Enginn er verri þó hann sé perri... að selja borð
13.4.2008 | 02:18
Þetta borð var til sölu á netinu, agalega flott.
Það er þó eitthvað bogið við myndina... look close!
Ef þið sjáið ekkert athugavert við myndina þá er hægt að smella á hana svo hún verði stærri.
Það sem grey manneskjunni datt í hug að gera akkúrat þennan daginn...
Ho ho ho... ég hlæ nú bara samt!
Tinna benti mér svo á þetta líka:
http://omar.eyjan.is/?p=124 - svona álíka fyndið hehe!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Slagsmálahundur
10.4.2008 | 17:11
Ég hef lent í mjög áhugaverðum áflogum síðustu vikurnar.
Þetta byrjaði allt fyrr í vetur þegar ég vaknaði með blóðuga kúlu á höfðinu eftir næturheimsókn á salernið.
Gangstéttarhellan heima hjá Heiðari skaðaði mig þó mest þar sem ég ber enn þess merki á hnénu að hafa skautað eftir hellunni þarna fyrir nokkrum vikum.
Fjórar dósir með bökuðum baunum gerðu heiðarlega tilraun til að brjóta á mér aðra litlu tána í vikunni. Ég náði með naumindum að blása lífi í litla dýrið aftur en er þó blá og marin eftir átökin.
Og svo ég minnist aftur á skápræksnið inni á baði sem ítrekað slær mig í höfuðið... urr hvað er málið?!?!
Mér er í alvöru farið að líða eins og Lötu Grétu þegar húsgögnin gerðu uppreisn gegn henni...
Bloggar | Breytt 12.4.2008 kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
...?
6.4.2008 | 02:04
Hvaða kjánaprik var það sem sagði eftirfarandi við mig þegar ég var að tala um Birkihlíð, litla elsku sumarbústað okkar Miðhúsafjölskyldunnar:
kjáni: "Hey Dagvaktin er tekin upp þarna á hótelinu rétt hjá Brjánslæk!"
ég: "ha... í Flókalundi?"
kjáni: "Já einmitt!"
Ég trúði þessu og þótti þetta svakalega skemmtilegt. Svo les ég fréttir um að hún er tekin upp í Bjarkarlundi... eingöngu um 130 km í burtu frá Brjánslæk. Það er líka skondið hvað fólk misskilur vegalengdirnar þarna á Vestfjörðum... Reykhólar eru heldur ekki rétt hjá Brjánslæk... 145 km í burtu.
Nóg af landafræðikennslu! Ég var næstum búin að gleyma að minnast á að ég vann pening í lottó um daginn. Ég fékk svakalega hátíðlegt bréf inn um lúguna um daginn stílað á mig; "Kæra Kona Rósa Gréta Ívarsdóttir" - Ég hef hins vegar ákveðið því ég á svo mikla peninga fyrir að senda svar til baka og biðja Dr. something something sem sendi á mig bréfið að gefa mína vinninga til góðgerðarmála. Hehe...
Heyrðu, svo er stjörnuspáin mín fyrir 6.apríl dálítið skondin:
Bloggar | Breytt 8.4.2008 kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Allt í plati...
2.4.2008 | 00:46
Ég setti inn eins obvious gabb og ég hélt inn á msn hjá mér í gær... og hélt að fólk myndi sko ekki trúa mér;
"Fór í fyrsta sónar í dag Myndir á blogginu!"
Nema hvað... 221 heimsókn frá hádegi til miðnættis, þar af tæplega 30, bæði á msn og í comment á færsluna hérna fyrir neðan, sem höfðu það hugrekki að viðurkenna að hafa hlaupið 1.apríl!
Hahaha, mér hefur ALDREI tekist að plata fólk áður... I am so amused
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
...msn gabb
1.4.2008 | 13:22
1. apríl!!!
...trúðiru þessu í alvöru?
Svona, viðurkenndu það!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Rosie G. in da house y'all!
31.3.2008 | 00:00
Já ég er hress og töff... það verður ekki tekið af mér! Ég held að Írarnir viti ekki hvað bíður þeirra í haust þegar ég mæti.
Mig langar í svona hatt... Palli, hann er megatöff!
Fyrir utan það að skemmta mér konunglega í gærkvöldi fór ég í eina skemmtilegustu fermingu sem ég hef farið í, í dag. Við fórum m.a. í bingó = hversu mikil snilld er það?!
Það var m.a.s. tekin umferð sem er hálfgert "aulabingó" þar sem allir standa og sá sem er síðastur að fá tölu vinnur... Eiginlega hannað fyrir mig því ég vinn aldrei neitt! Sem er eiginlega alveg satt því ég vann heldur ekki neitt í þetta skiptið!!!
Og já svona by the way...
Jóhanna Ella, við erum að fara að bæta úr þessu "hittingsleysi" og ekki orð um það meir góða! Við eiginlega skemmtum okkur of vel þegar við hittumst að þetta er orðið skammarlegt hvað við hittumst sjaldan!
Guð hvað ég þarf samt greinilega að fara í ljós samkvæmt myndunum... ég er eins og liðið lík! Eða spray-tan haha... hvernig væri að ég fórnaði mér fyrir málstaðinn og prófaði það?
Bloggar | Breytt 1.4.2008 kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ireland, here I come...
26.3.2008 | 13:43
Var að fá staðfestingu á skiptináminu mínu í Griffith College í Dublin í haust
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)