Rósa og randaflugan...
13.7.2007 | 16:47
Ég á við það hvimleiða vandamál að stríða að vera dauðhrædd við randaflugur, býflugur, hunangsflugur... já allt sem er lítið, röndótt, loðið, suðar og getur flogið í þokkabót!
Ég vaknaði semsagt í gærmorgun við það að feiknastór randafluga var að sveima yfir rúminu mínu. Atburðarásin var þessi:
07:45 - Vekjarinn á símanum mínum fer í gang, voða ljúft lag og ég stilli vekjarann á 08:15 (já, ég geri þetta viljandi til að geta sofið aðeins lengur)
07:50 - Óþægilegt suð smýgur inn í draumalandið hjá mér sem veldur því að ég galopna augun og sé móta fyrir suðandi fyrirbæri að þvælast yfir rúminu mínu. Ég geri mér strax grein fyrir því að þetta er randafluga, dreg sængina upp fyrir haus og held niðri í mér andanum í von um að hún fari. Þarna lá ég, örugglega í svona 10 mínútur með dúndrandi hjartslátt og flökurt af hræðslu meðan ég heyrði hana suða og hlunkast eitthvað þarna um svefnherbergið. Ég íhugaði að teygja mig í símann til að senda SOS sms á einhvern til að bjarga mér úr prísundinni en var of skíthrædd til þess. Ég var sannfærð um það að ef ég færi að teygja mig eitthvað undan sænginni, þá myndi hún koma og stinga mig.
08:05 - Ég ákveð að teygja mig í símann og gleraugun og læðist fram úr rúminu og inn á baðherbergi þegar ég hætti að heyra í henni. Ég lokaði hurðinni inni á baði þegar ég var búin að ganga úr skugga um að randaflugan væri ekki þarna inni. Það er svo skrýtið þegar maður er svona skelfingu lostinn, það er eins og öll skilningarvit aukist til muna... mér finnst alltaf eins og ég sé með ofurheyrn þegar ég lendi í þessum aðstæðum! Allavega... ég fer í bað og þar sem baðherbergið mitt er hálfgert sýnishorn fyllist allt af gufu því ég var sko engan veginn að fara að opna glugga til að hleypa fleiri suðandi djöflum þarna inn!
08:15 - Skutlaðist í föt á ljóshraða, setti m.a.s. á mig make-up og gerði mig líklega til að blása á mér hárið. Það gekk mjög hratt fyrir sig, fyrir utan örstutt stopp öðru hverju til að gá hvort röndótti djöfullinn væri nokkuð að gera sig líklegan til að ráðast á mig.
08:45 - Komin út í bíl og brunaði í vinnuna með gæsahúð...
Ég sá röndóttu morðfluguna ekkert aftur þann daginn svo ég fór að hugsa hvort ég hafi ímyndað mér hana, eða dreymt hana... í alvörunni... ef svo er, þá er það ekkert slæmt, því í draumaráðningabók stendur:
"Ef randafluga flýgur í átt til þín boðar það hagsæld"
Allavega... ef einhver vogar sér að segja einu sinni í viðbót við mig "bla bla blu blu hún gerir þér ekki neitt muuu " þá gef ég viðkomandi rækilega á lúðurinn... það þýðir ekkert að segja þetta við mig, það er ekki eins og hræðslan hverfi bara eins og dögg fyrir sólu allt í einu...
"Ahh já einmitt, hún gerir ekki neitt, ok best að vera ekki hrædd... trallala!"
No, not gonna happen... no not really
En jæja, ég ætla að láta þetta duga í bili, ætla að skella mér norður í Kjarnaskóg um helgina með mömmu, pabba og Lárusi bróður... það var svo geggjað gaman hjá okkur fyrir vestan í Birkihlíð fyrstu helgina í júlí að ég get eiginlega ekki beðið eftir því að fara norður!
Ætli það sé ekki vísbending um það að ég sé að verða fullorðin... að mér finnist gaman í ferðalögum með mömmu og pabba? Það var klárlega mest hallærislegt þegar ég var unglingur!
En já, nuff said...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ís í boxi eða Rósa í boxi?
26.6.2007 | 13:11
Þið sem vitið hvað ég vinn við og vinnið kannski svipaða bókhaldsvinnu, ykkur finnst þessi stjörnuspá mín í dag kannski dáldið skondið... þið hin skiljið þennan aulahúmor örugglega ekki ;)
Annars er allt gott að frétta af mér, ég er bara að vinna hjá Jarðborunum og er ótrúlega sátt þar.
Pabbi og mamma voru svo sæt að koma með fallega hjólið mitt vestur í bæ á laugardaginn og ég hjólaði út í Nauthólsvík í fyrsta skipti í sólinni þann daginn... það var æði, alveg með ljósu lokkana fljótandi í vindinum og svona, svei mér þá ef ég fékk ekki nokkrar freknur í kinnarnar :) Mig vantaði samt alveg blómin og baguette brauðið í körfuna og sumarkjólinn... redda því eftir mánaðarmót hehe!
Annars hlakka ég dáldið til í ágúst sko! NY beware...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hmm...
13.6.2007 | 16:43
Það gæti eitthvað verið til í þessu!
Feður geta haft áhrif á makaval kvenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 14.6.2007 kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Gull og glimmer
3.6.2007 | 21:54
Mig langaði bara að þakka öllum fyrir komuna í gær, þetta var ótrúlega skemmtilegt!
Ég ætlaði að vera þvílíkt dugleg að taka myndir en einhvern veginn gleymdist myndavélin bara! Það eru þrátt fyrir það nokkrar myndir í myndaalbúminu hérna á blogginu og það er hægt að commenta á þær allar ;)
Þetta var fyrsta en sko aldeilis ekki síðasta partý sem haldið verður hérna í risíbúðinni og næst lofa ég að það verður ekki svona heitt... ;) Kannski var það samt ekkert skrýtið þar sem það voru þegar mest var 20 manns í íbúðinni og allir inni í stofu!
Endilega látið mig bara vita þegar fólk er farið að þyrsta í gleði og guðaveigar, þá skal ég halda annað partý - ekki málið!
Kveðja,
Rósa Gréta partýljón
P.s. hérna er smá video sem ég tók á laugardagskvöldið af Magga og Palla inni í eldhúsi að tapa sér í gleðinni með Bonnie Tyler ;)
Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hahaha...
31.5.2007 | 22:51
+15°C / 59°F
Þetta er eins heitt og það verður á Íslandi svo það er gott að byrja hér.
Fólk á Spáni er í vetrarúlpum og vettlingum.
Íslendingarnir eru úti í sólinni að worka tanið
+10°C / 50°F
Frakkar fara að huga að "central heating" í húsum sínum.
Íslendingar fara út til að setja niður blóm og slá garðinn.
+5°C / 41°F
Ítalskir bílar fara ekki í gang.
Íslendingar krúsa um á blæjubílum.
0°C / 32°F
Vötn frjósa.
Hvítá verður örlítið rólegri en vanalega.
-5°C / 23°F
Fólk í Kaliforníu frýs næstum í hel.
Íslendingar grilla svona í síðasta skipti því það er komið haust.
-10°C / 14°F
Bretar byrja að kynda húsin sín.
Íslendingar skipta úr stuttermabolum í síðerma.
-20°C / -4°F
Ástralir flýja frá Mæjorka.
Íslendingar nota hvert tækifæri til að fara í útilegu áður en veturinn kemur.
-30°C / -22°F
Grikkir deyja úr kulda og hverfa af yfirborði jarðar.
Íslendingar hætta að hengja þvott út á snúru.
-40°C / -40°F
París er næstum mannlaus í kuldanum.
Íslendingar standa í biðröð á Bæjarins bestu til að fá sér pylsu og kók!
-50°C / -58°F
Ísbirnir flýja af Norðurpólnum.
Íslendingar setja nagladekk undir bílana sína.
-60°C / -76°F
Mývatn frýs.
Íslendingarnir halda sig innandyra og horfa á video.
-70°C / -94°F
Jólasveinninn flytur suður á bóginn
Íslensku jólasveinarnir eru hressir því þeir geta geymt brennivínið sitt úti í snjónum.
-183°C / -297.4°F
Örverur í mat lifa ekki við þetta hitastig.
Íslenskar kýr kvarta undan köldum höndum bændanna.
-273°C / -459.4°F
Atóm hætta að hreyfast.
Íslendingar byrja að segja "það er dálítið napurt úti í dag!".
-300°C / -508°F
Það frýs í helvíti.
Ísland vinnur Eurovision!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Louisa... takk takk takk takk takk!!!
31.5.2007 | 22:19
Heyrðu, eigum við að ræða það hvað póstkortið þitt gladdi mitt litla þreytta hjarta þegar ég kom heim í kvöld eftir 13 tíma vinnudag???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Djöfuls... maður er aldrei óhultur!!!
30.5.2007 | 03:53
Ok, ég er búin að vera að pirra mig á nettengingunni minni í dag, finnst hún svo hæg. HVAÐ ef einhver er bara búinn að brjótast inn á tenginguna hjá mér og er að downloada kiddy porn?
Mér finnst þetta creepy... og vil ekki að löggan fari að banka upp á hjá mér því einhver bölvaður perri hefur brotist inn á tenginguna mína...
http://visir.is/article/20070525/FRETTIR05/105250129
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)