Færsluflokkur: Bloggar
Kl. 03:25
1.3.2007 | 03:31
Ég stóð mig að því að liggja uppi í rúmi með tölvuna just now að skoða heimasíðu Hagstofunnar. Bara að velta fyrir mér fólksfjölda, atvinnuleysi milli ára, nafngiftum landans og allt þar fram eftir götunum... og jafnframt því að reikna í Excel svona hinar ýmsustu formúlur og spekúlasjónir út frá þessum tölum... og dást að því hversu skýrt þetta er sett fram og hversu aðgengilegar þessar tölur eru.
Það er greinilegt að ég er á réttri hillu að vera í viðskiptafræðinni fyrst það er þetta sem ég er að gera um miðja nótt og hef virkilega gaman af!
Einhver ætti að koma og slá mig utan undir...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Svona fullorðins...
21.2.2007 | 22:38
Ég var að koma heim úr vinnunni, fyrsta kvöldið mitt og vitiði hvað, það gekk bara þrusuvel! Ég er að finna sölumanninn í sjálfri mér allt í einu... fæ þvílíkt rush við þetta ;) - Það gekk þó engan veginn eins og í sögu að komast í vinnuna skal ég segja ykkur. Ónei... ég ákvað að fara nú snemma af stað til þess að ná að taka bensín hérna út á Hjarðarhaga áður en ég rúllaði niður í vinnu.
Heyrðu, haldiði að ég hafi ekki gleymt visakortinu heima og gat því ekki borgað... hringdi í Tinnu í stresskasti og bað hana um að lána mér, heyrðu það gekk ekki betur en það að síminn dó í miðju símtali for no reason og kveikti ekki á sér! Heyrðu jæja, þarna var klukkan orðin 17:25 og ég að verða of sein í vinnuna, stíflaði afgreiðsluna á bensínstöðinni og með enga peninga...ok allt er þegar þrennt er en þetta reddaðist nú að lokum því afgreiðslustelpan á sama afmælisdag og ég og leyfði mér að nota kortanúmer gegnum síma því hún vorkenndi mér svo... fjúkkit!
Heyrðu já ég er semsagt orðin sölu- og markaðsfulltrúi hjá Kaupþingi banka - geggjað fullorðin... farin að vinna hjá banka! Og heyrðu... fyndin tilviljun, fyrsta manneskjan sem hringt er í meðan ég er að hlusta í vinnunni á LÍKA afmæli sama dag og ég... POTTÞÉTT ekki tilviljun... it's the greatest day of the year you see!
Og heyrðu, annað... ég merkti bjölluna hjá mér í gær. Ég er semsagt ekki lengur "Æ þarna... ómerkta bjallan á hurðinni vinstra megin!" - nei núna með merkta bjöllu... ýkt fullorðins sko! Nú get ég farið að fá ruslpóst stílaðan á mig - VÓ en heppin!
Uppáhaldssíðan mín á netinu þessa dagana er heimasíða Þorsteins Guðmundssonar
"Heyrðu" er uppáhaldsorð þessarar færslu... takk fyrir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"I'm going out for a bite to drink..."
17.2.2007 | 14:12
Ég klæði mig semsagt ekki upp svona bara að gamni mínu, fannst ég þurfa að hafa það á hreinu ;)... væri samt skemmtilegt að hafa svona þemadag einu sinni í viku og vera alltaf vampíra á föstudögum?




Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eru konur líka menn?
14.2.2007 | 01:55
Tja... í þessu tilfelli er ég ekki viss! Þær líta eingöngu út eins og hópur af klæðskiptingum í mínum augum!
Það verður fyndið þegar það kemur í ljós að eitthvað af þeim eru karlmenn með typpið teipað á milli lappanna... svona jafn fyndið og þegar Britney Spears sagðist í raun og veru ekki vera hrein mey... semsagt DÖH, kemur á óvart!!!!
Jæja, ég er nú ekki týpan sem bloggar um celebin svona reglulega en þessi mynd var bara alveg of góð/slæm til að sleppa því að blogga aðeins um hana...
Ég er annars að fara í grímubúningaafmæli á föstudaginn hjá Eyrúnu, spurning um að klæða sig upp eins og eitthvað fyndið celeb... eða nota bara gamla góða jarðarberið með grænu spandexhettunni sem ég dimmiteraði í...?
Já maður spyr sig...
Bloggar | Breytt 21.2.2007 kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Of fyndið
9.2.2007 | 15:16
Ok, ef einhver hefur séð South Park þegar Cartman sá rassafólkið og gat ekki hlegið því það var of fyndið... mér líður þannig núna eftir að hafa séð þessa færslu hjá Silju...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bíddu... heh?
7.2.2007 | 01:22
Ég er svo spennt, ég á ekki orð yfir þetta... ég sit í stofunni... heima hjá mér... NETTENGD!!! It's way too sweet!!!
Og ég er komin með heimasíma, geggjað fullorðins... takk fyrir Elísabet! Og hey, ég varð að hella upp á kaffi þegar ég kom heim í kvöld. Þó svo að ég hafi ekki drukkið það þá ilmar eldhúsið hjá mér af kaffi - þvílíkt heimilislegt...!
Jæja, ætla að gera eitthvað nettengt... svona nettengd ;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
HOW TO BATH A CAT
24.1.2007 | 23:05
Ha ha ha... ég varð að setja þetta hérna inn sem pabbi sendi mér í pósti í gær.
"Toilet Cleaning Instructions":
1. Put both lids of the toilet up and add 1/8 cup of pet shampoo to the water in the bowl.
2. Pick up the cat and soothe him while you carry him towards the bathroom.
3. In one smooth movement, put the cat in the toilet and close both lids. You may need to stand on the lid.
4. The cat will self agitate and make ample suds. Never mind the noises that come from the toilet, the cat is actually enjoying this.
5. Flush the toilet three or four times. This provides a "power-wash" and "rinse".
6. Have someone open the front door of your home. Be sure that there are no people between the bathroom and the front door.
7. Stand behind the toilet as far as you can, and quickly lift both lids.
8. The cat will rocket out of the toilet, streak through the bathroom, and run outside where he will dry himself off.
9. Both the commode and the cat will be sparkling clean.
Sincerely, STILL......
The Dog
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
The Patriot
23.1.2007 | 11:13

Ég horfði svo á Ísland - Frakkland í gær heima í Grafarvogi. Það var spennandi, ég verð að viðurkenna það! Það er samt alveg á kristaltæru að ég er ramm-gagnkynhneigð single kona þar sem ég hugsaði eingöngu um það hversu kynæsandi þessir karlmenn væru, og þá er ég sérstaklega að tala um Sigfús Sig... en nóg um það!
Ég var sökuð um það á sunnudaginn að vera ekki nógu mikill patriot því mér fannst ekki spennandi að horfa á Ísland - Úkraína... en málið er það, að ég er patriot! Ég er hrikaleg þjóðremba -"Ísland, bezt í heimi" - ö... það er ég! Ég þarf bara að vera í mjög sérstöku skapi til að fá mig til að setjast niður og horfa á fullorðna menn í boltaleik!
Og ef við viljum tala um boltaíþróttir þá þekki ég m.a.s. einn handboltamann eða tvo... bæði fyrrum leikmann landsliðs og núverandi leikmann... einhvers liðs öss! OG að ég minnist nú ekki á hann Lárus bróðir og liðið hans í Fjölni, þeir stefna hátt... og eru skuggalega góðir í körfu miðað við aldur! Mér finnst handbolti og körfubolti töff íþróttir... en ekki fótbolti, þá erum við orðin of boring fyrir minn smekk! Allt í lagi, hvað er fótboltaleikur langur? Klukkutími? Einn og hálfur? Neeeei... ekki tveir?!? COMMON, fyrir utan það að horfa á þessa karlmenn hlaupa fram og aftur, marga kílómetra, með stælta og stinna rassa og læri , þá gerist stundum EKKERT í þessum leikjum... "Jafntefli núll-núll!" - HVAÐ er spennandi við það... ha?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fresh & fine... með málningu í hárinu!
19.1.2007 | 17:26
Jæja þá í þetta sinn...
Þá er ég komin hingað!
Undanfarnar 2 vikur hef ég verið á haus og á kafi í málningarvinnu í íbúðinni minni sem ég er um þessar mundir að koma mér fyrir í. Nei, ég var ekki að kaupa heldur er ég að fara að leigja... bara til að klára þær fyrirspurnir! Frá og með helginni verð ég íbúi í kósý risíbúð í 107 Reykjavík og mun vonandi líka það mjög vel! Ég held samt að ég eigi eftir að vera heimalingur hérna í Miðhúsunum... ég sakna familíunnar bara strax!
Tinna hefur verið mín hægri hönd í þessu stússi og erum við búnar að grínast með það að hún þurfi bráðum að skila inn skattkorti til mín! ...allavega skulda ég henni mörg skot, jafnvel heilu flöskurnar!Það er ekkert búið að vera neitt grín að taka íbúðina í gegn sko... sé eiginlega eftir því að hafa ekki tekið fyrir og eftir myndir - damn it...
...en en dæmi um það sem þurfti að laga (fyrir utan það að þrífa og þrífa og þrífa... eeew) eru: bleikir dyrakarmar, bláar eldhúshurðir með æpandi appelsínugulum bakhliðum, bláar og bleikar flísar fyrir ofan vaskinn, stórfurðulegt klósett fyrirkomulag, sem er nú orðið fancy as hell vegna snilldar pabba míns! Baðherbergið er svooo lítið.. og undir súð... og eiginlega minnsta herbergi sem ég hef komið inn í, venjulegt klósett nær veggjanna á milli þarna inni, og þess vegna er mitt klósett eilítið á ská, sem er bara fyndið og skemmtilegt. Spurningin var að skella bara inn eins og einu risaklósetti þarna inn, og spyrja bara alla sem kæmu í heimsókn til mín hvort þeir kynnu ekki örugglega að stíga á bak á hesti... því þannig þyrfti að setjast á klósettið! Það liggur við að þetta sé skápur... en talandi um skápa, mér tókst að læsa mig inni í forstofuskápnum mínum eitt kvöldið þarna, en sem betur fer var Tinna á svæðinu og hleypti mér út... Er ekki frekar slæmt að ég festist inni í skápum á mínu eigin heimili?
...ég hef annars lítið breyst síðan á síðasta ári held ég... en ef svo er, þá held ég að það hafi bara verið til góðs!
Heyrumst,
Rósa - "not a girl, not yet a woman!" (eins og hún vinkona mín Britney sagði forðum)
Bloggar | Breytt 22.10.2007 kl. 02:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)