Færsluflokkur: Bloggar

Aftanákeyrsla...

Já, á síðasta fimmtudag í brjálaða veðrinu lenti ég í árekstri (ásamt mjög mörgum öðrum held ég) og klessukeyrði bílinn minn, minn elskulega 12 vetra Grána gamla, öðru nafni Sölvpilen.
Ég semsagt klessti aftan á mann á jeppa sem ákvað að stoppa hérna í götunni og ég eiginlega bara rann aftan á hann í snjónum, gat lítið sem ekkert bremsað! Þetta var einn indælasti maður sem ég hef hitt og náði hann að halda mér rólegri þangað til pabbi kom að sækja mig því ég var on the edge of að fara að hágrenja og eitthvað vesen...

Ég er nú komin á nýjan bíl, litla hvíta Súkku en mér finnst eins og ég sé að halda framhjá Sölvpilen, því greyið stendur ennþá úti á stæði, allur krambúleraður að framan...

Ég er nú óðum að losna við verkina en ég fékk höfuðhögg og hnykk á hálsinn í þessu bömpi... djöfull mæli ég ekki með þessu. ÞÓ verð ég að segja að þetta er fyrsta tjónið sem ég lendi í!

En hey, ég er að verða töttögöogfemm eftir nokkra mánuði, þarf ég ekki að fara að skipuleggja eitthvað keppnis teiti? W00t


Oj algjör klisjaaa...

Skítur skeður....

þessi færsla átti að vera svo skemmtileg og ég var búin að setja mig í stellingar fyrir framan tölvuna til þess að pára niður allt það skemmtilega sem ég hef hugsað í dag...

...og vá hvað ég er búin að gleyma því öllu... og það er algjör klisja að blogga um að hafa ætlað að segja eitthvað skemmtilegt en hafa gleymt því... oj!

Ég er annars dottin ofan í súra og skemmtilega þætti sem kallast QI og þaðan kemur tilvitnun dagsins:

"if God was a woman... sperm would taste of chocolate"

Takk fyrir það og góða nótt!


Nýr íbúi...

Hey, ég er komin með sambýliskonu... hef ekki alveg áttað mig á viðkomandi ennþá en þetta veit ég...

Viðkomandi er lítil og alltaf svartklædd og á það til að suða alveg óþolandi mikið. Hún er líka ekki alveg nógu skörp... einhvern veginn dettur henni í hug að útihurðin hjá mér opnist ef hún tekur tilhlaup og bókstaflega flýgur á hana af öllum krafti.

Þetta er fyrsta sambýliskona mín af þessum toga síðan ég flutti hérna inn fyrir ári, frænkur hennar droppuðu í heimsókn samt síðasta sumar, heldur loðnar (þýskar?) og röndóttar... Áttfættu langfættu vinkonur þeirra hafa svo aðeins látið sjá sig en ekki mikið.

En svona burtséð frá bullinu, þá vissi ég ekki að flugur væru með meðvitund á þessum tíma árs og ég hélt án gríns að það væri of kalt hérna í risíbúðinni fyrir þær...

Djöfull pirrar hún mig...


Tíminn líður hratt... á gervihnattaöld

Ég rak höfuðið mjög harkalega í skáphurðina inni á baði hjá mér á föstudagskvöldið og fékk eiginlega gat á hausinn, varð dauðans vönkuð og ráfaði inn í rúm bara til að slaka á. Daginn eftir vaknaði ég og fann að mér hefði nú blætt aðeins þarna um kvöldið... úps, kannski ekki alveg það skynsamlegasta í heimi að fá svona höfuðhögg og fara að sofa strax á eftir! En já ég er ennþá á lífi og svona temmilega heil í höfðinu en það sem þetta rifjaði upp fyrir mér er það að ég er búin að búa vestur í bæ núna í heilt ár! Fór nefnilega að bölva skápnum en þetta er í fyrsta skipti sem ég rek mig í skáphurðina, það var það eina sem ég hafði áhyggjur af því þegar pabbi festi hann upp fyrir ári síðan... sjett, eruð þið að grínast með hvað tíminn líður hratt?

Ég og Jana sitjum saman í matsalnum í Ofanleitinu og erum að rifja upp "gamla" tíma hérna í HR. Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt eitthvað... Mér finnst ég nýbyrjuð í skólanum, en það var haustið 2005 sem ég labbaði inn um dyrnar hérna með Sigga, hann að byrja í tölvunarfræði og ég í viðskiptafræðinni.
Svo finnst okkur Jönu eins og það hafi verið í gær sem við tríóið sátum í MBL að læra... en það var fyrir rúmum 2 árum síðan... Tinna, where art thou?
- Hey minnir mig á "This is number thou and my hand is on her shoe!" - hehe good times! 

Ég er þessa dagana annars að byrja að skipuleggja skiptinámið mitt á næstu önn, kannski verð ég lengur en fram að jólum... það kemur allt í ljós á næstu dögum, margt að ske skal ég ykkur segja. Jana fær samt alveg tremma þegar ég segist ætla að fara út því Tinna er einnig að fara út í heil tvö ár í haust svo ég tala ekki mikið um þetta í viðurvist Jönu haha!

Ég læt inn hérna fréttir um Dublin förina þegar nær dregur... ég er semsagt löngu búin að ákveða að fara til Dublin fyrst ég get ekki farið til Edinborgar, en ég fer þá bara þangað seinna... nægur er tíminn, ég er bara að verða 25 á þessu ári... just a baby, baby! Joyful

Sem minnir mig á það... ég og Eyrún eigum 20 ára vinkonuafmæli á þessu ári, það styttist óðfluga í kerlingasiglinguna okkar!!! Cool

Vísa dagsins:

"Iss, piss og pelamál,
púðursykur og króna.
Þegar mér er mikið mál,
míg ég bara í skóna"


Það er skítalykt af þessu...

Ég var með annað augað á "Dýravinum" á Skjá Einum rétt í þessu og þar var talað við Júlíus Brjánsson leikara sem kom með eina bestu útskýringu á því hvað hestamennska væri í raun og veru...

"Hestamennska er skítalykt, annað hvort þykir þér hún strax góð og verður alvöru hestamanneskja eða ekki... þú bara sættir þig við skítalyktina og þetta verður eins konar fíkn..."

Málið er, að hann hefur alveg rétt fyrir sér! Mér líður sjaldan jafnvel og þegar ég er í skítagallanum í hesthúsinu...


Ég bara verð...

Æ vitið þið... mér finnst The Office alveg agalega leiðinlegt sjónvarpsefni!

... og hananú!!!

 

Quote dagsins:

"Either you have a earring or you're so rich your skin is starting to grow diamonds!"


'08-villt

Frekar seint í rassinn gripið... og sorry, ég sendi engin jólakort!!! Gleðileg jól og gleðilegt ár og allt það sem því fylgir, jibbí jei!

 


Jólasmákökubakstur

Í gær: mömmukökubakstur...

Á sunnudaginn: spesíur, Snickers plattar og einhvers konar hneturúsínusúkkulaðikökur...

Í dag: líklegast heiðarleg tilraun við Sörur... óskið mér góðs gengis Wizard


Jólin koma...

eins og maðurinn sagði... og ég held það sé að færast yfir mig smá jólaskap sko... Pinch eða ég rembist allavega við það!


Hörmung...

Bjóst ekki við því að um Erlu frænku væri að ræða þegar ég opnaði fréttina... Frown Maður fær alveg hnút í magann... ég missti Eldingu mína úr heyeitrun hérna fyrir nokkrum árum en hvað þá að missa 15 hross eða fleiri... Úff, þetta er alveg hræðilegt...


mbl.is Hross drápust vegna hræeitrunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband