Aðlögunarhæfnin

Eyrún sendi á mig skemmtilegan link áðan á "You know you have been in Finland too long when..." - sem ég reyndar fékk sendan hérna þegar ég var nýflutt út. Ég ákvað þó áðan að nota tækifærið og fara gegnum listann aftur bara í gríni, þó ég sé bara búin að vera hérna í tæplega 2 mánuði. Það sem varð þó til þess að ég bloggaði um það var að ég er að borða harðfiskinn minn sem Vigga kom með og fór fram í ísskáp að ná í smjör með. Á dollunni stendur "laktos fri" - þið skiljið af hverju þetta varð til þess að ég bloggaði þegar þið lesið þessa færslu. Ég tók nokkrar staðreyndir út sem mér fannst standa upp úr og pósta þeim hérna. Margar eiga nú við Ísland líka, það viðurkenni ég. Listann í heild getið þið séð hérna:

You know you've been in Finland too long, when...

1. You rummage through your plastic bag collection to see which ones you should keep to take to the store and which can be sacrificed to garbage.
Þetta geri ég reglulega, vel úr pokana sem er gott að bera vörur í og nota hina í ruslafötuna í eldhúsinu. Pokar eru dýrir!

2. It's acceptable to eat lunch at 11.00.
Ójá, það er bara þægilegt. Stundum byrja ég í tíma kl. 12:15 og þá er gott að vera búin að borða!

4. You think it's normal that 22 year olds need fake ID
Hérna er 24 ára aldurstakmark á alla heitustu staðina svo... já finnst það ekki skrýtið!

5. When a stranger on the street smiles at you, you assume that:
   a. he is drunk
   b. he is insane
   c. he is American
   d. he is all of the above
Ég hef staðið mig að því að hugsa a og b...

6. You don't think twice about putting the wet dishes away in the cupboard to dry.
Já, þetta er bara mjög þægilegt. Finnar eru nefnilega með skáp yfir vaskinum með grindum í staðinn fyrir hillur. Ég hef mikið verið að íhuga af hverju þetta er ekki til staðar heima í staðinn fyrir grindurnar á vaskinum sem taka allt pláss í heiminum!

9. Silence is fun.
Já það pirrar mig ef fólk talar of mikið. Það er ekki óeðlilegt ef ég og meðleigjandinn tölum ekki saman heilu dagana nema "Moi" og "Moika" sem eru eingöngu orð til þess að heilsa og kveðja.

10. The reason you take the ferry to Stockholm is:
   a. duty free vodka
   b. duty free beer
   c. to party...no need to get off the boat in Stockholm;
       just turn around and do it again on the way back.
   d. all of the above
Haha, hef ekki ennþá farið en já, ætli þetta eigi ekki vel við ferðina sem ég fer í, í nóvember.

12. You pass a grocery store and think "Wow, it is open, I had better go in an buy something!"
Haha ó guð já... hef staðið mig að þessu.

13. Your native language has seriously deteriorated; you begin to "eat medicine", "open the television", "close the lights off", and tell someone "you needn't to!" Expressions like "Don't panic" creep into your everyday language.
Ég hef ekki verið hérna lengi en stundum geri ég fáránlegar málvillur. Hinsvegar er ég hætt að kippa mér upp við þegar Finnar tala ensku og ruglast á "he" or "she" þar sem þeir hafa eitt pers.forn. fyrir 3.pers. og líka segja þeir "can I borrow you sth..." eins og Danirnir

15. Your idea of unforgivable behaviour now includes walking across the street when the light is red and there is no WALK symbol, even though there are no cars in sight.
Þetta er reyndar ekki alveg satt, Finnar eru duglegir að fara yfir á rauðu. En mér finnst ekkert að því að bíða eftir græna kallinum þó það sé enginn bíll nálægur.

16. Your notion of streetlife is reduced to the few teenagers hanging out in front of Helsinki railway station on Friday nights.
Haha, þetta pirraði mig í fyrstu, allir þessir unglingar... en núna finnst mér þetta kósý þegar ég er úti á kvöldin.

18. Sundays no longer seem dull with all the stores closed, and begin to feel restful instead.
Guð já, sunnudagar eru svo sannarlega hvíldardagar.

19. "No comment" becomes a conversation strategy.
Haha... ójá, sérstaklega í skólanum og það kippir sér enginn upp við það ef maður segir No comment.

20. You finally stop asking your class "Are there any questions?"
Þetta er verra en á Íslandi. Kennari heima fær þó allavega eina eða 2 samúðarspurningar. Ekki hér, bara dauðaþögn.

22. Your old habit of being "fashionably late" is no longer acceptable. You are always on time.
Ónei. ég er annað hvort sein eða aðeins of snemma í því. Það síðarnefnda hefur þó ágerst undanfarið, oó - er ég að fara að verða tímanlega manneskjan?

26. You hear loud-talking passengers on the train. You immediately assume:
   a. they are drunk
   b. they are Swedish-speaking
   c. they are American.
Ó guð... ég hugsa alltaf "helvítis fyllibyttur" þegar einhver talar hátt í tram eða lestinni.

37. You just love Jaffa.
Játs... Jaffa appelsín og Jaffa grape... love it!

38. You've come to expect Sunday morning sidewalk vomit dodging.
Jájá, það er svoleiðis heima líka en frekar áberandi hérna

43. You know that "mens public bathroom" is another phrase for sidewalk.
Heyrðu já djö... ég er orðin vön því að karlmenn stoppi bara wherever og mígi... þó þeir séu ekki fullir

47. You've become lactose intolerant.
Það fer að líða að því, líkaminn orðinn vanur því að borða allt þetta "laktos fri" dæmi og myndi örugglega ekki höndla venjulegt fæði haha.

50. You stand in a bus if you can't find a vacant pair of seats.
Já auðvitað, stend jafnvel upp á endann ef það eru laus sæti. Gamalt fólk gæti þurft að nota þau.

53. The only couple talking in a tram or a bus always seems to annoy you.
Ég hef fengið dauða-look frá Finnum í tram þegar ég er að tala við einhvern sem er með mér.

54. You refuse to cross a totally empty street until there is a green light.
Haha já, hef lent í þessu oft að vera við götu þar sem enginn er að keyra og standa með svona 10 öðrum að bíða eftir græna kallinum.

55. You are immediately suspicious when somebody starts talking to you in the street.
Ó guð já...

56. You no longer have a problem accepting money from someone bumming a cigarette.
Tók eftir þessu hjá hollenskri vinkonu minni. Við vorum báðar hálf gáttaðar á því þegar það kom finnskur gaur upp að henni og rétti henni fullan lófa af klinki og bað um sígarettu.

59. YOU CAN'T UNDERSTAND WHY PEOPLE LIVE ANYWHERE BUT IN FINLAND!!!!
Nei... Ísland bezt í heimi!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja vinkona, þú ferð að festa rótum þarna, eins og ég segi!
Sakna þín samt voða mikið og hugsa til þín þarna úti í úglandinu...

Kv. Kristín

Eyrún Ellý 10.10.2008 kl. 13:17

2 Smámynd: Rósa Gréta Ívarsdóttir

Æ já, ég sakna þín líka góða!
Ég er orðin svo meyr eftir að ég kom hingað - held að fólk verði hissa á mér þegar ég kem heim, hef nú ekki verið þekkt fyrir óþarfa kjass og knús hingað til... haha

Rósa Gréta Ívarsdóttir, 10.10.2008 kl. 13:24

3 identicon

vá hvað ég væri til í einn Jaffa núna.. Einmitt að horfa á tómar flöskur hérna heima sem ég keypti á flugvellinum úti..  handtaskan mín var full af Jaffa við heimkomu haha... níðþung en maður lætur sig hafa ýmislegt.

 en já gott að harðfiskurinn kom að góðum notum fyrir fátæka námsmanninn í kreppunni... vona að Ópal-flaskan verði það seinasta fyrir valinu ef kreppan heldur mikið lengur áfram.. ewr...

Vigga 10.10.2008 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband