Nyhavn í gærkvöldi
10.11.2008 | 22:46
Helgin var yndisleg í alla staði, æðislegt að hitta stelpurnar mínar í Århus, við skemmtum okkur konunglega og höfðum gaman saman, fögnuðum komu Tuborg Julebryg á Heidi's o.fl. o.fl. Katrín kíkti svo til Århus á laugardaginn og við áttum kósý stund í Den Gamle By og á kaffihúsi í miðbæ Århus. Ég naut þess svo að slaka á í Köben í gær í góðum félagsskap og rölta niður að Nyhavn og til baka og rifja upp sumarið sem við Bára bjuggum í Köben, æðislegt en já ég er komin heim til Helsinki. Back to reality...
Kristian vinur minn spurði mig í gær hvort ég saknaði Reykjavíkur eitthvað. Ég get ekki sagt það, svona í hreinskilni sagt, ég sakna fólksins míns en Skype, Facebook og MSN eru alveg svakaleg hjálpartæki... mig langar að vera lengur úti, hvort heldur sem er hérna í Finnlandi eða annars staðar. En meira um svoleiðis pælingar seinna!
Takk aftur fyrir helgina elsku Tinna og Jana... og til hamingju með afmælið í dag Tinna mín, afmælisdagurinn þinn er löngu byrjaður í mínu landi svo ég má alveg óska þér til hamingju núna!!!
Og ein af okkur stöllum svona í lokin...
Athugasemdir
Takk elskan... og takk fyrir helgina!! ;*
Tinna Kristinsdóttir 10.11.2008 kl. 22:58
Kv. Kristín
Eyrún Ellý 11.11.2008 kl. 13:19
Takk sömuleiðis frú mín góð, ég skemmti ér sko konunglega!! Og já Tinna mín, happy birthday!
Jana 11.11.2008 kl. 18:26
Ji, hvað Nyhavn myndin minnir BARA á góða tíma...
Það er svo æðislegt að vera í Köben :o)
Kveðja, Bír
Bára bleika 11.11.2008 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.