Færsluflokkur: Bloggar
Ísland... gotta love it!
21.5.2007 | 15:31
Allt í lagi - fyrir svona 3 mínútum síðan var mjög skrýtið veður í gangi... blankalogn og brakandi sólskin... og haglél!!! Það gjörsamlega barði gluggana hérna hjá mér!
Svona er Ísland í dag...
p.s. ég óskaði þess í síðustu viku að það færi að snjóa meðan ég lærði fyrir próf... ehemm
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sko, alveg eins og í bíómyndinni...
18.5.2007 | 20:46
... hann var bara að leita að mér - litli anginn
![]() |
Górilla dró konu með sér gegnum veitingahús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.5.2007 kl. 03:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég var næstum farin...
18.5.2007 | 17:05
til Rotterdam í næstu viku með námskeiði í skólanum...
Ég hef nú haft það orð á mér að fíla "vel hærð karldýr" hingað til ef svo má segja... hehe einstaklega smekklega orðað hjá mér - ég veit!
Ef ég hefði farið út, hefði þá ekki verið möguleiki að heimsóknin endaði í svona King Kong ástarsögu... ? Ég hefði bara þurft að redda mér hvítum kjól og setja stórar Hollywood krullur í hárið, rauða varalitinn á ég!
Nei maður spyr sig...
![]() |
Górilla slapp úr dýragarði í Rotterdam |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.5.2007 kl. 03:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hehe konur...
17.5.2007 | 22:23
Tja... þetta kemur mér lítið á óvart...
Konur uppgötvuðu að þær gætu fengið útrás við að versla heima hjá sér á netinu, án þess að þurfa að skella á sig andliti, taka sig til og fara út úr húsi...
Svo eru konur líka svo hnýsnar um hvernig aðrir lifa lífinu og lesa frekar blogg og slúður á netinu en karlmenn...
Karlmenn vilja frekar einhvern hraða og spennu og spila frekar tölvuleiki en að browsa á netinu...
Er ég nokkuð að bulla?
![]() |
Konur meira áberandi á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
*Hrmpf...*
15.5.2007 | 16:27
Fyrsta mál á dagskrá...
Ég er að verða ljóshærð aftur. Ég var farin að þrá ljósu lokkana mína aftur og er það allt í vinnslu ;) - Guðrún frænka byrjaði að lýsa mig fyrir helgi og er þetta allt á góðri leið ;) Looking fabulous!
Númer tvö...
Ég er að fara í tvö próf í næstu viku og hitta þau á dagana 22. og 26.maí, bæði kl.9-12 og er það gott og blessað... NEMA ég á afmæli 25.maí og það er föstudagur, svo það lítur allt út fyrir það að ég eigi eftir að sitja heima að læra allan afmælisdaginn minn EINS og í fyrra... og ég ætla rétt að vona að það verði vont veður!!! Annars verð ég líklega heima hjá mömmu og pabba að læra eða hérna heima og eru samúðarkort ekki afþökkuð!
Síðast en ekki síst...
Hvaða karlmaður er reiðubúinn til að þrífa bílinn minn? Jafnvel bóna hann... og hérna... fara með hann í viðgerð og láta laga pústið...
Svona, rólegir... skráið ykkur bara á biðlista hérna í athugasemdunum fyrir neðan... og já þið megið alveg vera berir að ofan ef þið endilega viljið meðan þið bónið bílinn.... djííísös, frekjan ;)
Jæja nóg í bili, ég þarf að ööö ... læra
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Elsku Köben...
10.5.2007 | 01:15
Ég hef alltaf sagt að ég ætli að búa í Kaupmannahöfn síðan ég var þar eitt sumar með Báru minni.
Nú síðast í kvöld sá ég mig alveg í anda... í kósý íbúð á 3.hæð í dönsku gömlu húsi með stórum opnanlegum gluggum og ólökkuðum viðargólfum.
Ég sé mig sitja úti í glugga, horfandi á mannlífið á götunni fyrir neðan, berfætt með risastóran kaffibolla (þá verð ég byrjuð að drekka kaffi sko) og hundinn minn á gólfinu fyrir framan mig... hlustandi á Ettu James, Percy Sledge, Sam Cooke, The Righteous Brothers og fleiri góða í Bang og Olufsen græjunum (þýðir ekkert annað) ...
Ég m.a.s. hlóð inn nokkrum góðum lögum í spilarann hérna til vinstri á síðunni bara upp á fílinginn... njótið vel! Og finnst mér einmitt að lagið At Last með Ettu James sé alveg lag kvöldsins... svona rómantískt gamalt "feel good" dívulag...
En nota bene, þessi draumur um Köben er sko alveg í nánustu framtíð og ég býst við að fólk komi og heimsæki mig takk! Og ef Mr. Right er þarna úti og vill flytja með mér þá er honum það guðvelkomið!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hahaha...
9.5.2007 | 19:51
Snilld... "Hringt í tré"
Hehe ég var farin að sjá fyrir mér alls konar hluti áður en ég opnaði fréttina! Átti alveg von á að þetta tengdist fréttinni um hverinn sem spratt allt í einu upp úr bílastæðinu hér í borginni og trénu sem ákvað að vaxa gegnum bílinn... eitthvað artífartí fancy pancy dæmi...
sniðug fyrirsögn, algjörlega
p.s. er ég sú eina sem er ekki alveg að fíla það að Eiki Hauks blikkar mig þegar ég er að skoða mbl.is?
![]() |
Hringt í tré |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"The oldest swingers: sex games of Stone Age exposed"
30.4.2007 | 11:18
Æ mér finnst þetta alveg ótrúlega skemmtilegt... hvernig ætli ítarleg skýrsla um þessa rannsókn sé? Ætli það séu skýringamyndir? hehe...
"Practices ranging from bondage to group sex, transvestism and the use of sex toys were widespread in primitive societies as a way of building up cultural ties. " - (Úr fréttinni frá The Times)
Ég var samt að velta fyrir mér - hvers konar fatnaði voru klæðskiptingar í á þessum tíma, voru þeir þá ekki í lendaskýlu heldar leðurbikiní eða hvað... ? Og bíddu "as a way of building cultural ties" - fór fólk semsagt frekar í group sex og lék sér með kynlífsleikföng á þessum tíma í stað þess að halda kaffiboð á sunnudögum? haha... æ þetta er yndislegt!
Nei maður spyr sig...
![]() |
Steinaldarmenn lifðu fjörugu kynlífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég segi það líka...
17.4.2007 | 22:50
... hvað var svona merkilegt í þessum poka sem hrakti grey konuna á haus ofan í þessa blessuðu gjótu?
![]() |
Konu kippt upp úr gjótu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hættu nú alveg...
17.4.2007 | 22:06
Maður hefur heyrt um að stinga höfðinu í sandinn en að stinga höfðinu í gjótu... það er dálítið annað mál!
Ég vil vita hvað grey konunni gekk til með þessu... !?!
![]() |
Kona föst í gjótu í brimgarðinum við Ánanaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)