum dómkirkjuna, fórum í stutta ferð út í eyjuna Sveaborg sem liggur hérna rétt fyrir utan og löbbuðum um miðbæinn. Það var reyndar dálítið rok í gær en það skemmdi ekki fyrir okkur, við sáum svo margt skemmtilegt fólk, enda eru íbúar Helsinki vægast sagt fjölbreyttir.

Einn maður stóð þó upp úr sem við sáum í ferjunni út í Sveaborg. Hann var klæddur í fínustu jakkaföt, frakka utan yfir, með ógeðslegustu "hálf"dredda sem ég hef séð, rammskakkur eða pissfullur og var með harmonikku í poka. Svo í ferjunni dró hann upp harmonikkuna og hóf að spila einhver frumsamin lög með þvílíkum tilþrifum og búkhljóðum. Já, við eiginlega grétum úr hlátri.

Ég grét úr mér augun á flugvellinum þegar ég hitti Viggu, gerði mér allt í einu grein fyrir því að ég væri ein í útlöndum. Heimþráin hefur hinsvegar ekki látið á sér kræla fyrr en í gær þegar við kvöddumst á flugvellinum. Mig langaði bara pínulítið að lauma mér með heim, bara að kíkja heim í 2 daga... bara aaaðeins að kíkja Halo Sú löngun hvarf svo þegar ég vaknaði í morgun, ég lifi svo yndislegu lífi hérna úti í Helsinki.

Ég segi nú ekki að það sé allt dans á rósum hérna. Mér eiginlega féllust hendur í gær þegar ég var að leggja lokahönd á verkefni í einu námskeiði hérna. Hópfélagar mínir fengu það verkefni að skrifa fræðilegan texta um ýmis markaðsfræðileg hugtök sem ég myndi svo flétta inn í umfjöllun um fyrirtæki sem við völdum fyrir verkefnið.
Ég fór að athuga textann í gærkvöldi og fannst hann vægast sagt aðeins of vel skrifaður. Sérstaklega þar sem þau eru frá Spáni og Kóreu og eru eiginlega með öllu ótalandi og skrifandi á ensku og spurðu mig 4 dögum fyrir skil á verkefninu "What is this, target groups?" - sumsé viðfangsefni námskeiðsins frá a-ö. Heyrðu, ég gerði stikkprufur og  prófaði að gúggla textabrot frá þeim öllum... jámm... copy/paste af Wikipedia. Ég átti ekki til orð! Er þetta fólk ekki í háskóla???
Tinna mín var hinsvegar svo yndisleg að hjálpa mér að klára að skrifa þessa texta sem þetta lið átti að gera svo ég gæti klárað verkefnið in time því ég átti eftir að klístra þessu saman og yfirfara u.þ.b. 5.000 orð sem ég var sjálf búin að leggja til (u.þ.b. 95% af verkefninu). Ég get seint þakkað þér nógu vel Tinna mín! Kissing Ég sat til kl. 05:05 í morgun við að klára þetta meðan þau sváfu róleg heima hjá sér. Við áttum sumsé að skila á miðnætti eða fram eftir nóttu.

Urr, nú er ég búin að pústa nógu mikið í bili. Á morgun tekur við hópverkefni með manni frá Nígeríu sem ber enga virðingu fyrir konum what so ever, held hann sé samt hræddur við mig þar sem ég sendi honum vægt hate mail eftir að hann var búin að drulla yfir mig og aðra stelpu í hópnum okkar sem skoðar emailið sitt einu sinni í mánuði hahaha! Já það tíðkast einmitt ekki þessi gígantíska netnotkun hérna eins og heima á Íslandi hehe...

Annars er ég pínulítið veik, voða drusluleg eitthvað.. Ein finnsk stelpa í skólanum hafði m.a.s. orð á því í dag hvað ég væri þreytuleg - hehe, já þó Finnar séu lokuð þjóð þá eru þeir frekar blátt áfram, svona eins og Þjóðverjarnir... ég venst því einmitt seint hversu lítið þeir liggja á skoðunum sínum. Sem dæmi þegar ein ónefnd þýsk vinkona mín sagði "You don't look bad, you're just a little bit fat" og hún var virkilega að meina þetta sem hrós.
Já það er skondið og skemmtilegt að sjá muninn á Íslendingum og öðrum Evrópuþjóðum. Við erum lík en samt svo ólík.

Nóg í bili. Helsinki out!

p.s. tók einhver eftir því að ég minnist EKKERT á efnahagsástandið þrátt fyrir að ég búi í Evrulandi og gengið fucked? ...úps

Innskot 08.10.08
Heyrðu, gleymi ég alveg að minnast á "Partý í poka" sem Vigga kom með handa mér... Herregud! Death Magnetic með Metallica, harðfiskur, kleinur, Siríus súkkulaði og Opal skot. Ég hef nú upplifað verri partý en það!!! Takk aftur Vigga mín Kissing


Vegabréfslaus

Jæja hvað segiði þá?

Ég er svona að íhuga hvort ég eigi að halda áfram þessum löngu pistlum öðru hvoru eða minnka þá niður í nokkra örpistla með dálitlu myndaívafi eða bara segja "Fokkaðér'addna!" og hafa allt í bland bara eftir hendinni. Allar athugasemdir eru vel þegnar.

Héðan er allt gott að frétta annars. Ég er farin að kynnast hinum skiptinemunum ágætlega, það hefur tekið dálítinn tíma því yfirleitt í skiptinemapartýjunum eða niðri í bæ á djamminu enda ég alltaf með einhverjum Finnum, sem er auðvitað frábært líka því mig langaði helst af öllu að kynnast þeim. Ég ætla ekkert að vera með einhverja upptalningu á fólki sem ég hef kynnst hingað til en ég á kunningja út um allan heim getum við sagt sem eru búin að bjóða mér sófann sinn eða gestaherbergi ef mig langar í heimsókn, t.d. fólk frá Ungverjalandi, Suður-Kóreu, Þýskalandi, Hollandi, Kína... svona til að nefna nokkur þjóðerni!

Ég hef eina litla sögu til að segja ykkur í þessum pistli.
       Ég fór í sérstakan leiðangur fyrir u.þ.b. 2 vikum í litla ónefnda verslun sem selur ónefndar vörur. Ég var semsagt í afmælisgjafaleiðangri handa Tinnu minni þar sem ég og Jana ætlum að skutlast til hennar til Århus 6.-9.nóvember, bara rétt fyrir afmælið hennar!
Mamma mín var svo sæt að senda mér lukkupakka þennan dag með rosalega fallegum eyrnalokkum sem áttu að færa mér eitthvað skemmtilegt í hvert skipti sem ég setti þá í mig og auðvitað skellti ég þeim í eyrun um leið! (takk mamma Kissing)
       Jæja, ég sumsé fer og kíki í þessa verslun sem er, eins og áður segir, vægast sagt lítil. Eigandinn, maður um sextugt, hávaxinn og góðlegur, bauð góðan daginn og sagði eitthvað á finnsku en ég skildi ekki bofs svo ég segi "I'm sorry, I don't speak Finnish" sem er by the way frasi sem ég veit ekki hversu oft ég nota hérna úti og kann m.a.s. að segja á finnsku en allavega! Þá upphófst þetta indælis spjall við manninn meðan ég handfjatlaði vörurnar í búðinni og skoðaði mig um. Hann sagði mér meðal annars að konan sín hefði mikinn áhuga á Íslandi og íslenskum hestum og að þau hjónin langaði mikið til að fara til Íslands í frí einhvern tímann. Ég sagði honum svo hvað ég væri að gera hérna í Helsinki og hvað ég væri búin að gera og já, við spjölluðum bara heilmikið saman.
       Ég gat svo því miður ekki borgað með korti í versluninni því hann var ekki með posa svo ég þurfti að tölta út á næsta götuhorn og ná í pening í hraðbanka. Þegar ég kom til baka var maðurinn búinn að setja vörurnar mínar í poka og stinga ofan í götukorti af Helsinki, tímariti um tónlist, póstkortum og bæklingum og ofan á það gaf hann mér ágætis afslátt því honum fannst ég svo indæl og skemmtileg og sérstaklega góð í ensku. Þvílíkt ljúfmenni!
       Heyriði, ég pældi nú ekki meira í þessu en svo minntist ég á við Tinnu að ég hefði farið í þennan leiðangur og þá kemur bara í ljós að eigandinn, þessi nýji vinur minn, er pabbi Ville Valo, söngvara HIM, uppáhaldshljómsveitarinnar hennar Tinnu! Þvílík tilviljun! Maðurinn hefur örugglega verið steinhissa á því að ég hafði engan áhuga á HIM vörunum í búðinni né að láta taka mynd af mér með sér, eins og er víst  vinsælt, segir Tinna. Það var þá satt sem mamma skrifaði á miða með eyrnalokkunum, þetta var mjög skemmtilegt!

Heyriði annars, svo ég útskýri titil bloggsins. Ég er sumsé vegabréfslaus næstu vikuna því ég var að staðfesta vikuferð til St. Pétursborgar 20.-26.október!!! Ég og Daniela, hin þýska, ætlum að fara með lest (þær einu úr hópnum, restin fer með ferju í 12 tíma... tja þið getið ímyndað ykkur að ég var ekki lengi að velja fararskjóta) og af því við förum með lest, sem er meira en helmingi fljótari á leiðinni, þá getum við verið aðeins lengur í St.Pétursborg - hversu vel hljómar það? En já, Rússar eru svakalega stífir á allt sem við kemur ferðamönnum svo ég þurfti að fara niður á ferðaskrifstofuna í dag, afhenda vegabréfið plús auka passamynd og umsókn um að komast inn í landið. Þetta ferli tekur slétta viku!

En talandi um ferðalög, hér kemur það sem Eyrún er spennt fyrir! Ég keypti mér bikiní í dag fyrir Ástralíuferðina!!! Hver kaupir sér bikiní 1.október? - ÉG! Það kostaði líka bara 8 Evrur samtals því það er alveg off season núna, mér fannst bara ekki hægt að sleppa þessum díl! Þó ég sé ekki bikinítýpan þá verð ég hinum megin á hnettinum þegar ég verð í þessu og þekki líklega ekki sálu nema Eyrúnu og Hrafnhildi, so who cares! Cool Einnig glittir í nýju fínu rúmfötin mín á myndinni sem ég keypti á svona líka glimrandi spottprís. Þetta verður maður að gera, á þessum verstu tímum, búandi í Evrulandi, elta tilboðin og útsölurnar!!!

Annars segi ég bara ta ta í bili, ætla að klára verkefni fyrir næstu viku því... *trommuþyrl* ...Vigga er að koma ekki á morgun heldur hinn!!! W00t


Undir regnboganum

 Sæl og blessuð!

Veðrið í Finnlandi er furðulegt. Fyrir svona 10 mínútum var glampandi sól og lítill sem enginn vindur (enda er ekki mjög vindasamt hérna, allavega ekki í Helsinki) en það var úði, mjög svo furðulegt. Ég stökk út á svalir því ég var svo heppin að sjá þennan fína regnboga. Þegar ég var hinsvegar komin aftur inn í herbergi sá ég út um gluggann að hann var horfinn og veðrið orðið grátt aftur! Joyful


Haust í Helsinki

Svona þangað til ég nenni að blogga aftur þá eru hérna nokkrar myndir sem ég er búin að taka í september.

   

     


Geðshræring

Mig langaði bara að segja ykkur frá því hvernig upplifun mín er á aðstæðum eftir þennan hrikalega atburð í Kauhajoki í gær.

Við skiptinemar fengum sérstakt email frá skólanum þess efnis að ef við fyndum fyrir einhverju óöryggi þá stendur okkur til boða að tala við sálfræðing á vegum skólans sem að mínu mati er mjög svo virðingarvert og vel hugsað. Einnig stóð í sama pósti að kl. 12 á hádegi í dag yrði einnar mínútu þögn til að votta þeim virðingu sem létust og aðstandendum þeirra. 

Þar sem ég sit námskeið þar sem meirihluti nemenda eru skiptinemar tók kennarinn í síðasta tíma fyrir hádegi sig til og útskýrði fyrir okkur hvað hefði gerst ef við hefðum ekki fengið réttar upplýsingar og sagði okkur frá mínútu þögninni o.s.frv. Ég hugsaði svosem ekki meira um það á þeirri stundu, hef oft tekið þátt í svona þögn heima á Íslandi, en ég skal segja ykkur það að þessi upplifun hálftíma síðar fékk mig til að berjast við tárin.

Ég sat inni í mötuneyti kl. 12:00 og var að byrja að borða hádegismatinn minn. Mötuneytið var pakkfullt enda flestir í hádegishléi. Ég var nýsest niður þegar konurödd tilkynnir eitthvað á finnsku í hátalarakerfinu og í þann mund standa allir upp í salnum og ég auðvitað rýk á lappir líka. Þögnin var bókstaflega yfirþyrmandi, það hefði mátt heyra saumnál falla. Ég hef aldrei upplifað slíka samkennd og virðingu eins og akkúrat þessa mínútu. Enginn brosti, enginn sími hringdi, ekkert. Ekki einu sinni 18 ára gelgjurnar á næsta borði við mig sögðu eitt orð.

Ég var í svona örlítilli geðshræringu þegar ég gekk út úr skólanum eftir hádegið í dag. Ákvað til tilbreytingar að skella mér niður í miðbæ og spóka mig í góða veðrinu. Það er yndislegt veður í dag, nánast heiðskírt, sólin skín og haustlitirnir allsráðandi. Þrátt fyrir það er alls staðar sem sjá má flaggstöng í Helsinki flaggað í hálfa. Þrátt fyrir að það sem gerðist sé auðvitað hræðilegt þakka ég fyrir að vera hérna og upplifa þessa virðingu fyrir náunganum sem er við lýði hérna. Það er enn að bætast á listann minn yfir það sem við Íslendingar megum læra af frændum okkar Finnum.

Flaggað í hálfa

 


From start to Finnish

Ég hef ekki bloggað í laaangan tíma en það er nú bara vegna þess að þegar maður kemst í þessa daglegu rútínu fer glansinn dálítið af þessu útlandalífi... þið skiljið hvað ég meina, það eru ekki dagleg ævintýri lengur og kannski ekki eins mikið sem hægt er að segja frá. Það nennir enginn að lesa "hey í dag borðaði ég jógúrt í morgunmat og var bara 11 mínútur að labba í skólann, that's a first!"

Ég keypti bækur í þarsíðustu viku, nánar tiltekið 9.september hehe, 3 vikum eftir að ég byrjaði í skólanum! ... loksins fann ég bókabúð sem selur stílabækur en það virðist ekki vera norm að selja stílabækur og skólabækur í öllum bókabúðum og trúið mér, ég er búin að fara í þónokkrar út um alla Helsinki!! Ég keypti mér einnig finnskt sjálfsnámskeið sem heitir "From start to Finnish" sem mér þótti afar skondið og skemmtilegt og ákvað að kaupa það, það fylgdi nefnilega líka með hljóðdiskur til að hlusta á. Ein af fyrstu setningunum sem ég er þó búin að læra á finnsku er: "Minä rakastan sinua" sem þýðir einfaldlega "Ég elska þig" og segi ég það nú óspart við hvern sem er... neinei, en samt gaman að kunna heilar setningar á finnsku fyrir utan það að geta kynnt sig og boðið góðan daginn.

Ég er öll úti í moskítóbitum, það nýjasta er á baugfingri hægri handar. Ég keypti ekki neitt sprey eða krem fyrr en fyrir svona viku en fram að því hafði ég notað eitthvað sprey til að fæla þær burt sem var hérna heima sem lyktar eins og gömlukalla rakspíri og lyktaði ég eftir því hehe! Ég hef ekki séð moskítóið með berum augum en ég held ég sé með svona 11 bit total. En burtséð frá moskító, eigum við að ræða sterageitungana? Ég þakka bara fyrir að ég er ekkert neitt agalega hrædd við þá, mér er bara illa við að hafa þá nálægt mér en þeir eru í alvöru eins og miniature fuglar hérna. Ein vespan/geitungurinn var að þvælast fyrir utan gluggann hjá mér í dag og ég sver það, 10 cm kvekende!!!

 Föstudaginn 12. (Takk Halla!) skellti ég mér á tjúttið með meðleigjandanum og vinkonu hennar, þær eru þó aðeins yngri en ég og áttum við því í mestu erfiðleikum með að finna okkur stað sem við komumst inn á. Hér í landi er nefnilega normið að hleypa ekki inn yngri en 24 ára en á mörgum er þó 20 ára aldurstakmark en það eru þó svona less popular staðirnir. Tveimur dögum seinna, nánar tiltekið á sunnudegi endaði ég í hálfgerðu sunnudagspartý hérna í eystri Pasila (ég bý í vestri) heima hjá Lottu, vinkonu Önnu Rosu (meðleigjandinn margumtalaði) og skemmti mér konunglega. Kynntist afar hressu fólki, þ.á.m. ítölskum gaur sem hafði verið Erasmus stúdent í Reykjavík í 6 mánuði fyrir 10 árum eða svo. Honum fannst einstaklega gaman að heyra mig tala íslensku vægast sagt og áttum við mjög skemmtilegar umræður um Hafnarfjörð af einhverjum ástæðum.

 Í síðustu viku var mikil rigning hérna í Suomi. Það sem ég hafði heyrt áður en ég flutti hingað var að veðrið væri mjög grátt og alltaf rigning... tja, það hefur sannreynst allhressilega! Það var í marga daga bara svona "ekkert" veður, ekki vindur en samt ekki alveg gola, ekki rigning en samt úði sem rennbleytti mann og bara grár himinn. Ekki furða að Finnar drekki meira en við og séu svona aðeins þunglyndari.

Um helgina fór ég í skálaferð með skiptinemunum. Rútuferðin var skemmtilega öðruvísi, bílstjórinn reyndi að velja malarvegi þar sem hann hélt að enginn í rútunni hefði upplifað það áður... well þegar hann komst að því að ég væri íslensk þá sagði hann "pff I can't scare you!". Bílstjórinn var agalega strýhærður og síðhærður hippi, í þröngum gallabuxum með bolinn gyrtan ofan í, með skipstjórahúfu og cowboy stígvélum með stáltá. Ég sat semsagt fremst í rútunni og spjallaði heilmikið við hann og hann sagði mér mikið frá því þegar hann heimsótti Ísland einu sinni og fór á puttanum frá Reykjavík til Húsavíkur, afar skemmtilegur gaur.
Það var nú eiginlega bara fyllerí og sukk á flestum í þessari ferð en samt voða nice að komast út fyrir borgina og sjá eitthvað nýtt. Við gistum í skála við vatn sem heitir Kiljava og þar var líka skátahelgi hjá svona 10-12 ára krökkum, sem mér fannst einstaklega spes þar sem fyrrgreind atriði einkenndu ferðina. Ég kynntist tonni af fólki og man náttúrulega engin nöfn en ég á semsagt frátekinn gestabedda út um alla Evrópu sem ég verð nú að segja að er rosalega spennandi. Einn þýskur strákur, sem er tvífari Lárusar bróður, er farinn að kalla mig systur sína eftir að ég sagði honum frá því að hann ætti tvífara á Íslandi, hehe... hann kynnti mig fyrir allnokkrum um helgina sem "This is my sister Rósa" - haha gaman að því!
Ég er annars pínulítið svekkt að hafa ekki farið í þennan ekta finnska saunakofa sem var niðri við vatnið og stokkið í skalt vatnið á eftir en mér fannst bara eitthvað ó-finnskt að bíða í röð og standa inni í sauna með 50 sveittum skiptinemum eins og í sardínudós og vera í einhverjum æsingi að stökkva út í vatnið, held ég geri þetta við betra tækifæri!



2880175570_8fb13bb68e

Hápunktur ferðarinnar var þó eitt. Ég kynntist þýskri stelpu sem heitir Tessa ef ég man rétt og við ætlum að fara saman í reiðtúr hérna einhvers staðar rétt hjá Helsinki!!! Mér finnst það ennþá meira spennandi en að fara í sauna! Sjetturinn hvað ég hlakka til!

 

Heyriði, ég er að fara til St. Pétursborgar í viku í október, haldið þið að það sé nú??? Ég er að fara með námskeiði í skólanum sem Daniela hin þýska er í, förum í fyrirtækjaheimsóknir og fáum fyrirlestra og getum skoðað borgina í rólegheitum þess á milli. Ég verð að viðurkenna að ég er ööörlítið spennt!!! Annað ferðalag sem er á döfinni er helgarferð 6.-9.nóvember til Aarhus til hennar Tinnu minnar, það var skyndiákvörðun dagsins í dag reyndar... þvílíkt spennt fyrir því líka of course! W00t Svo fer að styttast í að Vigga komi til mín og svo Jana svo það verður mikið að gera hjá mér næstu vikur og mánuði!!!

Ein áhugaverð staðreynd svona í lokin. Ég er fegin að ég er ekki færeysk. Ég held ég sé búin að fræða lúmskt marga um Færeyjar síðustu vikur, það virðist sem enginn viti að þær séu til! Týpískt samtal milli mín og fellow skiptinema hefur byrjað á þessa leið:

Ég: "Icelandic is my mother tongue but I speak also Danish and the languages are related to Norwegian, Swedish and also Faroese"
Skiptinemi x: "Faroese? what is that"
Ég: "You know Faroe Islands?"
Skiptinemi y: "What?"
Ég: "A collection of small islands, around 40.000 inhabitants, right between Norway and Iceland?"
Skiptinemi z: "And people live there all year around?!?"

Framhaldið af þessum samræðum hefur yfirleitt verið á þá leið að grínast með að Færeyingar séu óheppna fólkið sem víkingarnir hentu út á leiðinni frá Noregi til Íslands hehe... en það er önnur saga!

Jæja, held þetta sé nú gott í bili, ég fer að hlaða inn myndum á Flickr og Facebook fljótlega, mjög líklega bara í kvöld...

Moika!


Postipalvelu

Tja, ég eiginlega bara varð að sýna ykkur þetta.
Mamma mín var semsagt að senda mér böggul frá Íslandi þar sem Rósa Gréta pakkaði svo illa niður að það var ódýrara að senda henni föt frá Íslandi en að fara að versla hérna úti. Takk mamma! Whistling

Ég hef nú samt sjaldan séð svona illa útlítandi böggul og þó var ég að vinna í böggladeildinni í jólapóstinum fyrir tvenn jól og sá mikið af slæmum tilfellum! Sjáið hvernig farið var með pakkann og hvernig hann leit út þegar ég fékk hann í hendurnar áðan. Ég er guðslifandi fegin að mamma setti fötin í poka líka. Fötin eru tandurhrein, jújú... en sjáið útganginn eftir ferðalagið? Hann minnir mig á pakkann sem Ace Ventura var að afhenda í byrjun fyrri myndarinnar... haha!

 


 Ef fólk stefnir á að senda mér eitthvað er það vinsamlegast beðið um að vefja í plast og bubblewrap og svo u.þ.b. eitt stykki límbandsrúlla utan um áður en þessu er komið fyrir í sterkum pappakassa sem einnig er vafinn með límbandi!

Takk fyrir pent!

**innskot kl. 23:30
þegar betur er að gáð er grænn íslenskur tollmiði á umbúðunum sem skrifað er á "personal items - clothes" og búið að rífa smávegis gat á pokann (sést hérna neðst á myndinni). Nú velti ég því fyrir mér hvort tollurinn hafi látið hund þefa af þessu sem er nú allt í gúddí mín vegna, ekkert sem ég hef að fela... En common, að pakka þessu ekki betur inn aftur en þetta!!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband