Nei hver andskotinn...
4.11.2008 | 22:46
Ég er hluti af þessum minnihlutahópi... greyin við... bæld, lifum skemur og þurfum að kaupa sérstakar stílabækur svo dæmi séu nefnd! Hérna eru nokkrar skondnar staðreyndir um örvhenta... veit ekki hversu margar af þeim eru sannar en skemmtilegar eru þær samt!
- Samkvæmt breskri könnun er hlutfall örvhentra eitthvað um 10%, heldur hærra meðal karla (11,6%) en kvenna (8,6%)
- Líkurnar á að tveir rétthentir foreldrar eignist örvhent barn eru 9,5%, þær hækka svo upp í 19,5% ef annað foreldra er örvhent og hækka enn upp í 26,1% ef báðir foreldrar eru örvhentir
- Um 20% fólks eru "örvfætt", helmingi fleiri en fjöldi örvhentra
- Yfir 2500 manns deyja árlega við það að nota áhöld sem ætluð voru "rétthentum"
- "Rétthentir" lifa að meðaltali 9 árum lengur en örvhentir
- Allir ísbirnir eru örvhentir
- Flestir örvhentir teikna fígúrur með andlitið til hægri
- Það eru miklar líkur á að annar tvíbura verði örvhentur
- Örvhentir aðlagast hraðar því að sjá í vatni
- Örvhentir standa sig að meðaltali betur í tennis, hafnabolta, sundi og skylmingum
- Örvhentir ná kynþroska að meðaltali 4-5 mánuðum á eftir rétthentum
- 4 af 5 upprunalegu hönnuðum Macintosh tölvunar voru örvhentir
- 1 af 4 geimförum voru örvhentir
- 20% af öllum eineggja tvíburapörum hafa einn örvhentan og einn "rétthentan".
- Í mörgum siðmenningum telst það argasti dónaskapur að borða með vinstri hendi
- Bart Simpson er örvhentur
- Jimi Hendrix var það líka
- Froskurinn Kermit er örvhentur
- Flestir tyggja meira með öðrum helming munnsins en öðrum. Rétthentir tyggja meira með hægri hlutanum.
- Hundar og kettir, eins og mannfólkið eru annaðhvort örvhentir eða rétthentir... (-loppaðir?)
- Örvhentir geta átt auðveldara með að opna krukkur en rétthentir. Það er vegna þess að örvhentir eiga auðveldara með að beita þrýstingi í andhverfa átt. Rétthentir eiga hinsvegar auðveldara með að loka krukkum.
Örvhentir bældari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
... ÉG VISSI ÞAÐ... ÞÚ ERT ÍSBJÖRN! hahaha
Elí frænka 5.11.2008 kl. 07:48
Jebb, örvhentur ísbjörn sem á agalega auðvelt með að opna krukkur!
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 5.11.2008 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.