Færsluflokkur: Bloggar

Horny reindeer meets Icelandic viking

Föstudagur 28.nóvember

05:38 - Ég vakna við sms frá Þjóðverjanum: "Hvar ertu?"
06:10 - Ég er komin út á lestarstöð með allt mitt hafurtask, kófsveitt eftir að hafa vaðið snjóskaflana á leiðinni.
06:55 - Mæti bókstaflega á harðaspretti inn í flugstöðina í Vantaa 5 mínútum eftir síðasta kall út í vél eftir að Þjóðverjinn bað flugvélina að bíða eftir seina Íslendingnum.

Mæting í Rovaniemi í Lapplandi var eins og að koma inn í bíómynd. 10 stiga frost, snjókoma, snjór yfir öllu og mikið af jólaskreytingum - gat þetta verið betra? Hótelið æði og frábært morgunverðarhlaðborð sem beið okkar meðan við biðum eftir að tjekka okkur inn á hótelið. Restin af föstudeginum fór svo í svona almennan túristaleiðangur um miðbæ Rovaniemi, kvöldmat á Rocktaurant sem Lordi hannaði og svo afslöppun og videogláp á hótelinu. Jú Rovaniemi er einmitt heimabær Lordi sjáið til!

Laugardagur 29.nóvember

11:00 vorum við mættar í svaka kuldagalla múnderingu upp í skóg, tilbúnar í hreindýrasafarí og að heimsækja Husky farm.

Jæja, hreindýrasleðaferðin gekk nú ekki alveg snurðulaust fyrir sig. Óhapp nr. 1 var það að rennilásinn á kuldagallanum mínum var bilaður og ekki mögulegt að fara til baka með mig og skipta um. Ég tók hrausta Íslendinginn á þetta og sagðist ekki verða kalt - sem reyndar stóðst, ég var sú eina sem var alltaf að rífa mig úr gallanum að ofanverðu því mér var svo heitt!!! Kannski því ég var í lopasokkum, thermo bol og góðum buxum innanundir en ekki gallabuxum og peysu eins og hinir útlendingarnir ;) Ég og Þjóðverjinn vorum settar á sama sleða, aftasta sleðann og á hinum voru litlir Kínverjar og ein mamma með barn. Ekki alveg sanngjarnt gagnvart okkar hreindýri sem heitir Nina sem þurfti að draga tvær íturvaxnar meyjar gegnum skóginn með tilheyrandi átökum. Satt að segja var okkar hreindýr öflugast í ferðinni, alltaf að reyna að troðast fram fyrir næsta sleða og með eintóman æsing við börnin á þeim sleða sem skríktu eða öskruðu af hræðslu þegar Nina, the horny reindeer okkar kom másand og blásandi upp í andlitið á þeim.

Hápunktur ferðarinnar var þó algjörlega á Husky farm þegar við fengum að fara einn hring á hundasleða - sjetturinn, þvílíkur spenningur. Hundarnir spangóluðu af spenningi rétt fyrir take-off og svo þutu þeir með okkur á fleygiferð gegnum skóginn án þess að gefa frá sér múkk. Þarna voru um 350 hundar sem þurfa um 800 kg af mat á dag og eiga allir sitt eigið hús og agalega krúttlegir. Okkur var síðan boðið inn í hlýjan hytte þar sem við fengum dísætan og heitan bláberjasafa og piparkökur. Voðalega kósý.

Jæja, á bakaleiðinni frá Husky farm ákvað Nina svo að halda áfram að reyna að stinga sér fram úr sleðanum fyrir framan enn og aftur en í eitt skiptið vorum við að fara yfir litla brú yfir skurð svo sleðinn okkar fór á hlið og ég kútveltist ofan í snjóskafl og var eins og afvelta rolla í allri þessari kuldagallamúnderingu í skurðinum! Ég var í makindum mínum að reyna að taka myndir svo ég varð handalaus í fallinu og það eina sem stóð upp úr snjónum var annar handleggurinn með myndavélinni því herregud, ekki ætlaði ég að láta hana blotna!
Ég fékk svo langþráð "Reindeer Driver's Licence" eftir ferðina og fékk það afhent með orðunum "You completely deserve it" - haha... fjör!

Á sunnudeginum fórum við Þjóðverjinn á aðalskrifstofu finnska jólasveinsins við heimskautsbaug og hittum kauða og fengum mynd með honum. Hann sagðist því miður ekki tala íslensku en talaði við mig á skandinavísku, fínasti kappi... en jafnast ekki á við mína 13 jólasveina, Grýlu og Leppalúða og elsku jólaköttinn! Ég varð fyrir vissum vonbrigðum með þetta "Santa Claus Village" eins og það er kallað þar sem þetta er eiginlega bara þyrping af souvenir búðum og svo eitt risa snjóhús sem er kaffihús/bar líka. Mjög gaman samt sem áður að koma þangað og standa á heimskautslínunni þar sem ég hef ekki farið út í Grímsey og staðið á henni þar, skandall... bæti úr því þegar ég kem heim!

Mánudagurinn var mjög skemmtilegur líka þar sem við fórum á  Arktikum, sem er mjög vinsælt og flott safn í Rovaniemi og samastendur af alls kyns exhibitions um lífið við heimskautsbaug. Ég lenti í miklum umræðum við Þjóðverjann eftir heimsóknina til jólasveinsins daginn áður þar sem hún hélt því statt og stöðugt fram að Norðurpóllinn væri í Lapplandi, öss - skandall - ég gat hinsvegar sannað mál mitt á safninu þegar ég fann kort af heiminum sem sýndi þetta að þetta væri tóm þvæla, sama hvað krakkar skrifi utan á bréfin sín til jólasveinsins! Reyndar sýndi sama kort heimskautsbaug ganga þvert í gegnum Ísland og ég vissi að þetta væri ekki rétt en ég sagði ekki orð þar sem ég hafði unnið Norðurpóls umræðuna hahaha...

Þriðjudagsnótt fór í að ferðast heim til Helsinki. Ég var vöknuð kl. 4 því Þjóðverjinn vildi fara upp á flugvöll kl. 5 þó við ættum ekki flug fyrr en 6:30, tja... ég lét undan þar sem ég hafði nú næstum látið okkur missa af ferðinni á föstudeginum en what the hey... haha - ég var svo þreytt þegar ég kom heim til Helsinki að ég svaf eiginlega non-stop í sólarhring. Ég tók nefnilega ekki fram að bæði laugardags- og sunnudagskvöld var ég aðeins úti að tjútta með tveimur Spánverjum sem ég kynntist fyrra kvöldið ... mikið fjör og mikið grín, ég held ég hafi aldrei áður farið út að skemmta mér í lopasokkum við kjól og verið nokkurn veginn slétt sama ;) Held ég starti þessu sem tísku þegar ég kem heim til Íslands!

Jæja nóg í bili, 19 dagar í heimför...

p.s. Bara svo ég útskýri titilinn á blogginu.
Þjóðverjinn var að reyna að finna orðið fyrir það "að hafa horn" og notaði orðið horny... mér fannst það fyndið!


Licence and registration please...

Jæja, það er tvennt sem ég ætla að minnast á... já eða þrennt

Í fyrsta lagi, fólk er óduglegt við að kvitta fyrir komuna hérna á elsku síðunni minni, frekar skítt - er fólk bara farið að gleyma mér?

Í öðru lagi, ég er að fara til Lapplands í næstu viku, mun þar spreyta mig á hundasleða og hreindýrasleða ásamt því sem ég mun reyna að fá "Reindeer Driver's License" sem að sjálfsögðu mun rata á ferilskrána mína... ég er búin að hlæja að þessu í nokkra klukkutíma og finnst þetta ennþá fyndið!

Í þriðja lagi... það er kominn vetur í Helsinki, allavega er frostið komið sem skilar sér í rjóðum kinnum og trefli um hálsinn. Það er líka bara 31 dagur þar til ég fer heim til Íslands og það eru blendnar tilfinningar í gangi - ég er kolfallin fyrir Helsinki og Finnlandi yfir höfuð, mér líður rosalega vel hérna. Ég er kannski ekki að taka týpíska skiptinemapakkann á þetta þar sem ég ligg ekki í vodkaflöskunni alla daga og allar helgar sem mér sýnist vera siður því miður. Ég er meira í því að upplifa Helsinki á minn eigin máta, Rósa einfari... skiptir mig litlu þó ég sé ein að skottast eitthvað, finnst það bara fínt. Ég er nú samt búin að kynnast fullt af góðu fólki hérna úti og vona að þau tengsl haldist eftir að ég fer heim. En já, svona í heildina get ég ekki annað sagt en að ég sé eins og blóm í eggi!

Ég fór í bæinn áðan með Anni, finnskri vinkonu minni og ég varð hálf leið eitthvað yfir því að eiga bara fjórar vikur eftir hérna í Múmínálfalandinu. Hvar annars staðar sérðu hálfbera miðaldra karla sitja fyrir utan public sauna, pub tram-inn, fólk í stígvélum við hvaða klæðnað sem er, fólk með marglitt hár... æ og fleira og fleira yndislegt og fjölbreytt! Æ og bara... já ég er leið yfir því að þurfa að kveðja bráðum!

Ef þið klikkið á myndina af mér hérna til hliðar þá setti ég inn nokkrar myndir í dag frá einum af mínum mörgu hressingar- og kósýheita göngutúrum.

Hey, áskorun desembermánaðar er annars að fara á "Joulutarina" í bíó eða "Jólasaga" á finnsku!!!
 Það held ég að verði vægast sagt áhugavert!


Eftir 5 vikur...

Þá verð ég sitjandi hérna á rúminu mínu, pissandi á mig af spenningi að fara heim til Íslands í hádeginu daginn eftir W00t

... eða ef ég þekki mig rétt - ekki byrjuð að pakka! hahaha...


Nyhavn í gærkvöldi

Helgin var yndisleg í alla staði, æðislegt að hitta stelpurnar mínar í Århus, við skemmtum okkur konunglega og höfðum gaman saman, fögnuðum komu Tuborg Julebryg á Heidi's o.fl. o.fl. Katrín kíkti svo til Århus á laugardaginn og við áttum kósý stund í Den Gamle By og á kaffihúsi í miðbæ Århus. Ég naut þess svo að slaka á í Köben í gær í góðum félagsskap og rölta niður að Nyhavn og til baka og rifja upp sumarið sem við Bára bjuggum í Köben, æðislegt en já ég er komin heim til Helsinki. Back to reality...

Kristian vinur minn spurði mig í gær hvort ég saknaði Reykjavíkur eitthvað. Ég get ekki sagt það, svona í hreinskilni sagt, ég sakna fólksins míns en Skype, Facebook og MSN eru alveg svakaleg hjálpartæki... mig langar að vera lengur úti, hvort heldur sem er hérna í Finnlandi eða annars staðar. En meira um svoleiðis pælingar seinna!

Takk aftur fyrir helgina elsku Tinna og Jana... og til hamingju með afmælið í dag Tinna mín, afmælisdagurinn þinn er löngu byrjaður í mínu landi svo ég má alveg óska þér til hamingju núna!!! Kissing

Og ein af okkur stöllum svona í lokin...

JRT

 


Hver segir að tvíburi geti ekki tekið skyndiákvörðun?

Þau ykkar sem ekki vita það, þá er ég komin með vinnu, jebb... ég er petsitter og er að mokgræða á því, ekki slæmt að fá launin greidd í Evrum núna haha! Hér til hægri má sjá hann Nero litla sem er alveg mesta krútt sem fyrirfinnst held ég... Eigandinn er bandarísk kona sem ég kynntist hérna út og þurfti nauðsynlega að skella sér með hópi af vinum sínum að skála í kampavíni fyrir Obama í hádeginu í gær... hehe!

Heyrðu, það var nú ekki það sem ég ætlaði að tala um. Ég ætlaði að segja frá skyndiákvörðun gærdagsins. Ég var semsagt að passa hvolpinn til 15:30 og stökk þá bara um leið upp í næsta tram, hviss bamm... fór úr honum við fyrstu hárgreiðslustofu sem ég sá, pantaði tíma og var komin í stólinn stuttu seinna. Ég var nú svo andskoti heppin að þau voru með 40% opnunartilboð þar sem þetta var ný stofa og var ég því bara lúmskt heppin. Ég þurfti þó að borga heila 51 Evru en þar sem ég hafði fengið 30 Evrur fyrr um daginn fyrir hvolpapössunina var þetta nú ekki nema 21 Evra, geri aðrir betur fyrri klippingu og litun sko! Ég fékk líka toppþjónustu, alveg stjanað við mig út í ystu æsar. Þær voru nú ekkert agalega sleipar í enskunni greyin, bæði eigandinn og klipparinn frá Víetnam en þær vinna svona on the side við að þýða finnsku yfir á víetnömsku og vice versa. Útkomu þessarar skyndiákvörðunar má sjá hér að neðan. Held þetta sé bara afar vel heppnað, svona fyrir utan aðeins of stuttan topp, já mamma, ég var ekki nógu sátt... en hann vex fljótt! Var líka agalega sátt við að ljósu strípurnar mínar sjást í gegn Cool

Meðan ég var að bíða eftir tímanum ákvað ég bara að taka einn hring með tram nr.10 svona í sólarlaginu, afar kósý... það var hinsvegar ekkert agalega kósý veður í gær, drullukalt, já drullukalt segi ég! Fyrsta skipti sem ég kvarta undan kuldanum hérna í Finnlandi... ó boj! Ég hélt í alvöru að ég myndi ekki hætta að skjálfa á stoppistöðinni fyrir utan hárgreiðslustofuna, stóð mig m.a.s. að því að bölva kuldanum upphátt á íslensku... sem minnir mig nú á gaurinn sem stóð á bakvið mig í tram á leiðinni heim... allt í einu heyrist í honum "Suicide doors..." - og ég snéri mér við, þá var hann bara að syngja með einhverju lagi óvart upphátt og varð agalega kjánalegur þegar ég leit á hann. En já, aftur að hárinu...


 

P.s. ég er farin til Danmerkur, sjáumst eftir helgi...

p.p.s. ef ég væri jólasveinn væri ég líklega Gáttaþefur, allavega according to myndin hérna að ofan... en það er töff að vera með stórt nef, það er í tísku, ég sver það... Halo

Helsinki out!


Fyrsta 10-an i höfn

Langadi bara ad monta mig... fyrsta lokaeinkunnin min er i höfn thessa önnina...

10 var thad heillin, finnsk fimma!!! W00t Verst eg fae allar einkunnirnar hedan metnar i HR sem M (nei T sagði Palli, rétt skal vera rétt!) ... crap


Nei hver andskotinn...

Ég er hluti af þessum minnihlutahópi... greyin við... bæld, lifum skemur og þurfum að kaupa sérstakar stílabækur svo dæmi séu nefnd! Hérna eru nokkrar skondnar staðreyndir um örvhenta... veit ekki hversu margar af þeim eru sannar en skemmtilegar eru þær samt!

  • Samkvæmt breskri könnun er hlutfall örvhentra eitthvað um 10%, heldur hærra meðal karla (11,6%) en kvenna (8,6%)
  • Líkurnar á að tveir rétthentir foreldrar eignist örvhent barn eru 9,5%, þær hækka svo upp í 19,5% ef annað foreldra er örvhent og hækka enn upp í 26,1% ef báðir foreldrar eru örvhentir
  • Um 20% fólks eru "örvfætt", helmingi fleiri en fjöldi örvhentra
  • Yfir 2500 manns deyja árlega við það að nota áhöld sem ætluð voru "rétthentum"
  • "Rétthentir" lifa að meðaltali 9 árum lengur en örvhentir
  • Allir ísbirnir eru örvhentir
  • Flestir örvhentir teikna fígúrur með andlitið til hægri
  • Það eru miklar líkur á að annar tvíbura verði örvhentur
  • Örvhentir aðlagast hraðar því að sjá í vatni
  • Örvhentir standa sig að meðaltali betur í tennis, hafnabolta, sundi og skylmingum
  • Örvhentir ná kynþroska að meðaltali 4-5 mánuðum á eftir rétthentum
  • 4 af 5 upprunalegu hönnuðum Macintosh tölvunar voru örvhentir
  • 1 af 4 geimförum voru örvhentir
  • 20% af öllum eineggja tvíburapörum hafa einn örvhentan og einn "rétthentan".
  • Í mörgum siðmenningum telst það argasti dónaskapur að borða með vinstri hendi
  • Bart Simpson er örvhentur
  • Jimi Hendrix var það líka
  • Froskurinn Kermit er örvhentur
  • Flestir tyggja meira með öðrum helming munnsins en öðrum. Rétthentir tyggja meira með hægri hlutanum.
  • Hundar og kettir, eins og mannfólkið eru annaðhvort örvhentir eða rétthentir... (-loppaðir?)
  • Örvhentir geta átt auðveldara með að opna krukkur en rétthentir. Það er vegna þess að örvhentir eiga auðveldara með að beita þrýstingi í andhverfa átt. Rétthentir eiga hinsvegar auðveldara með að loka krukkum.

mbl.is Örvhentir bældari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

St.Pétursborg í hnotskurn

Ég fór til St.Pétursborgar með námskeiði sem kallast IMEA 20.-26.október síðastliðinn. Ég er ekki í þessu námskeiði en fékk að fljóta með bara í gamni og sé sko ekki eftir því! Ég ætla ekki að fara út í detail um ferðina, það tæki mig svona ca. viku. Ætla hinsvegar að koma með svona recap af ferðinni í eins stuttu máli og ég get. Svo tók ég massíft mikið af myndum sem eru á Flickr.

Mánudagur 20.10

Við tókum lestina frá Helsinki kl. 7:20 og vorum einhverja 5 tíma á leiðinni. Ég er agalega hrifin af lestarferðum, finnst það einn þægilegasti ferðamáti sem ég hef prófað hingað til. Gerard, kennari IMEA, heilsaði mér á lestarstöðinni með handabandi: "Hello Iceland, I love your country!" - hann hafði semsagt farið þangað einu sinni og kolfallið.
Ég þurfti að sýna vegabréfið mitt tvisvar, finnsku landamæraverðirnir skoðuðu það hérna megin við landamærin og svo tóku Rússarnir vegabréfin hinum megin... þeir eru furðulegir, örugglega að reyna að sýna eitthvað vald. Það hefði tekið helmingi styttri tíma fyrir þá að stimpla vegabréfið um leið og þeir skoðuðu það en nei...Jæja, við fyrstu sýn var Rússland nákvæmlega eins og ég hafði ímyndað mér það. Mér fannst fólkið allt líta eins út, allt voða grátt og gamalt og löggur og hermenn út um allt. Umferðin var svo ekki að bæta ofan á það ásamt dónalegum rútubílstjóra. Við Daniela settumst fremst í rútuna og fengum þess vegna hið fínasta sightseeing á leiðinni á hótelið. Moskva Hotel, mæli með því!
Við fengum "the day off" svo við Daniela ákváðum að skutla okkur í metró-ið niður í miðbæ og skoða okkur um. Metró-ið var fyrsta svaka upplifunin í ferðinni, 150-200 m niður í jörðina í tré rúllustiga og svo inn í metró-ið inn um eiginlegar lyftudyr sem opnuðust á svona 10 mínútna fresti og þá steig maður beint inn í metró-ið í dimmu röri... já mamma, þú hefðir ekki getað þetta. Jæja, dagurinn fór semsagt í það að skoða miðborgina og svo ákváðum við að labba heim á hótel, sem gekk nú ekki betur en það að við löbbuðum í 4-5 tíma eins mikla krókaleið og hægt var (sáum það eftir á) en við græddum á því bara, sáum meira en aðrir af borginni svona fyrsta daginn! Ég neita að segja að við höfum týnst... við vorum alltaf með á hreinu hvar við vorum... en kannski ekki alveg með á hreinu hvar hótelið var! Blush

Þriðjudagur 21.10

Dagurinn fór í námskeiðið "Doing business in Russia" hjá professor Andrey Medvedev í skólanum sem ég get ekki borið fram nafnið á. Merkilegur kall. Hann sagði mér að ég væri fyrsti Íslendingurinn að koma með Gerard frá Finnlandi. Gerard hefur farið með nemendur til Rússlands 2svar á ári síðustu 14 árin svo mér fannst þetta frekar merkilegt.
Dagurinn var mjög svo skemmtilegur og fræðandi og ég reyndi að innbyrða allt sem ég gat þrátt fyrir að taka öllu með fyrirvara sem professor Andrey sagði, hann sér Rússland sem einhvern nafla alheimsins! Skólinn er gamall, klósettin viðbjóðsleg og mötuneytið eins og í einhverjum herbúðum, hreinlæti er eitthvað sem er ekki í hávegum haft í Rússlandi því miður... upplifun svona vægast sagt! Fór að sofa snemma um kvöldið, gjörsamlega uppgefin.

Miðvikudagur 22.10

Fyrri fyrirtækjaheimsóknin. Ég er vön að fara í vísindaferðir svo ég mætti í mínu fínasta pússi sem ég hafði meðferðis og setti á mig andlit. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með samnemendur mína sem mættu ósturtuð, í strigaskóm og mygluð og voru með fíflalæti í heimsókninni. Ég veit ekki hvað HR-ingarnir mínir myndu segja við svona löguðu. Við sýnum þó allavega þá virðingu í fyrirtækjaheimsóknum heima að vera með þögn meðan talsmaður fyrirtækisins talar og sýnir okkur fyrirtækið guð... JÆJA, mjög skemmtilegt fyrirtæki sem svipar til Nýsis heima á Íslandi, kaupir eignir í St.Pétursborg, gerir þær upp og leigir út til fyrirtækja. Konan sem tók á móti okkur var hinsvegar með sílíkon í vörunum, bótox í enninu og sitthvað fleira og minnti mig einna helst á Cindy dúkku ef einhver man eftir þeim!

Fimmtudagur 23.10

Dagurinn fór í case study með rússneskum nemendum. Undir lokin áttum við að kynna niðurstöðurnar og gekk það bara ágætlega. Tók samt eftir sérstöku tendence hjá rússnesku nemendunum að þau eru grimmari við hvort annað þegar við höfðum tækifæri á því að spyrja út í fyrirlestra hjá hvoru öðru. Merkilegt hvað þetta komst stundum nálægt því að vera rifrildi, yfir engu! Eyddi kvöldinu uppi á hótelherbergi að læra fyrir prófið sem átti að vera daginn eftir.

Föstudagur 24.10

Seinni fyrirtækjaheimsóknin, rafmagnskaplafyrirtæki sem eingöngu er á rússneskum markaði og er rétt að byrja að færa út kvíarnar. Aftur mætti ég í mínu fínasta pússi og enn og aftur höguðu vissir nemendur í hópnum sér eins og fávitar. Hinsvegar kom mér nú á óvart að það var ein kona í fyrirtækinu sem talaði ensku og var túlkur fyrir alla. Einnig var maðurinn sem fór með okkur í túr um verksmiðjuna djöfuls dóni og sagði m.a.s. Gerard kennaranum okkar að steinþegja því hann væri að tefja ferðina með einhverju röfli... hann talar reyndar agalega mikið en samt... pahaha... merkilegt!
Við áttum að fara í próf eftir fyrirtækjaheimsóknina en þar sem einhverjir nemendur í hópnum voru svo þunnir eftir fyllerí kvöldið áður var því frestað... wtf?!? Jæja, ég kvarta ekki svosem. Hópurinn tvístraðist svolítið en við fórum í eina safnaheimsókn og svo út að borða. Ég, Daniela, Ítalarnir og Grikkinn (sem á afmæli sama dag og ég btw) og Gerard, kennarinn fórum í rússneskt hlaðborð og skemmtum okkur feiknavel. Ég gleymdi að minnast á það að hann Gerard er einn fyndnasti kennari sem ég hef kynnst, minnir mig pínulítið á Dr.House reyndar.
Við Daniela fórum svo um kvöldið á hótelbarinn og sameinuðumst svo nokkrum öðrum úr hópnum á hæðinni okkar og spiluðum og spjölluðum fram á nótt.

Laugardagur 25.10

Heimferð hjá öllum... nema mér og Danielu, við höfðum ákveðið að vera eina nótt lengur og vá hvað ég sé ekki eftir því. Við notuðum laugardaginn í túristarölt og skoðuðum það sem við höfðum ekki haft tíma í að skoða hingað til.

Sunnudagur 26.10

Við vöknuðum klukkutíma seinna en við ætluðum, skutluðum okkur í morgunmat og pökkuðum svo niður í flýti. Við áttum að tjekka okkur út fyrir kl. 12 og ætluðum að reyna að skoða okkur aðeins meira um áður en það tókst ekki. Þegar við vorum svo búnar að tjekka okkur út (um 11 héldum við) þá komumst við að því að það var búið að breyta í vetrartíma svo klukkan var ekki nema 10!!!
Gerard hafði mælt með því að við myndum skoða Alexander Nevsky monastery hinum megin við götuna hjá hótelinu og jafnvel ganga að gröf Tschaikovsky sem við gerðum. Við gengum m.a.s. aðeins lengra og lentum í messu í kirkjunni. Ég held að það hafi verið hápunktur ferðarinnar að mörgu leyti. Ég held ég hafi sjaldan upplifað jafn fallega athöfn. Þetta er strangtrúuð kirkja svo ég þurfti að hylja hárið og helst áttum við að vera í síðu pilsi en við sluppum inn. Þegar inn var komið heyrðist þessi ofsafallegi kirkjukór syngja og ilmur af hundruðum kerta sem kveikt var á. Engir bekkir voru til staðar heldur stóðu allir og horfðu upp að altarinu, sungu og báðu með prestinum og beygðu sig og hneigðu... Fyrir mig var þetta svo yfirþyrmandi og fallegt að ég byrjaði að hágráta!

Ég kom agalega sátt til Helsinki seint á sunnudagskvöldið, lestarferðin heim tók 6 tíma þar sem rússnesku landamæraverðirnir tóku sér klukkutíma lengur í að fara yfir vegabréfin. St.Pétursborg er ofsalega falleg borg þó hún sé skítug, íburðarmiklar og fallegar byggingar og mikil saga til staðar. Fólkið er sérstakt, tískan sérstök og allir hættir og siðir aðeins öðruvísi en ég er vön. Ég var pínulítið fegin að komast í öryggið hérna í Finnlandi, mér fannst ég aldrei vera 100% örugg þarna í Rússlandi þó þetta hafi verið svakalega skemmtileg og áhugaverð heimsókn.

Úff, í stuttu máli sagði ég í byrjun... jæja, fokkit! LoL


Ég er komin heim í heiðardalinn... eða svo til

Ég er komin heim til Helsinki eftir vikudvöl í St. Pétursborg. Ferðasagan verður að bíða aðeins þar sem ég er ennþá að melta upplifunina. Ég er þó búin að setja inn myndir frá ferðinni sem fólk getur skoðað ef það vill. Ég fór í gegnum allan tilfinningaskalann þarna úti og upplifði kúltúrsjokk í fyrsta skipti og mun seint gleyma þessari heimsókn. En meira seinna... Smile

Hér eru myndir


Á ferðalagi...

Sjáumst eftir viku!!! Cool

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband