Licence and registration please...
21.11.2008 | 16:09
Jæja, það er tvennt sem ég ætla að minnast á... já eða þrennt
Í fyrsta lagi, fólk er óduglegt við að kvitta fyrir komuna hérna á elsku síðunni minni, frekar skítt - er fólk bara farið að gleyma mér?
Í öðru lagi, ég er að fara til Lapplands í næstu viku, mun þar spreyta mig á hundasleða og hreindýrasleða ásamt því sem ég mun reyna að fá "Reindeer Driver's License" sem að sjálfsögðu mun rata á ferilskrána mína... ég er búin að hlæja að þessu í nokkra klukkutíma og finnst þetta ennþá fyndið!
Í þriðja lagi... það er kominn vetur í Helsinki, allavega er frostið komið sem skilar sér í rjóðum kinnum og trefli um hálsinn. Það er líka bara 31 dagur þar til ég fer heim til Íslands og það eru blendnar tilfinningar í gangi - ég er kolfallin fyrir Helsinki og Finnlandi yfir höfuð, mér líður rosalega vel hérna. Ég er kannski ekki að taka týpíska skiptinemapakkann á þetta þar sem ég ligg ekki í vodkaflöskunni alla daga og allar helgar sem mér sýnist vera siður því miður. Ég er meira í því að upplifa Helsinki á minn eigin máta, Rósa einfari... skiptir mig litlu þó ég sé ein að skottast eitthvað, finnst það bara fínt. Ég er nú samt búin að kynnast fullt af góðu fólki hérna úti og vona að þau tengsl haldist eftir að ég fer heim. En já, svona í heildina get ég ekki annað sagt en að ég sé eins og blóm í eggi!
Ég fór í bæinn áðan með Anni, finnskri vinkonu minni og ég varð hálf leið eitthvað yfir því að eiga bara fjórar vikur eftir hérna í Múmínálfalandinu. Hvar annars staðar sérðu hálfbera miðaldra karla sitja fyrir utan public sauna, pub tram-inn, fólk í stígvélum við hvaða klæðnað sem er, fólk með marglitt hár... æ og fleira og fleira yndislegt og fjölbreytt! Æ og bara... já ég er leið yfir því að þurfa að kveðja bráðum!
Ef þið klikkið á myndina af mér hérna til hliðar þá setti ég inn nokkrar myndir í dag frá einum af mínum mörgu hressingar- og kósýheita göngutúrum.
Hey, áskorun desembermánaðar er annars að fara á "Joulutarina" í bíó eða "Jólasaga" á finnsku!!!
Það held ég að verði vægast sagt áhugavert!
Athugasemdir
Góðan daginn Hulda, ekki búin að gleyma þér hérna megin!
Það styttist í annan endann, eins og ég segi - tíminn líður bara og líður og bíður ekki eftir neinum!
Þú ferð bara aftur til Finnlands, væri sko alveg til í að heimsækja þig seinna góða mín; ein ákveðin Múmínálfaeyja sem ég þarf að skoða svolítið
Verður að láta mig vita um Jólasöguna, finnska orðið hljómar svoldið eins og "jólatarína" - er það ekki svona djúpur diskur?
Kv. Kristín
Eyrún Ellý 21.11.2008 kl. 16:53
Æðislegar myndir, þú er alveg myndalistakona ! Njóttu borgarinnar !
Din mor
Silfursmiðurinn 21.11.2008 kl. 17:34
Rósa WHO.....???? Alveg búin að gleyma þér darling he heheheheheh heee, just kidding. Verður gaman að sjá þig þegar þar að kemur, þó það verði líklega ekki fyrr en eftir kengúruhoppið.... Ef þú þekkir einhvern sem er að koma frá Múmínálfalandi á næstunni þá máttu hvísla því að viðkomandi að pínkupons Múmínálfar eru bara æði.... Have fun darling see you, knús Sigrún Berglind ( your old spinster aunt...)
sigrun berglind 21.11.2008 kl. 18:16
Rósa mín hvað ertu eiginlega að gera í viðskiptafræði? Þú ert klárlega ljósmyndaraefni.. ég segi ekki annað.
Ég hlakka svo til að fá þig heeeeeeim.. en já ég kannast við þessa skrítnu tilfinningu að segja bless... þetta lagast elskan mín :)
"...þar sem ég ligg ekki í vodkaflöskunni alla daga og allar helgar sem mér sýnist vera siður því miður." FLOTT og lúmskulegt rím hjá þér þarna mín kæra
Kossar frá Ísalandinu fagra,
Jana
Jane 21.11.2008 kl. 18:50
Iss Rósa það þýðir ekkert að væla yfir að þurfa að kveðja Finnanna, hugsaðu frekar að þín bíði spennandi ævintýri á öðrum slóðum hvort sem það er heima fyrir, niðrí Ástralíu eða meðal hreindýra í Lapplandi
Palli 21.11.2008 kl. 23:07
Ég biðst innilegrar afsökunar á að kvitta ekki reglulega fyrir mig.
Gaman að heyra að þú sért að njóta þín þarna.
Sjáumst í Ástralalíu:) Ég og ferðafélagar mínir erum ekki alveg búnar að plana ferðina svo við vitum ekkert hvar við verðum á hvaða tíma en það væri superb ef við gætum komið því þannig fyrir að við hittumst.
Kv. Sæja
Sæja 22.11.2008 kl. 11:18
Want that one! (little Britain rödd)
Love u hunnýpæ!
hlakka til að sjá á þér sméttið í des - eða kannski bara í janúar...!
P.S. - Heldurðu að einn lítill Múmínálfur hafi kannski hoppað ofan í vasann þinn, ég nefnilega er viss um að hann langi rosalega til að eiga heima hjá mér!
Elí... 22.11.2008 kl. 21:32
Það er rétt hjá þér að það að liggja í vodkaflöskunni er miður siður
en já... það verður skrýtið að kveðja það sem þú ert búin að búa til þarna í Hel. En þá er bara að leita á ný ævintýri.. eins og til dæmis að fara til Ástralíu
Hlakka til að sjá þig um jólin! Og ég panta eina mynda að svaninum undirförla
Bára Sigurjóns 24.11.2008 kl. 13:09
Sæl stelpa
takk fyrir falleg orð...
Á bara að leggjast í landkönnuð á helginni, ekkert smá spennandi, ég ætla að upparta á kvennakvöldi hérna í Vestmannaeyjum með páli óskari, begga og pacasi...
460 konur og 3 hommar eða ævintýraferð til lapplands... - vildi frekar vera í þínum sporum
kv. Brynja
Brynja 25.11.2008 kl. 16:22
Sæl fröken... ég les alltaf hjá þér, þó ég hafi verið drulluléleg í blogginu undanfarið, og þess vegna heldur ekki lesið mörg blogg... :) Bið bara að heilsa þér í bili ;)
Tinna Kristinsdóttir 25.11.2008 kl. 17:49
Auðvitað fylgist ég líka spennt með ævintýrum þínum frænka, skil að þú sért svekkt að vera að fara strax... en það er alltaf möguleiki á að fara aftur til Finnlands ;)
Knus og kram,
Ágústa
Gústa frænka í mið-Danmörku 29.11.2008 kl. 22:20
Það var gaman að heyra íðilfagra rödd þína í gærkvöldi, hefði þó viljað vera í sama stuði eða ennbetra, hreinlega með þér!!.. hvað betra en að sitja í lopapeysu og lopasokkum að drekka kokteil úti í Lapplandi! Maður spyr sig.
Held því miður Rósa mín að þú hafir ekki staðist prófið á hreindýrasleðann... maður á víst ekki að velta sleðanum og enda úti í skurði.. *hrmpf*... :O)
Vigga 30.11.2008 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.