Draumadjobbið?
13.9.2007 | 19:19
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ástin og lífið...
3.9.2007 | 09:41
Jæja... kominn september!
Ég og Tinna snérum frá New York heilar á húfi og hoppandi kátar með ferðina. Ég mun skrifa um ferðina síðar þegar ég gef mér tíma í að sortera myndir til að setja inn á netið. Jeminn ég tapaði mér aðeins í gleðinni með nýju ástinni í lífi mínu... ekki Tinnu, þó mér þyki afar vænt um hana og hafi skemmt mér vel með henni úti... ég er að tala um þessa hérna:
Já virðið hana aðeins fyrir ykkur... dýrðina og fegurðina! Ég ákvað að láta það eftir mér að festa loksins kaup á alvöru vél og keypti þessa vél rétt áður en ég fór út, Canon EOS Digital Rebel XTi (400D á Evrópumarkaði) ... og sé ekki eftir því, hún er dýrðleg! Ég ætla að koma mér upp flickr síðu bráðum til að uploada myndunum mínum... og ef einhvern langar að gefa mér photoshop, þá átti ég afmæli í maí og fékk ekki nógu marga pakka.
...en já, svo ég haldi blogginu aðeins á floti áfram, þá ætla ég að setja inn eins og einn karlrembubrandara ;)
kv. Rósa & Rebel = sönn ást
Kona ein var að steikja egg handa sínum heitt elskaða eiginmanni. Allt í einu ryðst bóndinn inn í eldhúsið. "Varlega varlega...! Settu meira smjör! Guð hjálpi mér...!
Þú ert að steikja OF mörg egg í einu. OF MÖRG! Snúðu þeim! SNÚÐU ÞEIM NÚNA!"
"Við þurfum meira Smjör. Guð minn góður! VIÐ ÞURFUM MEIRA SMJÖR!
Eggin munu festast!" "Varlega...VARLEGA! Ég sagði VARLEGA!
Þú hlustar aldrei á mig þegar þú eldar! ALDREI! Snúðu þeim! Drífðu þig! Ertu geggjuð! Ertu búin að tapa glórunni? Ekki gleyma að salta eggin. Þú gleymir alltaf að salta. Nota salt. NOTA SALT!!! ESS A ELL TÉ!"
Konan horfði á hann og sagði. "Hvað er eiginlega að þér? Heldur þú virkilega að ég kunni ekki að steikja tvö egg?"
Eiginmaðurinn svaraði rólega, "Mig langaði bara að leyfa þér að finna hvernig mér líður þegar ég er með þig í bílnum."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Aulabrandari dagsins...
15.8.2007 | 13:54
Nunna stígur upp í leigubíl. Á leiðinni tekur hún eftir því að leigubílstjórinn, sem er hrikalega myndarlegur, er stanslaust að horfa á hana. Hún spyr hann af hverju hann stari svona. Hann svarar: "Sko, mig langar svo að spyrja þig að einu, en ég er svo hræddur um að þú verðir reið". Hún svarar: "Sonur minn, ég verð ekki reið. Þegar maður er orðinn svona gamall og hefur verið nunna í svo langan tíma sér maður og heyrir ótrúlegustu hluti. Ég er viss um að ég reiðist ekki".
"Ja, mig hefur alltaf dreymt um að kyssa nunnu"
Hún svarar: "Hmm, sjáum til hvað við getum gert í því. En það eru tvö skilyrði: Þú þarft að vera einhleypur og kaþólskur". Leigubílstjórinn er mjög spenntur og segir: "Já, ég er einhleypur og kaþólskur".
"Okay", segir nunnan, "stoppaðu á næsta stæði".
Nunna uppfyllir draum leigubílstjórans með kossi sem er betri en nokkuð sem hann hefur upplifað. En þegar þau eru komin aftur af stað byrjar hann að gráta. "Elsku barnið mitt," segir nunnan, "því ertu að gráta?" "Fyrirgefðu mér, en ég hef syndgað. Ég laug og verð að játa að ég er bæði giftur og lúterskur".
Nunnan segir: "Það er ekkert mál. Ég heiti Hjalti og er að fara í grímuball".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ég elska Eddie Izzard...
10.8.2007 | 11:55
Þegar hann byrjar að tala um breskan framburð þarna síðast í þessu video-i... þá kafnaði ég úr hlátri í vinnunni... það var by the way alveg þögn hérna og ég sat bara og sprakk úr hlátri - gott ég er að hætta að vinna eftir 3 daga...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vert að hafa í huga fyrir New York ferðina...
29.7.2007 | 06:23
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hehe... alltaf sama sagan
22.7.2007 | 04:05
Ef ég þekki Íslendinga rétt, þá verður þetta taka tvö á geðveikis símakosningunni í Rock Star þegar allir kepptust við að breyta klukkunni í tölvunni hjá sér til þess kjósa oftar og lengur til þess að halda Magna inni í keppninni!
En í þetta skiptið kjósum við til þess að eitthvað lítið bakarí í Ameríkunni fái verðlaun því við erum íslensk, best og frábærust og við bökum sko klárlega besta brauð í heimi!!!
Þjóðremban... alltaf jafn skemmtilegt ;)
Íslenskt bakarí komið í úrslit í keppni í Flórída | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)