Kello on kahdeksan illalla

Klukkan er átta... og nú verða sagðar fréttir  (nei reyndar stendur bara "klukkan er átta að kvöldi" en hitt varð að fylgja með, minnir mig svo á gufuna heima á Íslandinu góða)

Ég landaði 6 Ects í dag held ég.

Fékk hrós fyrir lokaverkefni í öðru námskeiðinu frá kennaranum (horror hópverkefnið nota bene sem ég vann alein frá a-ö). Hann kom sérstaklega til mín og sagði skýrsluna mína hafa skarað fram úr og verið langbesta í bekknum. *mont*mont*

...Vona líka að ég hafi staðið mig ágætlega á finnskuprófinu mínu. Ég gat allavega sagt "Minä syön kanapastaa valkosipulilla ja juon appelsiinimehua. Minä en juo kahvia ja en puhu suomi" sem þýðir lauslega að ég borði kjúklingapasta með hvítlauk og drekk appelsínusafa. Ég drekki hinsvegar ekki kaffi og tali ekki finnsku.

Fór í göngutúr í fyrradag í skóginum hérna við hliðina á götunni minni bókstaflega. Man ómögulega hvað þetta útivistarsvæði heitir. Þar hitti ég meðal annars á þessa félaga hér að neðan. Ég rakst líka á fólk í reiðtúr með hrossin sveipuð í flísteppi (eymingjarnir...), afgirt svæði fyrir fólk með hunda, graffiti á óskiljanlegum vegg í miðjum skóginum og litla krakka á reiðnámskeiði. Ég er sumsé farin að hlakka til að fara í næsta göngutúr. Ævintýri á hverju strái.

 

Annars fer ég á ferðaskrifstofuna á morgun að sækja vegabréfið mitt sem er búið að vera í tvær vikur í rússneska sendiráðinu... kannski þeim hafi fundist ég svona grunsamleg Bandit - en þeir ákváðu nú að stimpla það fyrir mig og nú er ég 100% á leiðinni til St.Pétursborgar á mánudagsmorgunn kl. 07:30!!!

Jæja, ætla að klára kjúklingapastað mitt. Eftir að hafa sýnt þessa ritsnilld í morgun langaði mig svo í réttinn að ég bara bjó hann til, hviss bamm! Og hvað er ég að drekka með? Jú, appelsínusafa of course! Ég verð nú að standa við það sem ég skrifa, ég gat nú ekki farið að ljúga að kennaranum mínum!!!
(P.s. guð minn góður, hversu oft hefur maður skrifað eitthvað torf á tungumálaprófi samt?)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fegin að þessi verkefnavinna dauðans er búin hjá þér - nú eru það bara skemmtilegheit í St. Pétursborg!

Búin að vera með þetta á heilanum síðan um daginn: "Hér er Brúskur, með sitt brúna skott, og brúnar liprar loppur - hann er til í heimskupör, hann vill alltaf líf og fjör. Ævintýrin heilla hann, heyrum nú um íkornann"!

hahaha

Kv. Kristín 

Eyrún Ellý 17.10.2008 kl. 10:09

2 identicon

en þú laugst í finnskuprófinu.  segist ekki tala finnsku. yeah right, eftir svona romsu og fleiri til þá kanntu finnsku

louie 17.10.2008 kl. 16:55

3 identicon

Til lukku með hrósið, þú áttir það sannarlega skilið. Ég hef aldrei heyrt af háskólanema sem copy paste-ar af wikipedia... seisei.

Verð að segja þér aftur að ég öfunda þig geðveikt að vera að fara til St. Petursborg...

Góða skemmtun´skan :)

Bára bleika 17.10.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband