Færsluflokkur: Bloggar
Árshátíðarlúkkið
16.4.2007 | 19:26
Það er ekki leiðinlegt að vera að browsa á myndasíðum hjá fólki og finna bara mynd af sér þar sem maður lítur bara nokkuð vel út! Þetta eru semsagt ég, Soffía og Tinna á árshátíð viðskiptadeildarinnar... heldur betur fínar!
Maður er samt aldrei of gamall eða of fínn til að fara í gamla gelgjuleiki eins og sjúga blása... haha
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
La Linea
13.4.2007 | 16:04
Vá hvað ég brosti breitt þegar ég sá Línuna á skjánum í gærkvöldi. Átti ég að trúa þessu... Skjár 1 bara farinn að taka gamla gullmola í sýningu??
Nei heyrðu - Kaupþings auglýsing - tær snilld! Ég þarf eiginlega að þefa uppi þær manneskjur sem sjá um auglýsingarnar fyrir Kaupþing og kyssa þær/þá á báðar kinnar!
Ég brosi alltaf hringinn þegar ég sé annað hvort Línuna eða Klaufabárðana, einfalt og skemmtilegt... ekki eitthvað bull og rugl eins og Powerpuff Girls eða Diggimon... crap! Bara simple fígúrur sem detta á hausinn eða stíga á hrífu eða eitthvað... ekki með leiser augu og eitthvað rugl!
Það er föstudagurinn þrettándi í dag já, það hlýtur eiginlega að gerast eitthvað gott í dag, annað getur ekki verið. Ég hef fulla trú á því.
Og eins og í fyrri færslum, hef ég tekið upp á því að spyrja í lok hverrar færslu...
p.s. Jana, er du fuld?
Því án gríns, þá held ég að Jana liggi í bleyti þarna úti í Danaveldi hvern einasta dag, þessir Danir sko... Hún kemur allavega vel marineruð heim aftur, ef hún kemur þá heim aftur á annað borð... hvernig var það Jana, ætlarðu að koma "heim"?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eins og vindurinn...
12.4.2007 | 16:38
Nei vitiði... það er ekki ég að leggjast í eymd og volæði - ég tók mig til og er núna sveitt að taka til og þrífa með tónlistina í botni ;) = semsagt gera allt annað en að læra, það er dáldið ég!
p.s. er Jana íðí?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég
12.4.2007 | 13:54
Ég á að vera að læra, en er ekki að gera það = ekkert nýtt
Ég eyddi páskafríinu í almenna afslöppun og svefn þegar ég átti að vera að læra, ég tók ekki einu sinni til = ekkert nýtt
Ég fór hins vegar norður á Akureyri í 2 daga í heimsókn til Báru minnar, slappaði af og sofnaði yfir vidjó annars staðar en heima hjá Báru (já... ég sofnaði, ég var ekki að gera neitt af mér ;)
Ég er að spá í að flytja til útlanda eftir BSc... ég er ekki tilbúin eða nógu þroskuð til að fara út á vinnumarkaðinn í dragt og hælaskóm... og þessi gráða BSc... eða eins og góður vinur minn sagði: "BullShitcrap" - því án gríns, mér finnst ég ekkert vera neitt ofsalega mikið gáfaðri eftir 2 ár í háskóla, ég treysti mér engan veginn í einhverja svaka important vinnu þar sem talað er um fjármál og hagfræði... shh!!!
Jú svo er þetta karlmannsleysi alveg farið að segja til sín öðru hverju...
Hvor er livet fru Stella?!?
Ég ætla að fara í bað, hlusta á rómantíska tónlist og vorkenna sjálfri mér aðeins hvað ég á bágt...
p.s. er Jana full?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
ZzZz...
27.3.2007 | 16:42
Vá hversu oft hefur maður verið svona syfjaður?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þetta er júróvisjónlag...
20.3.2007 | 13:20
Jæja, ágætis helgi að baki... árshátíð Kaupþings stendur algjörlega upp úr, shit!
Maturinn var gjöööðveikur, skemmtiatriðin snilld, umgjörðin og skipulagið magnað... love it! Eins og ég sagði á laugardaginn, það er eiginlega þess virði að vinna hjá þessu fyrirtæki bara til þess að komast á þessa árshátíð!
Söngatriðin voru sko ekki af verri endanum: Eiríkur Hauks, Selma Björns, Stebbi og Eyfi, Páll Óskar, Olsen bræður og ICY hópurinn... þau síðustu stóðu algerlega upp úr að mínu mati!!!
Maturinn... ó boj, eigum við að ræða nautasteikina... eða súkkulaðikökuna?!?
Say no more, við Tinna skemmtum okkur konunglega... þið misstuð af miklu nja nja nja nja!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stella í orlofi.... Rósa í framboði!
17.3.2007 | 00:19
Jæja kids... ég er komin í framboð. HR-ingar unite and vote for me!
http://www.studentafelag.is/kosningar/upplysingafulltruiVidskiptarads.html
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Uppákoma" í Laugum
13.3.2007 | 13:13
(8.mars 2007)
"Gestir í líkamsræktarstöðinni Laugum í Laugardal urðu vitni að óvæntri uppákomu nú fyrir skemmstu, uppákomu sem ekki áttu að vera vitni að.
Fyrir þá sem ekki þekkja til í Laugum þá er líkamsræktarstöðin byggð við sundlaugina í Laugardal og geta gestir brugðið sér milli ræktar og laugar eftir hentugleika.
Hlaupabrettin í Laugum skipta svo tugum og eru á annatíma þétt skipuð. Þau eru staðsett þannig að við blasir sundlaugin en litað gler gerir það að verkum að gestirnir í líkamsræktarstöðinni sjá sundlaugargestina en sundlaugargestirnir sjá ekki gestina á hlaupabrettunum.
Í fyrradag gerðist það svo að par á besta aldri sást rölta í rólegheitunum upp úr sundlauginni og hverfa í skjól, þ.e.a.s. í hvarf við sundlaugina. Parið sat um stund og gáði hvort það sæist frá sundlauginni og hófst svo handa við innileg atlot. Þau atlot enduðu svo með holdlegri sameiningu.
Það sem parið áttaði sig ekki, var að þó þau væru í skjóli frá sundlaugargestum, þá blöstu þau við öllum í líkamsræktarstöðinni.
Segja vitni að atburðinum að talsverð stemmning hafi myndast á hlaupabrettunum við þessa óvæntu uppákomu, meðal annars blístur og húrrahróp.
Parið lauk hins vegar við sitt í rólegheitum án þess að hafa hugmynd um að fjöldi áhorfenda hefði verið að atlotunum."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gamalt og gott
12.3.2007 | 13:50
Ég varð eiginlega bara að setja þessa mynd hérna inn...
Þetta erum við Bára semsagt fyrir jólin 2002 þegar Bára var að útskrifast sem stúdent. Ég var að renna gegnum gamlan póst á hotmail og fann þessa mynd í pósti frá Báru minni. Yfirskriftin var "Við erum svo útreiknanlegar! Alltaf 2 og alltaf eins!" - haha! Þessi mynd er tekin á Sólon, þar vorum við Bára með okkar annað heimili heilan vetur 2002-2003.
Við vorum nokkurn veginn samvaxnar á mjöðm þennan vetur, eftir að hafa deilt rúmi í Kaupmannahöfn í 3 mánuði sumarið þarna á undan.
En já Sólon...held að við höfum hætt að venja komur okkar þangað eftir að Bára fékk flösku í höfuðið eitt kvöldið... já glerflösku!!!
Hehe, elska annars að sjá svona "gamlar" myndir ;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hafið þið einhvern tímann verið í sveit?
7.3.2007 | 14:04
Mamma sendi mér þetta í pósti fyrir löngu síðan, langaði að deila þessu með ykkur þar sem þetta er svo yndislegt!
Uglan
(eftir stúlku í 5.bekk)
Fuglinn sem ég ætla að skrifa um er ugla. Ég veit ekki mikið um uglur þannig að ég ætla skrifa um leðurblöku. Kýrin er spendýr. Hún hefur sex hliðar þ.e. hægri hlið, vinstri hlið efri hlið og neðri hlið. Að aftan hefur hún halann sem burstinn hangir í. Með burstanum fælir hún flugurnar í burtu svo þær komist ekki í mjólkina.
Höfuðið er til þess að hornin geti vaxið og að munnurinn geti verið einhversstaðar. Hornin eru til þess að stanga með en munnurinn til að borða með. Undir kúnni hangir mjólkin. Mjólkin kemur bara og kemur, allveg endalaust. Hvernig kúin gerir þetta hef ég ekki ennþá komist að en húngetur búið til meira og meira.
Kýrnar hafa mjög næmt lyktarskyn og lyktin af þeim finnst mjög langt langt í burtu. Það er skýringin á ferska sveitaloftinu. Karlmannskýr eru kölluð naut. Þau eru ekki spendýr.
Kýrnar borða ekki mikið en það sem þær borða, borða þær tvisvar svo þær fái nóg. Þegar þær eru svangar þá baula þær en þegar þær segja ekki neitt þá er það vegna þess að þær eru pakksaddar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)