St.Pétursborg í hnotskurn

Ég fór til St.Pétursborgar með námskeiði sem kallast IMEA 20.-26.október síðastliðinn. Ég er ekki í þessu námskeiði en fékk að fljóta með bara í gamni og sé sko ekki eftir því! Ég ætla ekki að fara út í detail um ferðina, það tæki mig svona ca. viku. Ætla hinsvegar að koma með svona recap af ferðinni í eins stuttu máli og ég get. Svo tók ég massíft mikið af myndum sem eru á Flickr.

Mánudagur 20.10

Við tókum lestina frá Helsinki kl. 7:20 og vorum einhverja 5 tíma á leiðinni. Ég er agalega hrifin af lestarferðum, finnst það einn þægilegasti ferðamáti sem ég hef prófað hingað til. Gerard, kennari IMEA, heilsaði mér á lestarstöðinni með handabandi: "Hello Iceland, I love your country!" - hann hafði semsagt farið þangað einu sinni og kolfallið.
Ég þurfti að sýna vegabréfið mitt tvisvar, finnsku landamæraverðirnir skoðuðu það hérna megin við landamærin og svo tóku Rússarnir vegabréfin hinum megin... þeir eru furðulegir, örugglega að reyna að sýna eitthvað vald. Það hefði tekið helmingi styttri tíma fyrir þá að stimpla vegabréfið um leið og þeir skoðuðu það en nei...Jæja, við fyrstu sýn var Rússland nákvæmlega eins og ég hafði ímyndað mér það. Mér fannst fólkið allt líta eins út, allt voða grátt og gamalt og löggur og hermenn út um allt. Umferðin var svo ekki að bæta ofan á það ásamt dónalegum rútubílstjóra. Við Daniela settumst fremst í rútuna og fengum þess vegna hið fínasta sightseeing á leiðinni á hótelið. Moskva Hotel, mæli með því!
Við fengum "the day off" svo við Daniela ákváðum að skutla okkur í metró-ið niður í miðbæ og skoða okkur um. Metró-ið var fyrsta svaka upplifunin í ferðinni, 150-200 m niður í jörðina í tré rúllustiga og svo inn í metró-ið inn um eiginlegar lyftudyr sem opnuðust á svona 10 mínútna fresti og þá steig maður beint inn í metró-ið í dimmu röri... já mamma, þú hefðir ekki getað þetta. Jæja, dagurinn fór semsagt í það að skoða miðborgina og svo ákváðum við að labba heim á hótel, sem gekk nú ekki betur en það að við löbbuðum í 4-5 tíma eins mikla krókaleið og hægt var (sáum það eftir á) en við græddum á því bara, sáum meira en aðrir af borginni svona fyrsta daginn! Ég neita að segja að við höfum týnst... við vorum alltaf með á hreinu hvar við vorum... en kannski ekki alveg með á hreinu hvar hótelið var! Blush

Þriðjudagur 21.10

Dagurinn fór í námskeiðið "Doing business in Russia" hjá professor Andrey Medvedev í skólanum sem ég get ekki borið fram nafnið á. Merkilegur kall. Hann sagði mér að ég væri fyrsti Íslendingurinn að koma með Gerard frá Finnlandi. Gerard hefur farið með nemendur til Rússlands 2svar á ári síðustu 14 árin svo mér fannst þetta frekar merkilegt.
Dagurinn var mjög svo skemmtilegur og fræðandi og ég reyndi að innbyrða allt sem ég gat þrátt fyrir að taka öllu með fyrirvara sem professor Andrey sagði, hann sér Rússland sem einhvern nafla alheimsins! Skólinn er gamall, klósettin viðbjóðsleg og mötuneytið eins og í einhverjum herbúðum, hreinlæti er eitthvað sem er ekki í hávegum haft í Rússlandi því miður... upplifun svona vægast sagt! Fór að sofa snemma um kvöldið, gjörsamlega uppgefin.

Miðvikudagur 22.10

Fyrri fyrirtækjaheimsóknin. Ég er vön að fara í vísindaferðir svo ég mætti í mínu fínasta pússi sem ég hafði meðferðis og setti á mig andlit. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með samnemendur mína sem mættu ósturtuð, í strigaskóm og mygluð og voru með fíflalæti í heimsókninni. Ég veit ekki hvað HR-ingarnir mínir myndu segja við svona löguðu. Við sýnum þó allavega þá virðingu í fyrirtækjaheimsóknum heima að vera með þögn meðan talsmaður fyrirtækisins talar og sýnir okkur fyrirtækið guð... JÆJA, mjög skemmtilegt fyrirtæki sem svipar til Nýsis heima á Íslandi, kaupir eignir í St.Pétursborg, gerir þær upp og leigir út til fyrirtækja. Konan sem tók á móti okkur var hinsvegar með sílíkon í vörunum, bótox í enninu og sitthvað fleira og minnti mig einna helst á Cindy dúkku ef einhver man eftir þeim!

Fimmtudagur 23.10

Dagurinn fór í case study með rússneskum nemendum. Undir lokin áttum við að kynna niðurstöðurnar og gekk það bara ágætlega. Tók samt eftir sérstöku tendence hjá rússnesku nemendunum að þau eru grimmari við hvort annað þegar við höfðum tækifæri á því að spyrja út í fyrirlestra hjá hvoru öðru. Merkilegt hvað þetta komst stundum nálægt því að vera rifrildi, yfir engu! Eyddi kvöldinu uppi á hótelherbergi að læra fyrir prófið sem átti að vera daginn eftir.

Föstudagur 24.10

Seinni fyrirtækjaheimsóknin, rafmagnskaplafyrirtæki sem eingöngu er á rússneskum markaði og er rétt að byrja að færa út kvíarnar. Aftur mætti ég í mínu fínasta pússi og enn og aftur höguðu vissir nemendur í hópnum sér eins og fávitar. Hinsvegar kom mér nú á óvart að það var ein kona í fyrirtækinu sem talaði ensku og var túlkur fyrir alla. Einnig var maðurinn sem fór með okkur í túr um verksmiðjuna djöfuls dóni og sagði m.a.s. Gerard kennaranum okkar að steinþegja því hann væri að tefja ferðina með einhverju röfli... hann talar reyndar agalega mikið en samt... pahaha... merkilegt!
Við áttum að fara í próf eftir fyrirtækjaheimsóknina en þar sem einhverjir nemendur í hópnum voru svo þunnir eftir fyllerí kvöldið áður var því frestað... wtf?!? Jæja, ég kvarta ekki svosem. Hópurinn tvístraðist svolítið en við fórum í eina safnaheimsókn og svo út að borða. Ég, Daniela, Ítalarnir og Grikkinn (sem á afmæli sama dag og ég btw) og Gerard, kennarinn fórum í rússneskt hlaðborð og skemmtum okkur feiknavel. Ég gleymdi að minnast á það að hann Gerard er einn fyndnasti kennari sem ég hef kynnst, minnir mig pínulítið á Dr.House reyndar.
Við Daniela fórum svo um kvöldið á hótelbarinn og sameinuðumst svo nokkrum öðrum úr hópnum á hæðinni okkar og spiluðum og spjölluðum fram á nótt.

Laugardagur 25.10

Heimferð hjá öllum... nema mér og Danielu, við höfðum ákveðið að vera eina nótt lengur og vá hvað ég sé ekki eftir því. Við notuðum laugardaginn í túristarölt og skoðuðum það sem við höfðum ekki haft tíma í að skoða hingað til.

Sunnudagur 26.10

Við vöknuðum klukkutíma seinna en við ætluðum, skutluðum okkur í morgunmat og pökkuðum svo niður í flýti. Við áttum að tjekka okkur út fyrir kl. 12 og ætluðum að reyna að skoða okkur aðeins meira um áður en það tókst ekki. Þegar við vorum svo búnar að tjekka okkur út (um 11 héldum við) þá komumst við að því að það var búið að breyta í vetrartíma svo klukkan var ekki nema 10!!!
Gerard hafði mælt með því að við myndum skoða Alexander Nevsky monastery hinum megin við götuna hjá hótelinu og jafnvel ganga að gröf Tschaikovsky sem við gerðum. Við gengum m.a.s. aðeins lengra og lentum í messu í kirkjunni. Ég held að það hafi verið hápunktur ferðarinnar að mörgu leyti. Ég held ég hafi sjaldan upplifað jafn fallega athöfn. Þetta er strangtrúuð kirkja svo ég þurfti að hylja hárið og helst áttum við að vera í síðu pilsi en við sluppum inn. Þegar inn var komið heyrðist þessi ofsafallegi kirkjukór syngja og ilmur af hundruðum kerta sem kveikt var á. Engir bekkir voru til staðar heldur stóðu allir og horfðu upp að altarinu, sungu og báðu með prestinum og beygðu sig og hneigðu... Fyrir mig var þetta svo yfirþyrmandi og fallegt að ég byrjaði að hágráta!

Ég kom agalega sátt til Helsinki seint á sunnudagskvöldið, lestarferðin heim tók 6 tíma þar sem rússnesku landamæraverðirnir tóku sér klukkutíma lengur í að fara yfir vegabréfin. St.Pétursborg er ofsalega falleg borg þó hún sé skítug, íburðarmiklar og fallegar byggingar og mikil saga til staðar. Fólkið er sérstakt, tískan sérstök og allir hættir og siðir aðeins öðruvísi en ég er vön. Ég var pínulítið fegin að komast í öryggið hérna í Finnlandi, mér fannst ég aldrei vera 100% örugg þarna í Rússlandi þó þetta hafi verið svakalega skemmtileg og áhugaverð heimsókn.

Úff, í stuttu máli sagði ég í byrjun... jæja, fokkit! LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vúhú, loksins ferðasagan! Þetta hefur verið alveg frábær ferð - hlakka líka til að heyra frá gærdeginum
Alltaf stuð hjá þér mín kæra! Heyrumst í kvöld!

Kv. Kristín

Eyrún Ellý 2.11.2008 kl. 13:31

2 identicon

Gaman að fá ferðasögu, örugglega skemmtileg upplifun að hafa komið til Rússlands! Hlakka til að sjá þig... á fimmtudaginn! :D

Tinna Kristinsdóttir 2.11.2008 kl. 13:44

3 identicon

flott ferdasaga Rósa mín, mikil aevintýri og thú hefur ordid thjódinni til sóma sem mátti nú alveg búast vid ;D

Hafdu thad gott í Finnlandinu 

Palli 3.11.2008 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband