Oh, the Danes...
29.5.2007 | 03:49
Þar sem Stravinskí var nú ekki mikið fyrir augað ætla ég að vona að þeir geri Mads ekki neitt afskaplega ófrýnilegan í þessari mynd!
Maðurinn er eiginlega hreint út sagt ótrúlega heillandi og magnaður leikari... held ég komi til með að sjá þessa mynd bara út af honum!
Ég bara varð að blogga um þessa frétt þar sem ég var að browsa á Google í kvöld og af einskærri tilviljun fór ég að lesa eitthvað danskt slúður og las heilmikið um Mikkelsen... finnst hann bara frábær.
Erum við að tala um alveg pointless færslu eða hvað?
Mads Mikkelsen leikur Stravinskí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég á afmæli í dag...
25.5.2007 | 00:25
ég á afmæli í dag...
ég á aaaafmæli í daaaaag...
ég á afmæli í dag!
Ég er tuttuguogfjögurra ára í dag
(o.s.frv. ...nenni ekki að skrifa meir)
Jei...
Gúddnæt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ísland... gotta love it!
21.5.2007 | 15:31
Allt í lagi - fyrir svona 3 mínútum síðan var mjög skrýtið veður í gangi... blankalogn og brakandi sólskin... og haglél!!! Það gjörsamlega barði gluggana hérna hjá mér!
Svona er Ísland í dag...
p.s. ég óskaði þess í síðustu viku að það færi að snjóa meðan ég lærði fyrir próf... ehemm
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sko, alveg eins og í bíómyndinni...
18.5.2007 | 20:46
... hann var bara að leita að mér - litli anginn
Górilla dró konu með sér gegnum veitingahús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.5.2007 kl. 03:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég var næstum farin...
18.5.2007 | 17:05
til Rotterdam í næstu viku með námskeiði í skólanum...
Ég hef nú haft það orð á mér að fíla "vel hærð karldýr" hingað til ef svo má segja... hehe einstaklega smekklega orðað hjá mér - ég veit!
Ef ég hefði farið út, hefði þá ekki verið möguleiki að heimsóknin endaði í svona King Kong ástarsögu... ? Ég hefði bara þurft að redda mér hvítum kjól og setja stórar Hollywood krullur í hárið, rauða varalitinn á ég!
Nei maður spyr sig...
Górilla slapp úr dýragarði í Rotterdam | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.5.2007 kl. 03:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hehe konur...
17.5.2007 | 22:23
Tja... þetta kemur mér lítið á óvart...
Konur uppgötvuðu að þær gætu fengið útrás við að versla heima hjá sér á netinu, án þess að þurfa að skella á sig andliti, taka sig til og fara út úr húsi...
Svo eru konur líka svo hnýsnar um hvernig aðrir lifa lífinu og lesa frekar blogg og slúður á netinu en karlmenn...
Karlmenn vilja frekar einhvern hraða og spennu og spila frekar tölvuleiki en að browsa á netinu...
Er ég nokkuð að bulla?
Konur meira áberandi á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
*Hrmpf...*
15.5.2007 | 16:27
Fyrsta mál á dagskrá...
Ég er að verða ljóshærð aftur. Ég var farin að þrá ljósu lokkana mína aftur og er það allt í vinnslu ;) - Guðrún frænka byrjaði að lýsa mig fyrir helgi og er þetta allt á góðri leið ;) Looking fabulous!
Númer tvö...
Ég er að fara í tvö próf í næstu viku og hitta þau á dagana 22. og 26.maí, bæði kl.9-12 og er það gott og blessað... NEMA ég á afmæli 25.maí og það er föstudagur, svo það lítur allt út fyrir það að ég eigi eftir að sitja heima að læra allan afmælisdaginn minn EINS og í fyrra... og ég ætla rétt að vona að það verði vont veður!!! Annars verð ég líklega heima hjá mömmu og pabba að læra eða hérna heima og eru samúðarkort ekki afþökkuð!
Síðast en ekki síst...
Hvaða karlmaður er reiðubúinn til að þrífa bílinn minn? Jafnvel bóna hann... og hérna... fara með hann í viðgerð og láta laga pústið...
Svona, rólegir... skráið ykkur bara á biðlista hérna í athugasemdunum fyrir neðan... og já þið megið alveg vera berir að ofan ef þið endilega viljið meðan þið bónið bílinn.... djííísös, frekjan ;)
Jæja nóg í bili, ég þarf að ööö ... læra
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)