Vegabréfslaus

Jæja hvað segiði þá?

Ég er svona að íhuga hvort ég eigi að halda áfram þessum löngu pistlum öðru hvoru eða minnka þá niður í nokkra örpistla með dálitlu myndaívafi eða bara segja "Fokkaðér'addna!" og hafa allt í bland bara eftir hendinni. Allar athugasemdir eru vel þegnar.

Héðan er allt gott að frétta annars. Ég er farin að kynnast hinum skiptinemunum ágætlega, það hefur tekið dálítinn tíma því yfirleitt í skiptinemapartýjunum eða niðri í bæ á djamminu enda ég alltaf með einhverjum Finnum, sem er auðvitað frábært líka því mig langaði helst af öllu að kynnast þeim. Ég ætla ekkert að vera með einhverja upptalningu á fólki sem ég hef kynnst hingað til en ég á kunningja út um allan heim getum við sagt sem eru búin að bjóða mér sófann sinn eða gestaherbergi ef mig langar í heimsókn, t.d. fólk frá Ungverjalandi, Suður-Kóreu, Þýskalandi, Hollandi, Kína... svona til að nefna nokkur þjóðerni!

Ég hef eina litla sögu til að segja ykkur í þessum pistli.
       Ég fór í sérstakan leiðangur fyrir u.þ.b. 2 vikum í litla ónefnda verslun sem selur ónefndar vörur. Ég var semsagt í afmælisgjafaleiðangri handa Tinnu minni þar sem ég og Jana ætlum að skutlast til hennar til Århus 6.-9.nóvember, bara rétt fyrir afmælið hennar!
Mamma mín var svo sæt að senda mér lukkupakka þennan dag með rosalega fallegum eyrnalokkum sem áttu að færa mér eitthvað skemmtilegt í hvert skipti sem ég setti þá í mig og auðvitað skellti ég þeim í eyrun um leið! (takk mamma Kissing)
       Jæja, ég sumsé fer og kíki í þessa verslun sem er, eins og áður segir, vægast sagt lítil. Eigandinn, maður um sextugt, hávaxinn og góðlegur, bauð góðan daginn og sagði eitthvað á finnsku en ég skildi ekki bofs svo ég segi "I'm sorry, I don't speak Finnish" sem er by the way frasi sem ég veit ekki hversu oft ég nota hérna úti og kann m.a.s. að segja á finnsku en allavega! Þá upphófst þetta indælis spjall við manninn meðan ég handfjatlaði vörurnar í búðinni og skoðaði mig um. Hann sagði mér meðal annars að konan sín hefði mikinn áhuga á Íslandi og íslenskum hestum og að þau hjónin langaði mikið til að fara til Íslands í frí einhvern tímann. Ég sagði honum svo hvað ég væri að gera hérna í Helsinki og hvað ég væri búin að gera og já, við spjölluðum bara heilmikið saman.
       Ég gat svo því miður ekki borgað með korti í versluninni því hann var ekki með posa svo ég þurfti að tölta út á næsta götuhorn og ná í pening í hraðbanka. Þegar ég kom til baka var maðurinn búinn að setja vörurnar mínar í poka og stinga ofan í götukorti af Helsinki, tímariti um tónlist, póstkortum og bæklingum og ofan á það gaf hann mér ágætis afslátt því honum fannst ég svo indæl og skemmtileg og sérstaklega góð í ensku. Þvílíkt ljúfmenni!
       Heyriði, ég pældi nú ekki meira í þessu en svo minntist ég á við Tinnu að ég hefði farið í þennan leiðangur og þá kemur bara í ljós að eigandinn, þessi nýji vinur minn, er pabbi Ville Valo, söngvara HIM, uppáhaldshljómsveitarinnar hennar Tinnu! Þvílík tilviljun! Maðurinn hefur örugglega verið steinhissa á því að ég hafði engan áhuga á HIM vörunum í búðinni né að láta taka mynd af mér með sér, eins og er víst  vinsælt, segir Tinna. Það var þá satt sem mamma skrifaði á miða með eyrnalokkunum, þetta var mjög skemmtilegt!

Heyriði annars, svo ég útskýri titil bloggsins. Ég er sumsé vegabréfslaus næstu vikuna því ég var að staðfesta vikuferð til St. Pétursborgar 20.-26.október!!! Ég og Daniela, hin þýska, ætlum að fara með lest (þær einu úr hópnum, restin fer með ferju í 12 tíma... tja þið getið ímyndað ykkur að ég var ekki lengi að velja fararskjóta) og af því við förum með lest, sem er meira en helmingi fljótari á leiðinni, þá getum við verið aðeins lengur í St.Pétursborg - hversu vel hljómar það? En já, Rússar eru svakalega stífir á allt sem við kemur ferðamönnum svo ég þurfti að fara niður á ferðaskrifstofuna í dag, afhenda vegabréfið plús auka passamynd og umsókn um að komast inn í landið. Þetta ferli tekur slétta viku!

En talandi um ferðalög, hér kemur það sem Eyrún er spennt fyrir! Ég keypti mér bikiní í dag fyrir Ástralíuferðina!!! Hver kaupir sér bikiní 1.október? - ÉG! Það kostaði líka bara 8 Evrur samtals því það er alveg off season núna, mér fannst bara ekki hægt að sleppa þessum díl! Þó ég sé ekki bikinítýpan þá verð ég hinum megin á hnettinum þegar ég verð í þessu og þekki líklega ekki sálu nema Eyrúnu og Hrafnhildi, so who cares! Cool Einnig glittir í nýju fínu rúmfötin mín á myndinni sem ég keypti á svona líka glimrandi spottprís. Þetta verður maður að gera, á þessum verstu tímum, búandi í Evrulandi, elta tilboðin og útsölurnar!!!

Annars segi ég bara ta ta í bili, ætla að klára verkefni fyrir næstu viku því... *trommuþyrl* ...Vigga er að koma ekki á morgun heldur hinn!!! W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega drop dead gorgeous! Djö. verðum við flottar - segðu svo ekki að þú sért komin í Ástralíugírinn, darling!!

Oooog, ég segi bland í poka - blogg! Er sjálf meira fyrir myndir þessa dagana, en sögurnar þínar eru svo skemmtilegar! Finnst þessi fræga-pabba-saga mjög góð!

Kv. Kristín

Eyrún Ellý 1.10.2008 kl. 13:51

2 identicon

ótrúlega kjútt bikiní... þú verður algjört bjútí í Ástralíu!

knús til allra Finnana sem ég þekki .. 

.. jú og RISA knús til þín, gamla geit!

Elí frænka 1.10.2008 kl. 13:54

3 identicon

hehe, góð saga :P

 hver velur annars 12 tíma ferjuferð framyfir styttri lestarferð? Verður annars eflaust brjálað fjör að koma til St. Pétursborgar, væri alveg til í svoleiðis ferð.

 Svo á ég EKKI NEITT eftir að öfunda þig þegar þú verður komin í sumarfíling í Ástralíu akkúrat í miðju vetrarfjöri hér heima á klakanum. EKKI NEITT!!!

 kv. Dóri

Dóri 1.10.2008 kl. 14:47

4 identicon

Ég styð styttri frásagnir en kvarta þó ekki yfir góðum sögum jafnvel þó þær séu í lengri kantinum ;)

Ég vil einnig ýta undir áðurnefndri öfund minni að þú skulir vera að fara til Rússlands, passinn þinn á annars eftir að vera flootur þar sem rússneska áritunin er nokkuð skemmtileg, færð t.d. að vita hvernig nafnið þitt er skrifað á rússnesku :D 

Palli 1.10.2008 kl. 16:14

5 Smámynd: Rósa Gréta Ívarsdóttir

Já og þegiðu svo! Ég geri það sem ég vil, þú getur bara sjálfur verið stutt frásögn!!!!
(í anda Vodafone "skítt með kerfið" auglýsinganna í sumar, allt í gamni!)

En já, en spennandi með áritunina... ég hef nú þegar séð nafnið mitt skrifað á kóresku, ekki verra að sjá það á rússnesku líka, spennandi að vita hvaða s-hljóð þeir nota í nafnið mitt af þessum SEX sem þeir hafa um s-hljóð... merkilegt nokk!

Rósa Gréta Ívarsdóttir, 1.10.2008 kl. 16:23

6 Smámynd: Rósa Gréta Ívarsdóttir

Já og p.s. Dóri, ég minntist ekki á open bar þessa 12 tíma í ferjunni...

Rósa Gréta Ívarsdóttir, 1.10.2008 kl. 16:24

7 identicon

Sem þín allra siðprúðasta og penasta frænka þá verð ég nú að benda þér á elskulega að ekki telst það til siðs að flíka sínum privat flíkum á alheimsvefnum......bikiní or no bikiní....this is private....unless you´re down under darling... Just kidding......Alltaf gaman að lesa bullið í þér svo haltu því áfram sem mest og best ....og alls ekki verra þegar myndir fylgja með!  En þessi gamli skemmtilegi kall hefur þó ekki verið eins töff og Bo HallLove you,

Sigrún Berglind 1.10.2008 kl. 20:13

8 identicon

Já dííí sko, ef þú hefðir séð Ville sjálfan væri ég ennþá heima grátandi úr öfund! Og like I said before, þú verður að fara aftur og gefa pabbanum nr mitt og láta hann koma því á rétta staði ;) Hehe... Annars hlakka ég svo MEGA til 6. nóv þegar þú OG Jana komið hingað til mín :D

Tinna Kristinsdóttir 1.10.2008 kl. 20:30

9 identicon

on my way sweety!

Vigga 1.10.2008 kl. 21:14

10 identicon

Þegiðu bara þjálf :D

en hey hvað heitir hótelið sem þú verður á ?(ef Pribalskaya þá verðuru ekki fyrir vonbrigðum :P)

Palli 2.10.2008 kl. 09:42

11 identicon

Þetta er hið myndarlegasta bikiní :)

Bára Sig 6.10.2008 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband