25.maí 1983

Ég á afmæli í dag...

Ég hef lifað fjórðung úr öld, klöppum fyrir mér...

Tilgangslausar staðreyndir:

25 er summa fyrstu fimm prímtalnanna... en ég á einmitt afmæli 25.05

25 er þrettánda oddatalan en 13 er ein af mínum happatölum

25.maí er dagur barnsins og verður haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti á Íslandi í dag

Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 25.maí 1929

Star Wars var frumsýnd í Bandaríkjunum 25.maí 1977

Miles Davis, Paul Weller, Mike Myers, Jamie Kennedy og Lauryn Hill eru meðal þeirra heppnu sem fæðst hafa 25.maí

Það var til hljómsveit (eða er, ég veit ekki) sem hét The Twenty-Fifth of May

25.maí er alþjóðlegi handklæðadagurinn (þið sem þekkið Hithchiker's Guide to the Galaxy skiljið þetta)


En já... allavega, klöppum fyrir mér aftur því ég á afmæli í dag Smile


Af dansi...

Heyrðu já ... allavega á pabbi minn afmæli í dag, ég eftir 7 daga og mamma eftir 10... það er semsagt þessi árlega afmælishryna í gangi! 

Ég er svona að dunda mér við að skoða íbúðaauglýsingar á netinu fyrir Dublin för mína... og þetta er með því áhugaverðara sem ég rakst á. Málið er það að það voru engar myndir með auglýsingunni af íbúðinni, heldur var bara talað um "shared apartment" eins og vaninn er nú þarna úti... og svo myndband af þessari stelpu að dansa. Ætli þetta sé meðleigjandinn eða hvað? Haha, allavega ef svo væri... sem ég býst nú fastlega ekki við, þá væri þetta mjög skemmtileg týpa að búa með!!! LoL


Ljúfa líf, ljúfa líf...

Ég er í fríi þessa dagana, svona smá afslöppun áður en ég fer að læra fyrir Fjármál 2 prófið mitt sem er í þarnæstu viku. Svo heppilega vill nefnilega til að ég á afmæli á sunnudegi þetta árið, svo ég mun ekki eyða öðrum afmælisdegi í það að vera í prófi eða læra fyrir próf! Einnig eru úrslit Eurovision að kvöldi 24.maí svo ég mun setja upp barmmerki um miðnætti sem á stendur "Afmælisbarn" og fara í bæinn, those who care to join me, rétt upp hönd! Cool

Ég og Jana skiluðum BSc ritgerðinni okkar fyrir sléttri viku... ó Guð sko! Lengsta skrif törnin var 28 tímar í straight, say no more. Þessi ritgerð útheimti blóð, svita og tár! Þvílíkur léttir skal ég segja ykkur...

Heyrðu, ég eyddi lunganum úr gærdeginum í Bláa Lóninu með Hrafnhildi... mikið ofsalega var það ljúft. "Fossinn" þarna... ó boj, ég vil eignast svoleiðis! Ég hef nú reyndar bara farið tvisvar í Lónið, og var fyrsta skiptið núna 22.desember síðastliðinn... synd og skömm segi ég! Ég uppskar reyndar sólbruna og freknur í andlitið, sem er nú ekki slæmt, held þetta sé nú í fyrsta sinn sem ég brenn út af sól um miðjan maí! Í fyrrasumar var ég eins og næpa upp á hvern einasta dag, þessu sumri verður eytt í Vesturbæjarlauginni skal ég segja ykkur... Jóhanna Ella, you're on!

Ég var svo með Bárunni minni í allan fyrradag, kíktum í Ikea og tókum göngutúr með Vöku Bergrúnu í góða veðrinu. Mæðgurnar voru báðar brosandi út að eyrum og Vaka er annars eitt það rólegasta og fallegasta barn sem ég veit um! Jeminn, að sjá litla barnið vakna bara með bros á vör... já það fór að klingja örlítið!!!

Heyrðu meira í fréttum... ég er svo löt við að blogga nefnilega! Ég er að flytja til Dublin í lok ágúst / byrjun september, ef það hefur farið framhjá einhverjum.

En svona nóg í bili, ætla að fara að baða mig í djúpnæringu, hárið á mér er eins og strákústur eftir ferðina í Lónið í gær... er að fara í staffapartý í kvöld og vil helst ekki líta út eins og fuglahræða!

10-4


Ég er þessi akkúrat núna...

hressa gellan í tiltektinni

Rósa lærir írsku...

Ég byrja í skólanum 10.september úti í Dublin og hlakka mikið til. Ég hef verið að skoða tónlist á netinu sem er hip og töff í Írlandi og svona... reyna að finna mér íbúð og allt í gangi.. svo hef ég verið að reyna að ná einhverjum frösum á írsku svona til að fitta inn.

Palli, sem er agalega vel talandi á ensku, sagði mér að ég ætti bara að æfa mig að segja "arse" - þá væri ég komin með þetta. Jújú, það gengur líka ágætlega... segi rass við hvert tækifæri!

Svo kynntist ég þessum hressu litlu köllum, Purple&Brown ... (sem eru by the way nýjasta uppáhaldið mitt á youtube) og ég held að ef ég geti bara yfirfært hreiminn sem litli græni kallinn er með yfir á enskuna mína, þá verð ég eins og innfædd! Að ég minnist nú ekki á ef ég læri að dansa "The Irish Jig"

 


Hlæ hlæ hlæ...

Æ nei... þetta er með betri auglýsingum sem ég hef séð. Jafnast eiginlega á við "The German Coastguard" - hahaha! W00t

Innskot 21.apríl:
Já ég er nörd því ég veit að dúóið sem á lagið í auglýsingunni (Outhere Brothers) var frekar þekkt in the 90's og átti m.a. lögin "Boom Boom Boom" og "Don't Stop (Wiggle Wiggle)" sem ófáir á mínum aldri dilluðu sér við á diskótekum í grunnskóla... Happy


Elska fólk í prófum...

Personal message hjá nokkrum á MSN hjá mér:

"wtf... 4 dagar?" - "Bull shit!!!" - "Æji ég nenniggi :/" - "Hversu slæmt er þetta fag eiginlega" - "Voðalega þreytt og löt"

Svo er alltaf einn inni á milli *hóst*Tinna*hóst* sem er skipulagður og skynsamur:

"Gengur bara frekar vel að læra"

Final Exams

P.S. mér finnst Eurovision myndbandið hálf glatað eitthvað... og það þýðir ekkert að reyna að fá mig til að skipta um skoðun...!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband