Elsku Köben...

Ég hef alltaf sagt að ég ætli að búa í Kaupmannahöfn síðan ég var þar eitt sumar með Báru minni.

Nú síðast í kvöld sá ég mig alveg í anda... í kósý íbúð á 3.hæð í dönsku gömlu húsi með stórum opnanlegum gluggum og ólökkuðum viðargólfum.

Ég sé mig sitja úti í glugga, horfandi á mannlífið á götunni fyrir neðan, berfætt með risastóran kaffibolla (þá verð ég byrjuð að drekka kaffi sko) og hundinn minn á gólfinu fyrir framan mig... hlustandi á Ettu James, Percy Sledge, Sam Cooke, The Righteous Brothers og fleiri góða í Bang og Olufsen græjunum (þýðir ekkert annað) ...

Ég m.a.s. hlóð inn nokkrum góðum lögum í spilarann hérna til vinstri á síðunni bara upp á fílinginn... njótið vel! Og finnst mér einmitt að lagið At Last með Ettu James sé alveg lag kvöldsins... svona rómantískt gamalt "feel good" dívulag...

En nota bene, þessi draumur um Köben er sko alveg í nánustu framtíð og ég býst við að fólk komi og heimsæki mig takk! Og ef Mr. Right er þarna úti og vill flytja með mér þá er honum það guðvelkomið!


Hahaha...

Snilld... "Hringt í tré"

Hehe ég var farin að sjá fyrir mér alls konar hluti áður en ég opnaði fréttina! Átti alveg von á að þetta tengdist fréttinni um hverinn sem spratt allt í einu upp úr bílastæðinu hér í borginni og trénu sem ákvað að vaxa gegnum bílinn... eitthvað artífartí fancy pancy dæmi...

 sniðug fyrirsögn, algjörlega

 

p.s. er ég sú eina sem er ekki alveg að fíla það að Eiki Hauks blikkar mig þegar ég er að skoða mbl.is?


mbl.is Hringt í tré
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"The oldest swingers: sex games of Stone Age exposed"

Æ mér finnst þetta alveg ótrúlega skemmtilegt... hvernig ætli ítarleg skýrsla um þessa rannsókn sé? Ætli það séu skýringamyndir? hehe... 

"Practices ranging from bondage to group sex, transvestism and the use of sex toys were widespread in primitive societies as a way of building up cultural ties. " - (Úr fréttinni frá The Times)

Ég var samt að velta fyrir mér - hvers konar fatnaði voru klæðskiptingar í á þessum tíma, voru þeir þá ekki í lendaskýlu heldar leðurbikiní eða hvað... ? Og bíddu "as a way of building cultural ties" - fór fólk semsagt frekar í group sex og lék sér með kynlífsleikföng á þessum tíma í stað þess að halda kaffiboð á sunnudögum? haha... æ þetta er yndislegt!

Nei maður spyr sig...


mbl.is Steinaldarmenn lifðu fjörugu kynlífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég segi það líka...

... hvað var svona merkilegt í þessum poka sem hrakti grey konuna á haus ofan í þessa blessuðu gjótu?


mbl.is Konu kippt upp úr gjótu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættu nú alveg...

Maður hefur heyrt um að stinga höfðinu í sandinn en að stinga höfðinu í gjótu... það er dálítið annað mál!

 Ég vil vita hvað grey konunni gekk til með þessu... !?!
mbl.is Kona föst í gjótu í brimgarðinum við Ánanaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árshátíðarlúkkið

Það er ekki leiðinlegt að vera að browsa á myndasíðum hjá fólki og finna bara mynd af sér þar sem maður lítur bara nokkuð vel út! Þetta eru semsagt ég, Soffía og Tinna á árshátíð viðskiptadeildarinnar... heldur betur fínar!

rosasoffiatinna

Maður er samt aldrei of gamall eða of fínn til að fara í gamla gelgjuleiki eins og sjúga blása... haha

 sjúgablása2 sjúgablásasjúgablása3 sjúgablása4  sjúgablása5 sjúgablása6


La Linea

LineaVá hvað ég brosti breitt þegar ég sá Línuna á skjánum í gærkvöldi. Átti ég að trúa þessu... Skjár 1 bara farinn að taka gamla gullmola í sýningu?? 

Nei heyrðu - Kaupþings auglýsing - tær snilld! Ég þarf eiginlega að þefa uppi þær manneskjur sem sjá um auglýsingarnar fyrir Kaupþing og kyssa þær/þá á báðar kinnar!

Ég brosi alltaf hringinn þegar ég sé annað hvort Línuna eða Klaufabárðana, einfalt og skemmtilegt... ekki eitthvað bull og rugl eins og Powerpuff Girls eða Diggimon... crap! Bara simple fígúrur sem detta á hausinn eða stíga á hrífu eða eitthvað... ekki með leiser augu og eitthvað rugl!

Það er föstudagurinn þrettándi í dag já, það hlýtur eiginlega að gerast eitthvað gott í dag, annað getur ekki verið. Ég hef fulla trú á því.

Og eins og í fyrri færslum, hef ég tekið upp á því að spyrja í lok hverrar færslu...

p.s. Jana, er du fuld?

Því án gríns, þá held ég að Jana liggi í bleyti þarna úti í Danaveldi hvern einasta dag, þessir Danir sko... Hún kemur allavega vel marineruð heim aftur, ef hún kemur þá heim aftur á annað borð... hvernig var það Jana, ætlarðu að koma "heim"?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband