From start to Finnish
22.9.2008 | 19:00
Ég hef ekki bloggað í laaangan tíma en það er nú bara vegna þess að þegar maður kemst í þessa daglegu rútínu fer glansinn dálítið af þessu útlandalífi... þið skiljið hvað ég meina, það eru ekki dagleg ævintýri lengur og kannski ekki eins mikið sem hægt er að segja frá. Það nennir enginn að lesa "hey í dag borðaði ég jógúrt í morgunmat og var bara 11 mínútur að labba í skólann, that's a first!"
Ég keypti bækur í þarsíðustu viku, nánar tiltekið 9.september hehe, 3 vikum eftir að ég byrjaði í skólanum! ... loksins fann ég bókabúð sem selur stílabækur en það virðist ekki vera norm að selja stílabækur og skólabækur í öllum bókabúðum og trúið mér, ég er búin að fara í þónokkrar út um alla Helsinki!! Ég keypti mér einnig finnskt sjálfsnámskeið sem heitir "From start to Finnish" sem mér þótti afar skondið og skemmtilegt og ákvað að kaupa það, það fylgdi nefnilega líka með hljóðdiskur til að hlusta á. Ein af fyrstu setningunum sem ég er þó búin að læra á finnsku er: "Minä rakastan sinua" sem þýðir einfaldlega "Ég elska þig" og segi ég það nú óspart við hvern sem er... neinei, en samt gaman að kunna heilar setningar á finnsku fyrir utan það að geta kynnt sig og boðið góðan daginn.
Ég er öll úti í moskítóbitum, það nýjasta er á baugfingri hægri handar. Ég keypti ekki neitt sprey eða krem fyrr en fyrir svona viku en fram að því hafði ég notað eitthvað sprey til að fæla þær burt sem var hérna heima sem lyktar eins og gömlukalla rakspíri og lyktaði ég eftir því hehe! Ég hef ekki séð moskítóið með berum augum en ég held ég sé með svona 11 bit total. En burtséð frá moskító, eigum við að ræða sterageitungana? Ég þakka bara fyrir að ég er ekkert neitt agalega hrædd við þá, mér er bara illa við að hafa þá nálægt mér en þeir eru í alvöru eins og miniature fuglar hérna. Ein vespan/geitungurinn var að þvælast fyrir utan gluggann hjá mér í dag og ég sver það, 10 cm kvekende!!!
Föstudaginn 12. (Takk Halla!) skellti ég mér á tjúttið með meðleigjandanum og vinkonu hennar, þær eru þó aðeins yngri en ég og áttum við því í mestu erfiðleikum með að finna okkur stað sem við komumst inn á. Hér í landi er nefnilega normið að hleypa ekki inn yngri en 24 ára en á mörgum er þó 20 ára aldurstakmark en það eru þó svona less popular staðirnir. Tveimur dögum seinna, nánar tiltekið á sunnudegi endaði ég í hálfgerðu sunnudagspartý hérna í eystri Pasila (ég bý í vestri) heima hjá Lottu, vinkonu Önnu Rosu (meðleigjandinn margumtalaði) og skemmti mér konunglega. Kynntist afar hressu fólki, þ.á.m. ítölskum gaur sem hafði verið Erasmus stúdent í Reykjavík í 6 mánuði fyrir 10 árum eða svo. Honum fannst einstaklega gaman að heyra mig tala íslensku vægast sagt og áttum við mjög skemmtilegar umræður um Hafnarfjörð af einhverjum ástæðum.
Í síðustu viku var mikil rigning hérna í Suomi. Það sem ég hafði heyrt áður en ég flutti hingað var að veðrið væri mjög grátt og alltaf rigning... tja, það hefur sannreynst allhressilega! Það var í marga daga bara svona "ekkert" veður, ekki vindur en samt ekki alveg gola, ekki rigning en samt úði sem rennbleytti mann og bara grár himinn. Ekki furða að Finnar drekki meira en við og séu svona aðeins þunglyndari.
Um helgina fór ég í skálaferð með skiptinemunum. Rútuferðin var skemmtilega öðruvísi, bílstjórinn reyndi að velja malarvegi þar sem hann hélt að enginn í rútunni hefði upplifað það áður... well þegar hann komst að því að ég væri íslensk þá sagði hann "pff I can't scare you!". Bílstjórinn var agalega strýhærður og síðhærður hippi, í þröngum gallabuxum með bolinn gyrtan ofan í, með skipstjórahúfu og cowboy stígvélum með stáltá. Ég sat semsagt fremst í rútunni og spjallaði heilmikið við hann og hann sagði mér mikið frá því þegar hann heimsótti Ísland einu sinni og fór á puttanum frá Reykjavík til Húsavíkur, afar skemmtilegur gaur.
Það var nú eiginlega bara fyllerí og sukk á flestum í þessari ferð en samt voða nice að komast út fyrir borgina og sjá eitthvað nýtt. Við gistum í skála við vatn sem heitir Kiljava og þar var líka skátahelgi hjá svona 10-12 ára krökkum, sem mér fannst einstaklega spes þar sem fyrrgreind atriði einkenndu ferðina. Ég kynntist tonni af fólki og man náttúrulega engin nöfn en ég á semsagt frátekinn gestabedda út um alla Evrópu sem ég verð nú að segja að er rosalega spennandi. Einn þýskur strákur, sem er tvífari Lárusar bróður, er farinn að kalla mig systur sína eftir að ég sagði honum frá því að hann ætti tvífara á Íslandi, hehe... hann kynnti mig fyrir allnokkrum um helgina sem "This is my sister Rósa" - haha gaman að því!
Ég er annars pínulítið svekkt að hafa ekki farið í þennan ekta finnska saunakofa sem var niðri við vatnið og stokkið í skalt vatnið á eftir en mér fannst bara eitthvað ó-finnskt að bíða í röð og standa inni í sauna með 50 sveittum skiptinemum eins og í sardínudós og vera í einhverjum æsingi að stökkva út í vatnið, held ég geri þetta við betra tækifæri!
Heyriði, ég er að fara til St. Pétursborgar í viku í október, haldið þið að það sé nú??? Ég er að fara með námskeiði í skólanum sem Daniela hin þýska er í, förum í fyrirtækjaheimsóknir og fáum fyrirlestra og getum skoðað borgina í rólegheitum þess á milli. Ég verð að viðurkenna að ég er ööörlítið spennt!!! Annað ferðalag sem er á döfinni er helgarferð 6.-9.nóvember til Aarhus til hennar Tinnu minnar, það var skyndiákvörðun dagsins í dag reyndar... þvílíkt spennt fyrir því líka of course! Svo fer að styttast í að Vigga komi til mín og svo Jana svo það verður mikið að gera hjá mér næstu vikur og mánuði!!!
Ein áhugaverð staðreynd svona í lokin. Ég er fegin að ég er ekki færeysk. Ég held ég sé búin að fræða lúmskt marga um Færeyjar síðustu vikur, það virðist sem enginn viti að þær séu til! Týpískt samtal milli mín og fellow skiptinema hefur byrjað á þessa leið:
Ég: "Icelandic is my mother tongue but I speak also Danish and the languages are related to Norwegian, Swedish and also Faroese"
Skiptinemi x: "Faroese? what is that"
Ég: "You know Faroe Islands?"
Skiptinemi y: "What?"
Ég: "A collection of small islands, around 40.000 inhabitants, right between Norway and Iceland?"
Skiptinemi z: "And people live there all year around?!?"
Framhaldið af þessum samræðum hefur yfirleitt verið á þá leið að grínast með að Færeyingar séu óheppna fólkið sem víkingarnir hentu út á leiðinni frá Noregi til Íslands hehe... en það er önnur saga!
Jæja, held þetta sé nú gott í bili, ég fer að hlaða inn myndum á Flickr og Facebook fljótlega, mjög líklega bara í kvöld...
Moika!
Athugasemdir
ahhahaha þetta er fyndið.....shit Rósa ég öfunda þig mikið, en aðallega samgleðst:) vertu áfram dugleg og það er alltaf gaman að lesa eftir þig blogg...góður penni
Minä rakastan sinua baby:)
Jollster
Jolly 22.9.2008 kl. 19:23
Beibí beibí... ég hlakka svoooooooosvooo til að fá þig hingað til mín í gettóið!!! Er strax byrjuð að plana í huganum ;) Can't wait!
Tinna Kristinsdóttir 22.9.2008 kl. 19:44
Hvaða föstudag 13. ert þú að tala um?? Það hefur ekki komið upp föstudagurinn 13. síðan í júní
Hallbera Eiríksdóttir 22.9.2008 kl. 20:22
Haha, átti að vera 12. - þakka þér kærlega ;) innsláttarvilla!!!
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 22.9.2008 kl. 21:50
hííí bara 10 dagar þangað til ég kem til þín! hlakka ekkert smá til!
Vigga 23.9.2008 kl. 00:17
Vá já, tíminn flýgur svo sannarlega, við eigum eftir að skemmta okkur svo vel!!!
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 23.9.2008 kl. 00:41
Skemmtilegt blogg... þú verður nú að nota eitthvað af þessum heimboðum! Æðislegt líka að komast á hestbak, heimta myndir af því þegar það gerist
Hafðu það gott!
Kv. Kristín
Eyrún Ellý 23.9.2008 kl. 08:52
Jæja Rósa mín það var mikið enda kominn örvænting hérna meginn :D:D
Annars var ég að enda við að lesa á mbl um skotáras í finnska bænum Kauhajoki, vona að þú hafir ekki verið að blanda þér í það...
Annars er mikil öfund hérna meginn að þú skulir vera að fara til St. Pétursborgar enda gullfalleg borg og mikill rússneskur kúltur í gangi þar ( mun meiri en t.d. Moskva sem er eins og að vera í London á köflum). Enda skemmti ég mér ótrúlega vel þar síðasta haust... one word advise though passaðu bara að vera réttum meginn við brúnna þegar þú ferð að skemmta þér (þe. þar meginn sem þú gistir) því annars gætiru átt langa nótt farmundan þars brýrnar sem eru á ánni sem skiptir St,Pétursborg í tvennt opnast eitthvað eftir miðnætti og er opið í 5 eða 6 tíma.
Palli 23.9.2008 kl. 12:17
Haha takk Palli minn, ég hef ekki verið að blanda mér í skotbardaga heimamanna enda erum við Íslendingar meira fyrir að stinga fólk á hol ef ég les fréttirnar rétt!
Varðandi St. Pétursborg, þetta er áhugavert með brýrnar en ég hef svosem ekki verið þekkt fyrir það að vera fyrst heim af tjúttinu ;) Hlakka ískyggilega mikið til þess að fara yfir. Ég tek auðvitað myndavélina með og lofa að taka fullt af myndum :)
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 23.9.2008 kl. 15:31
Gott blogg, greinilega skemmtileg múmínferð hjá þér. Átt þó eftir að blogga um aðra ferð.
Annars held ég að 10 cm röndótt flugkvikindi með sting sé ágætis ástæða til að flýja land, sjeeeett!
Dóri 24.9.2008 kl. 11:44
Vá hvað ég öfunda þig á því að vera að fara til St. Petersburg!!!! Væri alveg til í að koma með... og þá með Vöku bara í burðarpokanum :)
Bára Sigurjónsdóttir 26.9.2008 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.