Já, þú segir það...

Heyrðu, svona úr einu í annað...

Ég hata fjármálaverkefni, sérstaklega í dag þar sem búálfurinn hérna í íbúðinni hjá mér ákvað að stela vasareikninum mínum. Bandit

B.Sc. ritgerðin okkar Jönu er að fæðast, þó svo að fæðingin gangi hægt.

Talandi um fæðingar - Bára mín mun eignast stúlkubarn 25.mars (nei Bára, hún kemur ekki fyrr... ég er alveg sannfærð!) en já 25.mars er bæði afmælisdagur Báru og Jóns = hele familien bara á sama deginum! Ég held að það sé nú bara hagkvæmt, bara ein kökuveisla á ári...

Það er kominn mars, mér finnst ennþá vera 3.janúar.

Ég skutlaði Viggu út á flugvöll í dag... var næstum búin að grípa vegabréfið mitt með mér bara og hoppa til útlanda í smátíma, senda skólanum bara örninn á leiðinni. Ég geymi semsagt vegabréfið á náttborðinu mínu til öryggis, ef ég "þyrfti nauðsynlega" að skreppa erlendis með stuttum fyrirvara. Neinei, veit ekki af hverju, en það hefur bara verið að flækjast þarna í náttborðinu síðan ég kom frá Ljubljana í nóvember.

Ég hef ekki enn fengið svar frá skólanum varðandi Dublin, ég krosslegg bara fingurna.

Hlustið á þennan Ísraela syngja Eurovision lagið okkar síðan í fyrra, merkilegur andskoti...

 
Djöfull er ég samt pirruð á því að finna ekki vasareikninn minn!

Umhugsunarefni

stjörnuspá12mars08


... en ég er heima hjá mér!?

Paying attention to detail...

 

 Jæja, hér eru tvær myndir af heimasíðu Victoria's Secret. Málið er að ég rak augun í afskaplega skrýtna brjóstaskoru á fyrri myndinni... er það bara ég, eða er eitthvað skrýtið við þessa skoru? Er hún svona agalega illa fótósjoppuð?

Nóg um það... sama gella á seinni myndinni og með eðlilegri skoru en það sem ég rak svo augun er það að það sést afskaplega greinilega að stelpan er með dömubindi... eða innlegg eða what so ever...

Merkilegt hvað ég virðist alltaf sjá svona detail þegar ég er að skoða auglýsingar! Og gott ég hef ekkert betra að gera við tímann minn... haha!


(Hægt er að smella á myndirnar til þess að sjá þær stærri)

 Já... langaði bara að deila þessum vangaveltum með ykkur!


Af sprikli...

Ég byrjaði í Fit Pilates á síðasta þriðjudag með Hrafnhildi. Mjög áhugaverð leikfimi, alveg hönnuð fyrir konur og tekur á þeim svæðum sem þarf að taka á, allavega hjá mér! Hins vegar held ég, með fullri virðingu fyrir þeim, að í mörgum æfingum fatti litlu 2ja kílóa kennararnir að maður sé ekki alveg að fara að hálfpartinn standa á haus með eingöngu stóran grænbláan bolta til að styðja sig við eða vera í krabbastöðu... verandi kona í plus size! Það róar mig ekki að segja "Þetta er ekkert hættulegt, þið dettið í versta falli á hausinn" - tja... fallþungi minn og að detta á höfuðið... það er ekkert rosalega góð blanda! En þrátt fyrir þessar nokkru erfiðu æfingar þá er þetta mjög gaman :)

Til þess að útskýra þetta betur hef ég ákveðið að láta fylgja með nokkrar myndir af þeim æfingum sem ég hef ekki getað gert hingað til en mun vonandi eftir námskeiðið geta gert án þess að slasa mig alvarlega...

fitpilates1  fitpilates5 fitpilates2 fitpilates3  fitpilates6 fitpilates7

En hins vegar hefur mér tekist þetta:

fitpilates_1 fitpilates_2 fitpilates_3 fitpilates_4 fitpilates_5


Umfram allt verður maginn á mér stinnur eins og stálplata og rassinn eins og fínasti fótbolti eftir þetta námskeið... að ég minnist nú ekki á vöðvastælt lærin!

Já bíðið bara...


Aftanákeyrsla...

Já, á síðasta fimmtudag í brjálaða veðrinu lenti ég í árekstri (ásamt mjög mörgum öðrum held ég) og klessukeyrði bílinn minn, minn elskulega 12 vetra Grána gamla, öðru nafni Sölvpilen.
Ég semsagt klessti aftan á mann á jeppa sem ákvað að stoppa hérna í götunni og ég eiginlega bara rann aftan á hann í snjónum, gat lítið sem ekkert bremsað! Þetta var einn indælasti maður sem ég hef hitt og náði hann að halda mér rólegri þangað til pabbi kom að sækja mig því ég var on the edge of að fara að hágrenja og eitthvað vesen...

Ég er nú komin á nýjan bíl, litla hvíta Súkku en mér finnst eins og ég sé að halda framhjá Sölvpilen, því greyið stendur ennþá úti á stæði, allur krambúleraður að framan...

Ég er nú óðum að losna við verkina en ég fékk höfuðhögg og hnykk á hálsinn í þessu bömpi... djöfull mæli ég ekki með þessu. ÞÓ verð ég að segja að þetta er fyrsta tjónið sem ég lendi í!

En hey, ég er að verða töttögöogfemm eftir nokkra mánuði, þarf ég ekki að fara að skipuleggja eitthvað keppnis teiti? W00t


Oj algjör klisjaaa...

Skítur skeður....

þessi færsla átti að vera svo skemmtileg og ég var búin að setja mig í stellingar fyrir framan tölvuna til þess að pára niður allt það skemmtilega sem ég hef hugsað í dag...

...og vá hvað ég er búin að gleyma því öllu... og það er algjör klisja að blogga um að hafa ætlað að segja eitthvað skemmtilegt en hafa gleymt því... oj!

Ég er annars dottin ofan í súra og skemmtilega þætti sem kallast QI og þaðan kemur tilvitnun dagsins:

"if God was a woman... sperm would taste of chocolate"

Takk fyrir það og góða nótt!


Nýr íbúi...

Hey, ég er komin með sambýliskonu... hef ekki alveg áttað mig á viðkomandi ennþá en þetta veit ég...

Viðkomandi er lítil og alltaf svartklædd og á það til að suða alveg óþolandi mikið. Hún er líka ekki alveg nógu skörp... einhvern veginn dettur henni í hug að útihurðin hjá mér opnist ef hún tekur tilhlaup og bókstaflega flýgur á hana af öllum krafti.

Þetta er fyrsta sambýliskona mín af þessum toga síðan ég flutti hérna inn fyrir ári, frænkur hennar droppuðu í heimsókn samt síðasta sumar, heldur loðnar (þýskar?) og röndóttar... Áttfættu langfættu vinkonur þeirra hafa svo aðeins látið sjá sig en ekki mikið.

En svona burtséð frá bullinu, þá vissi ég ekki að flugur væru með meðvitund á þessum tíma árs og ég hélt án gríns að það væri of kalt hérna í risíbúðinni fyrir þær...

Djöfull pirrar hún mig...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband