Færsluflokkur: Bloggar
Tannlæknar...
10.12.2007 | 22:20
Þetta minnti mig nú á það þegar pabbi fór með mig til tannlæknis þegar ég var 6-7 ára...
Þá bjuggum við á Varmalandi og vorum hjá tannlækni í Borgarnesi. Ég varð eitthvað ósátt við konuna sem var tannlæknir og hljóp fram á gang á heilsugæslunni. Ekki vildi betur til en svo að ég rann á ullarsokkunum mínum og datt í gólfið. Kerlingin kom þá og náði í mig, ríghélt mér og hvæsti eitthvað á mig og hótaði mér að ég myndi aldrei sjá pabba minn aftur ef ég hagaði mér ekki!
Það er ótrúlegt að mér sé ekki illa við tannlækna í dag eftir þessa meðferð...
![]() |
Tannlæknir rassskellti sjúkling |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Prófmygla...
9.12.2007 | 21:32
Það sem einkennir próftíð er meðal annars eftirfarandi:
- Allar áhyggjur vegna útlits hverfa út um gluggann...
- Íþróttaföt og flíspeysur verða tískufatnaður, ekki sérstaklega vegna þess að það er töff heldur vegna þæginda og teygjanleika
- Skjúsmí... hvaða kona/stelpa í prófum á ekki þykka heimasokka?
- Maður hættir að geta tjáð sig almennilega, málhelti einkennir námsmenn þó svo að þeir geti skrifað eins og vindurinn í prófum
- Margt sem hefur setið á hakanum í langan tíma verður allt í einu lífsnauðsynlegt, eins og að þrífa allt hátt og lágt og jafnvel að endurskipuleggja fataskápinn! (Kannski þarna sem það gerist sem íþróttaföt og annað slíkt finnst í leynum?)
- Nýjar sjónvarpsþáttaraðir og bíómyndir sem maður hefur ekki séð áður verður einnig mjög nauðsynlegt að kíkja á milli prófa
- Aulahúmorinn er allsráðandi og margir taka ástfóstri við t.d. Youtube og því læt ég eftirfarandi video fylgja með þessari færslu sem hafa stytt mér stundir undanfarna daga. Fyrra myndbrotið er úr endurgerð á Pink Panther sem ég glápti á um daginn og seinna brotið er úr Meet the Robinsons sem ég eiginlega verð að sjá.
Hvað einkennir/einkenndi þína próftíð?
Bloggar | Breytt 15.12.2007 kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Update
24.11.2007 | 18:02
Það er ekkert að frétta af mér.
Ég er að byrja í prófum eftir nokkra daga og búin að nýta flestar afsaknir til að draga það á langinn að byrja að læra, semsagt þetta týpíska: þrífa allt, fara gegnum fataskápinn o.fl. týpískt sem maður gerir sjaldan nema maður sé að fara í próf, þá virkar allt þetta mjög nauðsynlegt!
Alltaf fyndið hvað maður er svo að paufast við að lesa á síðustu stundu og alltaf jafn hissa af hverju maður nær ekki að fara yfir allt efnið fyrir próf
En það er nauðsynlegt að taka sér pásur frá lestrinum enda var pabbi svo sætur að gefa mér miða á tónleika með Hjálmum í kvöld og við Tinna ætlum aðeins að kíkja á það
Oh vitið þið... þetta er of fyndið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Myndir frá Ljubljana...
20.11.2007 | 15:11
Ég var að setja inn myndaalbúm frá árshátíðarferð Jarðborana til Ljubljana 9.-11.nóvember....
Þið getið kíkt á það HÉR ef þið hafið áhuga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vetrarhátíð Viðskiptaráðs
7.11.2007 | 18:17
Vetrarhátíðin okkar var svo æðisleg... það heppnaðist allt svo vel og allir svo ánægðir og vá hvað það er góð tilfinning! Svo verð ég eiginlega að segja það að Örn Árnason, sem var veislustjórinn okkar, er einn af fyndnari mönnum sem ég hef talað við!
Eins og eftir árshátíðina í fyrra, þá set ég hérna inn mynd af því hversu mikilvægt það er að haga sér eins og bjáni þó maður sé í sparigallanum!
Fleiri myndir eru á www.vidskiptarad.is fyrir áhugasama
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sumt er of fyndið...
1.11.2007 | 00:56
Njótið og horfið til enda...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Pæling...
29.10.2007 | 22:07
Geta tröppur ekki heitið niðurgangur? ...og jafnvel uppgangur?
Gæti samt verið villandi... t.d. ef manneskja fær niðurgang í tröppunum...
"Heyrðu, hann fékk bara niðurgang í uppganginum!"
Já... góð pæling
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er eitthvað...
22.10.2007 | 01:35
Einhvern veginn tekst mér og Viggu alltaf að koma okkur í furðulegar aðstæður þegar við förum á tjúttið tvær saman... Það byrjaði nú rólega í gær, en einhvern veginn kemur alltaf þetta "moment" þegar allt fer úr böndunum... en það er nú önnur saga!
Í gær ræddi ég við margt fólk. Þar á meðal Pólverja, sem talaði varla íslensku né ensku en kunni örlítið í þýsku. Ég auðvitað dustaði rykið af menntaskólaþýskunni og greip í nokkra frasa sem ég mundi síðan í tímunum hjá Evu Jonason í MH ásamt því að tala ensku og íslensku við hann... en svo var hann ekki einu sinni pólskur heldur frá Litháen... og bjó á Kópaskeri en fluttur til Reykjavíkur en honum líkar þó betur við Akureyri! Hann þakkaði mér svo kærlega fyrir spjallið eða klæmdist afskaplega mikið á einhverju slavnesku tungumáli þegar ég var að kveðja hann, who cares... það hljómaði vingjarnlega og hann brosti þó ég hafi ekki skilið orð! Já tungumálakunnátta mín er gígantísk... ásamt því að ég á auðveldara með en andskotinn að tjá mig með andlitinu og búktali... svo lærði ég líka táknmál einu sinni!
En nóg um það... ég mun blogga bitra feitabollufærslu bráðum, nenni því ekki núna, ég er of jolly... Ég átti allavega besta "comeback" í langan tíma þegar maður vippaði sér upp að mér og Viggu og var að ibba gogg...
Sleezy maður um fimmtugt með augljóslega litaðar augnabrúnir: "Hey vinkona þín er sæt... (klípur í rassinn á mér og starir ofan í hálsmálið hjá mér) ...og svo þarft þú bara að fara í ræktina"
Ég, afar yfirveguð og svöl: "Heyrðu frábært... og svo þarft þú að fara til helvítis... og vera þar! (sagt með svona svip = á andlitinu)"
Sævar Birnir: "Vó... Rósa, þú ert svo hörð!"
Allavega... þetta var hress helgi - frábær vinnuferð á mánudaginn að vígja nýja borinn og glæsileg veisla á eftir, eiginlega bara jafnaðist á við árshátíð... þó svo að við séum að fara til Ljubljana eftir 3 vikur!!! En já, ég var spurð þetta kvöld hvort ég væri lesbía og hvort ég væri nú gyðingur... og til þess að slá af allan vafa... ÉG ER HVORUGT!!! Maður má semsagt ekki mæta einn í vinnuteiti og með stjörnuhálsmen um hálsinn án þess að vera dæmdur bara hægri vinstri!
Jæja, nóg af ruglinu...
p.s. ég held ég hafi ekki notað broskalla í færslu á þessu bloggi lengi lengi lengi... gaman að því, gaman að vera gelgjuleg... gott að halda í barnið í sjálfum sér!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvaaaað?
20.10.2007 | 14:32
Haha... ég sá þetta kaffipróf á blogginu hans Heiðars... haha ég gat ekki einu sinni fengið að vera Café Latte!
"Þú ert svo mikið sem...
Te!
Þú ert greinilega að taka vitlaust próf, þú átt engan veginn heima hér í kaffiprófinu. Verandi te ertu þó traustur einstaklingur sem bregst ekki vinum þótt lífið liggi við.
Þú ert svart te í vel heitu vatni. "
Taktu kaffiprófið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Húsmóðirin í risinu
16.10.2007 | 22:09
Ég hef tekið ástfóstri við Krónuna úti á Granda... fer þangað til að versla núorðið eftir að mamma benti mér á hana. Tapa mér alltaf í ávaxtadeildinni, allt svo ferskt og nýtt!!!
Í dag kom ég við í Europris þarna við hliðina á Krónunni bara upp á djókið... það er svo fyndið að labba gegnum þessa búð! Þú getur keypt þér nærföt, reiðstígvél, mix til að búa til alls konar áfenga drykki, borvél, sjampó og þvottagrind í sömu andrá... og alls konar byggingadót - þetta er svo skondið...
Ég gekk hins vegar út með sleikju, mæliskeið(sem mælir ALLT, hún er ýkt sniðug!!!), ísskeið, einhvers konar töng sem mér fannst tilvalið að kaupa, bursta til að nota í að smyrja form og bökunargrind... já, ég er nefnilega komin með bökunaráráttu... bakaði aðalbláberjamuffins og döðlubrauð í síðustu viku og bjó til Cheerios gúmmelaði í dag... úff, vill einhver koma og borða þetta?
Jæja, það ætti einhver að borga mér fyrir að auglýsa þessar 2 fyrrgreindu verslanir... fátæki námsmaðurinn myndi alveg þiggja það!
p.s. hversu slæmt er nafnið á fyrirtækinu Kok ?
- Nuff said
p.p.s það er skoðanakönnun hérna til vinstri sem mér þætti gaman að fólk tæki þátt í ;)
Bloggar | Breytt 17.10.2007 kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)