Hver segir að tvíburi geti ekki tekið skyndiákvörðun?
6.11.2008 | 06:03
Þau ykkar sem ekki vita það, þá er ég komin með vinnu, jebb... ég er petsitter og er að mokgræða á því, ekki slæmt að fá launin greidd í Evrum núna haha! Hér til hægri má sjá hann Nero litla sem er alveg mesta krútt sem fyrirfinnst held ég... Eigandinn er bandarísk kona sem ég kynntist hérna út og þurfti nauðsynlega að skella sér með hópi af vinum sínum að skála í kampavíni fyrir Obama í hádeginu í gær... hehe!
Heyrðu, það var nú ekki það sem ég ætlaði að tala um. Ég ætlaði að segja frá skyndiákvörðun gærdagsins. Ég var semsagt að passa hvolpinn til 15:30 og stökk þá bara um leið upp í næsta tram, hviss bamm... fór úr honum við fyrstu hárgreiðslustofu sem ég sá, pantaði tíma og var komin í stólinn stuttu seinna. Ég var nú svo andskoti heppin að þau voru með 40% opnunartilboð þar sem þetta var ný stofa og var ég því bara lúmskt heppin. Ég þurfti þó að borga heila 51 Evru en þar sem ég hafði fengið 30 Evrur fyrr um daginn fyrir hvolpapössunina var þetta nú ekki nema 21 Evra, geri aðrir betur fyrri klippingu og litun sko! Ég fékk líka toppþjónustu, alveg stjanað við mig út í ystu æsar. Þær voru nú ekkert agalega sleipar í enskunni greyin, bæði eigandinn og klipparinn frá Víetnam en þær vinna svona on the side við að þýða finnsku yfir á víetnömsku og vice versa. Útkomu þessarar skyndiákvörðunar má sjá hér að neðan. Held þetta sé bara afar vel heppnað, svona fyrir utan aðeins of stuttan topp, já mamma, ég var ekki nógu sátt... en hann vex fljótt! Var líka agalega sátt við að ljósu strípurnar mínar sjást í gegn
Meðan ég var að bíða eftir tímanum ákvað ég bara að taka einn hring með tram nr.10 svona í sólarlaginu, afar kósý... það var hinsvegar ekkert agalega kósý veður í gær, drullukalt, já drullukalt segi ég! Fyrsta skipti sem ég kvarta undan kuldanum hérna í Finnlandi... ó boj! Ég hélt í alvöru að ég myndi ekki hætta að skjálfa á stoppistöðinni fyrir utan hárgreiðslustofuna, stóð mig m.a.s. að því að bölva kuldanum upphátt á íslensku... sem minnir mig nú á gaurinn sem stóð á bakvið mig í tram á leiðinni heim... allt í einu heyrist í honum "Suicide doors..." - og ég snéri mér við, þá var hann bara að syngja með einhverju lagi óvart upphátt og varð agalega kjánalegur þegar ég leit á hann. En já, aftur að hárinu...
P.s. ég er farin til Danmerkur, sjáumst eftir helgi...
p.p.s. ef ég væri jólasveinn væri ég líklega Gáttaþefur, allavega according to myndin hérna að ofan... en það er töff að vera með stórt nef, það er í tísku, ég sver það...
Helsinki out!
Athugasemdir
Fínn litur, sbr. umræðuna okkar um daginn! :)
Vonandi fær maður þó að sjá framan í þig á myndum héðan í frá hohoho... Hafðu það gott í DK og skemmtu þér vel! ... ég keyri bara um á meðan á nýja bílnum njanjanja...
Kv. Kristín
Eyrún Ellý 6.11.2008 kl. 09:27
Hæ, agalega fínt hárið kona :)
Góða skemmtun í Köben, komdu við á Bygglandsgade ef getur ;)
Bára Sigurjons 7.11.2008 kl. 10:04
Snilldarlega vel klippt, ég hefði ekki getað klippt þig betur og hef nú æfingu í því ! Því styttri, því flottari ! Passaðu þig á Dönunum :)
Din mor
Mamma 8.11.2008 kl. 00:03
Jii minn þessi hnoðri er algjört krútt..nú mátt þú fara að segja mér hvernig þú landar allaf þessum hundapössunargiggum þínum Rósa Gréta? *öfund*
Silja 11.11.2008 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.