Það er eitthvað...

Einhvern veginn tekst mér og Viggu alltaf að koma okkur í furðulegar aðstæður þegar við förum á tjúttið tvær saman... Það byrjaði nú rólega í gær, en einhvern veginn kemur alltaf þetta "moment" þegar allt fer úr böndunum... en það er nú önnur saga!

Í gær ræddi ég við margt fólk. Þar á meðal Pólverja, sem talaði varla íslensku né ensku en kunni örlítið í þýsku. Ég auðvitað dustaði rykið af menntaskólaþýskunni og greip í nokkra frasa sem ég mundi síðan í tímunum hjá Evu Jonason í MH ásamt því að tala ensku og íslensku við hann... en svo var hann ekki einu sinni pólskur heldur frá Litháen... og bjó á Kópaskeri en fluttur til Reykjavíkur en honum líkar þó betur við Akureyri! Hann þakkaði mér svo kærlega fyrir spjallið eða klæmdist afskaplega mikið á einhverju slavnesku tungumáli þegar ég var að kveðja hann, who cares... það hljómaði vingjarnlega og hann brosti þó ég hafi ekki skilið orð! Já tungumálakunnátta mín er gígantísk... ásamt því að ég á auðveldara með en andskotinn að tjá mig með andlitinu og búktali... svo lærði ég líka táknmál einu sinni! Joyful

En nóg um það... ég mun blogga bitra feitabollufærslu bráðum, nenni því ekki núna, ég er of jolly... Ég átti allavega besta "comeback" í langan tíma þegar maður vippaði sér upp að mér og Viggu og var að ibba gogg...

Sleezy maður um fimmtugt með augljóslega litaðar augnabrúnir: "Hey vinkona þín er sæt... (klípur í rassinn á mér og starir ofan í hálsmálið hjá mér) ...og svo þarft þú bara að fara í ræktina"
Ég, afar yfirveguð og svöl: "Heyrðu frábært... og svo þarft þú að fara til helvítis... og vera þar! (sagt með svona svip = W00t á andlitinu)"
Sævar Birnir: "Vó... Rósa, þú ert svo hörð!"

Allavega... þetta var hress helgi - frábær vinnuferð á mánudaginn að vígja nýja borinn og glæsileg veisla á eftir, eiginlega bara jafnaðist á við árshátíð... þó svo að við séum að fara til Ljubljana eftir 3 vikur!!! En já, ég var spurð þetta kvöld hvort ég væri lesbía og hvort ég væri nú gyðingur... og til þess að slá af allan vafa... ÉG ER HVORUGT!!! Maður má semsagt ekki mæta einn í vinnuteiti og með stjörnuhálsmen um hálsinn án þess að vera dæmdur bara hægri vinstri! Shocking

Jæja, nóg af ruglinu...

p.s. ég held ég hafi ekki notað broskalla í færslu á þessu bloggi lengi lengi lengi... gaman að því, gaman að vera gelgjuleg... gott að halda í barnið í sjálfum sér!!!


Hvaaaað?

Haha... ég sá þetta kaffipróf á blogginu hans Heiðars... haha ég gat ekki einu sinni fengið að vera Café Latte!

"Þú ert svo mikið sem...

Te!

Þú ert greinilega að taka vitlaust próf, þú átt engan veginn heima hér í kaffiprófinu. Verandi te ertu þó traustur einstaklingur sem bregst ekki vinum þótt lífið liggi við.

Þú ert svart te í vel heitu vatni. "

Taktu kaffiprófið


Húsmóðirin í risinu

Ég hef tekið ástfóstri við Krónuna úti á Granda... fer þangað til að versla núorðið eftir að mamma benti mér á hana. Tapa mér alltaf í ávaxtadeildinni, allt svo ferskt og nýtt!!!

Í dag kom ég við í Europris þarna við hliðina á Krónunni bara upp á djókið... það er svo fyndið að labba gegnum þessa búð! Þú getur keypt þér nærföt, reiðstígvél, mix til að búa til alls konar áfenga drykki, borvél, sjampó og þvottagrind í sömu andrá... og alls konar byggingadót - þetta er svo skondið...

Ég gekk hins vegar út með sleikju, mæliskeið(sem mælir ALLT, hún er ýkt sniðug!!!), ísskeið, einhvers konar töng sem mér fannst tilvalið að kaupa, bursta til að nota í að smyrja form og bökunargrind... já, ég er nefnilega komin með bökunaráráttu... bakaði aðalbláberjamuffins og döðlubrauð í síðustu viku og bjó til Cheerios gúmmelaði í dag... úff, vill einhver koma og borða þetta?

Jæja, það ætti einhver að borga mér fyrir að auglýsa þessar 2 fyrrgreindu verslanir... fátæki námsmaðurinn myndi alveg þiggja það!

p.s. hversu slæmt er nafnið á fyrirtækinu Kok ?

- Nuff said

p.p.s það er skoðanakönnun hérna til vinstri sem mér þætti gaman að fólk tæki þátt í ;)


Ég vona svo innilega...

... að þessi óheilbrigða manneskja deyji hægum sársaukafullum dauðdaga


mbl.is Handtekinn fyrir að nauðga þriggja ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aulagáta dagsins...

Hvað gerir appelsína sem dettur í sjóinn?

Glöggt er gests augað...

Jah, ég er búin að skipta um mynd hér að ofan... og þá datt líka út titill bloggsins... "Ritað á rasskinnunum" - þarf bara að pota því einhvers staðar annars staðar inn sýnist mér!

Ég er semsagt aðeins farin að fikta með myndavélina mína og tók hana með vestur í smalamennsku um síðustu helgi... hér að ofan má sjá sýnishorn úr einni mynd sem ég tók á laugardaginn :)

Ég ætla svo að koma mér upp Flickr eða einhverri álíka síðu til þess að setja myndir á netið... en það er seinni tíma verkefni ;) Ég er pínu feimin við það enn sem komið er...

 

Innskot 28.sept:

Ég er komin með myndasíðu:
http://www.flickr.com/photos/rosagreta/


What about Hessu?

Já sko... heldurðu að mynd úr mínum fórum hafi ekki ratað á forsíðu Mágusar í dag... mynd frá NESU ráðstefnunni í Århus á síðustu önn sem við Tinna og Jana fórum á...
Þetta er semsagt mynd sem ég tók af þessum skvísum, Aldísi, Jönu minni og finnsku píunni þar sem þær voru að syngja Robbie Williams fyrir mig með mikilli innlifun í Cabin 2 ferðinni.
Þessi finnska, sem ég man ómögulega hvað heitir, söng einnig Earth Song með Michael Jackson með afar frumlegum texta... "What about Hessu... what about Jerri... what about conference?"

Muniði stelpur... hah Tinna? ...Jana?

Allavega, þá fannst mér þetta bara dulítið skemmtilegt :)

SJÁ HÉR


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband