Færsluflokkur: Bloggar
Slagsmálahundur
10.4.2008 | 17:11
Ég hef lent í mjög áhugaverðum áflogum síðustu vikurnar.
Þetta byrjaði allt fyrr í vetur þegar ég vaknaði með blóðuga kúlu á höfðinu eftir næturheimsókn á salernið.
Gangstéttarhellan heima hjá Heiðari skaðaði mig þó mest þar sem ég ber enn þess merki á hnénu að hafa skautað eftir hellunni þarna fyrir nokkrum vikum.
Fjórar dósir með bökuðum baunum gerðu heiðarlega tilraun til að brjóta á mér aðra litlu tána í vikunni. Ég náði með naumindum að blása lífi í litla dýrið aftur en er þó blá og marin eftir átökin.
Og svo ég minnist aftur á skápræksnið inni á baði sem ítrekað slær mig í höfuðið... urr hvað er málið?!?!
Mér er í alvöru farið að líða eins og Lötu Grétu þegar húsgögnin gerðu uppreisn gegn henni...
Bloggar | Breytt 12.4.2008 kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
...?
6.4.2008 | 02:04
Hvaða kjánaprik var það sem sagði eftirfarandi við mig þegar ég var að tala um Birkihlíð, litla elsku sumarbústað okkar Miðhúsafjölskyldunnar:
kjáni: "Hey Dagvaktin er tekin upp þarna á hótelinu rétt hjá Brjánslæk!"
ég: "ha... í Flókalundi?"
kjáni: "Já einmitt!"
Ég trúði þessu og þótti þetta svakalega skemmtilegt. Svo les ég fréttir um að hún er tekin upp í Bjarkarlundi... eingöngu um 130 km í burtu frá Brjánslæk. Það er líka skondið hvað fólk misskilur vegalengdirnar þarna á Vestfjörðum... Reykhólar eru heldur ekki rétt hjá Brjánslæk... 145 km í burtu.
Nóg af landafræðikennslu! Ég var næstum búin að gleyma að minnast á að ég vann pening í lottó um daginn. Ég fékk svakalega hátíðlegt bréf inn um lúguna um daginn stílað á mig; "Kæra Kona Rósa Gréta Ívarsdóttir" - Ég hef hins vegar ákveðið því ég á svo mikla peninga fyrir að senda svar til baka og biðja Dr. something something sem sendi á mig bréfið að gefa mína vinninga til góðgerðarmála. Hehe...
Heyrðu, svo er stjörnuspáin mín fyrir 6.apríl dálítið skondin:
Bloggar | Breytt 8.4.2008 kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Allt í plati...
2.4.2008 | 00:46
Ég setti inn eins obvious gabb og ég hélt inn á msn hjá mér í gær... og hélt að fólk myndi sko ekki trúa mér;
"Fór í fyrsta sónar í dag Myndir á blogginu!"
Nema hvað... 221 heimsókn frá hádegi til miðnættis, þar af tæplega 30, bæði á msn og í comment á færsluna hérna fyrir neðan, sem höfðu það hugrekki að viðurkenna að hafa hlaupið 1.apríl!
Hahaha, mér hefur ALDREI tekist að plata fólk áður... I am so amused
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
...msn gabb
1.4.2008 | 13:22
1. apríl!!!
...trúðiru þessu í alvöru?
Svona, viðurkenndu það!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Rosie G. in da house y'all!
31.3.2008 | 00:00
Já ég er hress og töff... það verður ekki tekið af mér! Ég held að Írarnir viti ekki hvað bíður þeirra í haust þegar ég mæti.
Mig langar í svona hatt... Palli, hann er megatöff!
Fyrir utan það að skemmta mér konunglega í gærkvöldi fór ég í eina skemmtilegustu fermingu sem ég hef farið í, í dag. Við fórum m.a. í bingó = hversu mikil snilld er það?!
Það var m.a.s. tekin umferð sem er hálfgert "aulabingó" þar sem allir standa og sá sem er síðastur að fá tölu vinnur... Eiginlega hannað fyrir mig því ég vinn aldrei neitt! Sem er eiginlega alveg satt því ég vann heldur ekki neitt í þetta skiptið!!!
Og já svona by the way...
Jóhanna Ella, við erum að fara að bæta úr þessu "hittingsleysi" og ekki orð um það meir góða! Við eiginlega skemmtum okkur of vel þegar við hittumst að þetta er orðið skammarlegt hvað við hittumst sjaldan!
Guð hvað ég þarf samt greinilega að fara í ljós samkvæmt myndunum... ég er eins og liðið lík! Eða spray-tan haha... hvernig væri að ég fórnaði mér fyrir málstaðinn og prófaði það?
Bloggar | Breytt 1.4.2008 kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ireland, here I come...
26.3.2008 | 13:43
Var að fá staðfestingu á skiptináminu mínu í Griffith College í Dublin í haust
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Já, þú segir það...
18.3.2008 | 23:21
Heyrðu, svona úr einu í annað...
Ég hata fjármálaverkefni, sérstaklega í dag þar sem búálfurinn hérna í íbúðinni hjá mér ákvað að stela vasareikninum mínum.
B.Sc. ritgerðin okkar Jönu er að fæðast, þó svo að fæðingin gangi hægt.
Talandi um fæðingar - Bára mín mun eignast stúlkubarn 25.mars (nei Bára, hún kemur ekki fyrr... ég er alveg sannfærð!) en já 25.mars er bæði afmælisdagur Báru og Jóns = hele familien bara á sama deginum! Ég held að það sé nú bara hagkvæmt, bara ein kökuveisla á ári...
Það er kominn mars, mér finnst ennþá vera 3.janúar.
Ég skutlaði Viggu út á flugvöll í dag... var næstum búin að grípa vegabréfið mitt með mér bara og hoppa til útlanda í smátíma, senda skólanum bara örninn á leiðinni. Ég geymi semsagt vegabréfið á náttborðinu mínu til öryggis, ef ég "þyrfti nauðsynlega" að skreppa erlendis með stuttum fyrirvara. Neinei, veit ekki af hverju, en það hefur bara verið að flækjast þarna í náttborðinu síðan ég kom frá Ljubljana í nóvember.
Ég hef ekki enn fengið svar frá skólanum varðandi Dublin, ég krosslegg bara fingurna.
Hlustið á þennan Ísraela syngja Eurovision lagið okkar síðan í fyrra, merkilegur andskoti...
Bloggar | Breytt 19.3.2008 kl. 02:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Umhugsunarefni
13.3.2008 | 00:03
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Paying attention to detail...
11.3.2008 | 03:03
Jæja, hér eru tvær myndir af heimasíðu Victoria's Secret. Málið er að ég rak augun í afskaplega skrýtna brjóstaskoru á fyrri myndinni... er það bara ég, eða er eitthvað skrýtið við þessa skoru? Er hún svona agalega illa fótósjoppuð?
Nóg um það... sama gella á seinni myndinni og með eðlilegri skoru en það sem ég rak svo augun er það að það sést afskaplega greinilega að stelpan er með dömubindi... eða innlegg eða what so ever...
Merkilegt hvað ég virðist alltaf sjá svona detail þegar ég er að skoða auglýsingar! Og gott ég hef ekkert betra að gera við tímann minn... haha!
(Hægt er að smella á myndirnar til þess að sjá þær stærri)
Já... langaði bara að deila þessum vangaveltum með ykkur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Af sprikli...
27.2.2008 | 01:54
Ég byrjaði í Fit Pilates á síðasta þriðjudag með Hrafnhildi. Mjög áhugaverð leikfimi, alveg hönnuð fyrir konur og tekur á þeim svæðum sem þarf að taka á, allavega hjá mér! Hins vegar held ég, með fullri virðingu fyrir þeim, að í mörgum æfingum fatti litlu 2ja kílóa kennararnir að maður sé ekki alveg að fara að hálfpartinn standa á haus með eingöngu stóran grænbláan bolta til að styðja sig við eða vera í krabbastöðu... verandi kona í plus size! Það róar mig ekki að segja "Þetta er ekkert hættulegt, þið dettið í versta falli á hausinn" - tja... fallþungi minn og að detta á höfuðið... það er ekkert rosalega góð blanda! En þrátt fyrir þessar nokkru erfiðu æfingar þá er þetta mjög gaman :)
Til þess að útskýra þetta betur hef ég ákveðið að láta fylgja með nokkrar myndir af þeim æfingum sem ég hef ekki getað gert hingað til en mun vonandi eftir námskeiðið geta gert án þess að slasa mig alvarlega...
En hins vegar hefur mér tekist þetta:
Umfram allt verður maginn á mér stinnur eins og stálplata og rassinn eins og fínasti fótbolti eftir þetta námskeið... að ég minnist nú ekki á vöðvastælt lærin!
Já bíðið bara...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)