Flyt til Helsinki eftir 7 daga
11.8.2008 | 16:10
Elsku Finnarnir...
Ég rétt missti af þessu stórmóti en ég flyt eftir 7 daga til Helsinki!
Keppa í svitabaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyndin á föstudögum
25.7.2008 | 16:24
Tja, ef ég væri íþróttamaður... þá væri ég í landsliðinu í bruni.
Er sólbruni ekki annars íþrótt?
Ho ho ho...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Akureyri, öll lífsins gæði
21.7.2008 | 11:11
Ég skrapp norður á Akureyri um helgina í afslöppunarferð. Maður á að gera meira af því að dekra við sjálfan sig svona. Ég spókaði mig í góða veðrinu á laugardaginn í miðbænum, verslaði auðvitað aðeins enda skylda þegar maður ferðast hehehe... Fór svo í langan göngutúr í sólinni, tanaði á pallinum hjá Báru (var með sólarvörn 20 nota bene!!!) og hitti alla sem mig langaði að hitta :)
Svala og Benni, þúsund þakkir fyrir æðislegt matarboð á föstudagskvöldið.
Louisa, það er makalaust hvað þú ert einstök, þó þú búir í Keflavík.
Elsku Báran mín, takk fyrir mig :)
Heyrðu og já, hérna eru myndir frá Landsmóti um daginn:)
Ég, Jana og Tinna skemmtum okkur allt of vel á Landsmóti. Línur eins og "Halló, hafið þið séð svona flottan fána? þrjú og fimm!" og "Staðreynd lífsins..." voru mikið notaðar þá helgi! Ásamt því að rímið var óspart notað eins og alltaf
...og ég kom sko heim þrútin og sólbrunnin til helvítis og til baka... Ég mætti án gríns ekki í vinnuna á mánudeginum út af sólbruna og bólgum í andliti, er þetta hægt?
28 dagar þar til ég flyt til Helsinki...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ísland, bezt í heimi...
3.7.2008 | 23:58
Ég er að fara á Landsmót um helgina með Jönu og Tinnu. Hér voru bökuð skinkuhorn og kanilsnúðar í dag og flatkökur smurðar með hangikjeti... svoleiðis á að borða á hestamannamótum, það er eiginlega skylda! Ef ég hefði haft tíma til þá hefði ég spreytt mig á kleinubakstri!!!
Ég er líka búin að vera að æfa mig með myndavélina mína og tókst frekar vel til með miðnætursólina í síðustu viku... eiginlega rosalegt hvað við erum heppin hérna á Íslandi. Ég og Lárus bróðir fórum í nokkra hjóla- og labbitúra til að fanga augnablikið... hér eru nokkur sýnishorn
Fleiri myndir eru á Flickr síðunni minni.
Bloggar | Breytt 4.7.2008 kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Veikindi smeikindi...
16.6.2008 | 00:05
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Gleði og gaman
8.6.2008 | 17:08
Æðislegt kvöld í gær... Pictionary, Trivial, dans og glens á Sálarballi og bara æðislegt :)
Stelpuliðinu tókst að rústa strákunum í Pictionary... við erum að tala um að við komumst á lokareit þegar strákarnir voru varla komnir út úr fyrsta ferning (þið skiljið sem þekkið nýja Pictionary). Strákarnir voru svo afskaplega tapsárir og skoruðu á okkur í Trivial... og unnu það. Þeir voru komnir með alls konar drykkjureglur fyrir okkur þegar þeir svöruðu rétt... örugglega til að slæva okkur en við stóðum okkur samt bara ágætlega! Við röltum svo niður í bæ á Sálina sem stóð auðvitað fyrir sínu á ballinu og skemmtum við okkur konunglega :)
Takk fyrir kvöldið, þetta var æðislegt!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ómægod!
6.6.2008 | 10:07
Örlitlar breytingar í gangi...
Ég er að fara til þess lands sem þetta er búið til í... (gefið að það standi ekki made in China)
Kveðja, ein í skýjunum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)