Tannlæknar...

Þetta minnti mig nú á það þegar pabbi fór með mig til tannlæknis þegar ég var 6-7 ára...

Þá bjuggum við á Varmalandi og vorum hjá tannlækni í Borgarnesi. Ég varð eitthvað ósátt við konuna sem var tannlæknir og hljóp fram á gang á heilsugæslunni. Ekki vildi betur til en svo að ég rann á ullarsokkunum mínum og datt í gólfið. Kerlingin kom þá og náði í mig, ríghélt mér og hvæsti eitthvað á mig og hótaði mér að ég myndi aldrei sjá pabba minn aftur ef ég hagaði mér ekki!

Það er ótrúlegt að mér sé ekki illa við tannlækna í dag eftir þessa meðferð...


mbl.is Tannlæknir rassskellti sjúkling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófmygla...

Það sem einkennir próftíð er meðal annars eftirfarandi:

- Allar áhyggjur vegna útlits hverfa út um gluggann...

- Íþróttaföt og flíspeysur verða tískufatnaður, ekki sérstaklega vegna þess að það er töff heldur vegna þæginda og teygjanleika

- Skjúsmí... hvaða kona/stelpa í prófum á ekki þykka heimasokka?

- Maður hættir að geta tjáð sig almennilega, málhelti einkennir námsmenn þó svo að þeir geti skrifað eins og vindurinn í prófum

- Margt sem hefur setið á hakanum í langan tíma verður allt í einu lífsnauðsynlegt, eins og að þrífa allt hátt og lágt og jafnvel að endurskipuleggja fataskápinn! (Kannski þarna sem það gerist sem íþróttaföt og annað slíkt finnst í leynum?)

- Nýjar sjónvarpsþáttaraðir og bíómyndir sem maður hefur ekki séð áður verður einnig mjög nauðsynlegt að kíkja á milli prófa

- Aulahúmorinn er allsráðandi og margir taka ástfóstri við t.d. Youtube og því læt ég eftirfarandi video fylgja með þessari færslu sem hafa stytt mér stundir undanfarna daga. Fyrra myndbrotið er úr endurgerð á Pink Panther sem ég glápti á um daginn og seinna brotið er úr Meet the Robinsons sem ég eiginlega verð að sjá. 

Hvað einkennir/einkenndi þína próftíð?


Update

 Það er ekkert að frétta af mér.

Ég er að byrja í prófum eftir nokkra daga og búin að nýta flestar afsaknir til að draga það á langinn að byrja að læra, semsagt þetta týpíska: þrífa allt, fara gegnum fataskápinn o.fl. týpískt sem maður gerir sjaldan nema maður sé að fara í próf, þá virkar allt þetta mjög nauðsynlegt!

Alltaf fyndið hvað maður er svo að paufast við að lesa á síðustu stundu og alltaf jafn hissa af hverju maður nær ekki að fara yfir allt efnið fyrir próf Whistling

En það er nauðsynlegt að taka sér pásur frá lestrinum enda var pabbi svo sætur að gefa mér miða á tónleika með Hjálmum í kvöld og við Tinna ætlum aðeins að kíkja á það Halo

Oh vitið þið... þetta er of fyndið!

 


Myndir frá Ljubljana...

Ég var að setja inn myndaalbúm frá árshátíðarferð Jarðborana til Ljubljana 9.-11.nóvember....

Þið getið kíkt á það HÉR ef þið hafið áhuga Joyful


Vetrarhátíð Viðskiptaráðs

Vetrarhátíðin okkar var svo æðisleg... það heppnaðist allt svo vel og allir svo ánægðir og vá hvað það er góð tilfinning! Svo verð ég eiginlega að segja það að Örn Árnason, sem var veislustjórinn okkar, er einn af fyndnari mönnum sem ég hef talað við!

Eins og eftir árshátíðina í fyrra, þá set ég hérna inn mynd af því hversu mikilvægt það er að haga sér eins og bjáni þó maður sé í sparigallanum!

Svala, ég og Maggi

Fleiri myndir eru á www.vidskiptarad.is fyrir áhugasama Smile


Sumt er of fyndið...

Njótið og horfið til enda...

 


Pæling...

Geta tröppur ekki heitið niðurgangur? ...og jafnvel uppgangur?

Gæti samt verið villandi... t.d. ef manneskja fær niðurgang í tröppunum...

"Heyrðu, hann fékk bara niðurgang í uppganginum!"

Já... góð pæling


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband