Pínu heimþrá
7.10.2008 | 13:06
Jæja, helgin með Viggu leið allt of hratt!
Við kynntumst tveimur agalega fínum stelpum á flugvellinum sem eru í verknámi í hjúkrun uppi í Turku næstu 5 vikurnar og rákumst á þær allavega þrisvar um helgina - Ég nota kannski tækifærið og kíki upp til Turku og fer í Múmíngarðinn í leiðinni???
Við Vigga skemmtum okkur konunglega í milda haustveðrinu hérna í Helsinki. Hentum okkur strax á föstudaginn niður í bæ til að skoða búðir og svona rétt að fá fílinginn í miðbænum. Vigga keypti regnhlíf út af rigningunni sem var góð hugmynd því það kom ekki dropi úr lofti eftir það!
Við kíktum auðvitað aðeins á næturlífið hérna sem var rosa fjör, spókuðum okkur í miðbænum á laugardeginum, kíktum í búðir og tylltum okkur svo fyrir utan kaffihús með könnu af Sangríu. Í gær lékum við túrista, skoðuðum dómkirkjuna, fórum í stutta ferð út í eyjuna Sveaborg sem liggur hérna rétt fyrir utan og löbbuðum um miðbæinn. Það var reyndar dálítið rok í gær en það skemmdi ekki fyrir okkur, við sáum svo margt skemmtilegt fólk, enda eru íbúar Helsinki vægast sagt fjölbreyttir.
Einn maður stóð þó upp úr sem við sáum í ferjunni út í Sveaborg. Hann var klæddur í fínustu jakkaföt, frakka utan yfir, með ógeðslegustu "hálf"dredda sem ég hef séð, rammskakkur eða pissfullur og var með harmonikku í poka. Svo í ferjunni dró hann upp harmonikkuna og hóf að spila einhver frumsamin lög með þvílíkum tilþrifum og búkhljóðum. Já, við eiginlega grétum úr hlátri.
Ég grét úr mér augun á flugvellinum þegar ég hitti Viggu, gerði mér allt í einu grein fyrir því að ég væri ein í útlöndum. Heimþráin hefur hinsvegar ekki látið á sér kræla fyrr en í gær þegar við kvöddumst á flugvellinum. Mig langaði bara pínulítið að lauma mér með heim, bara að kíkja heim í 2 daga... bara aaaðeins að kíkja Sú löngun hvarf svo þegar ég vaknaði í morgun, ég lifi svo yndislegu lífi hérna úti í Helsinki.
Ég segi nú ekki að það sé allt dans á rósum hérna. Mér eiginlega féllust hendur í gær þegar ég var að leggja lokahönd á verkefni í einu námskeiði hérna. Hópfélagar mínir fengu það verkefni að skrifa fræðilegan texta um ýmis markaðsfræðileg hugtök sem ég myndi svo flétta inn í umfjöllun um fyrirtæki sem við völdum fyrir verkefnið.
Ég fór að athuga textann í gærkvöldi og fannst hann vægast sagt aðeins of vel skrifaður. Sérstaklega þar sem þau eru frá Spáni og Kóreu og eru eiginlega með öllu ótalandi og skrifandi á ensku og spurðu mig 4 dögum fyrir skil á verkefninu "What is this, target groups?" - sumsé viðfangsefni námskeiðsins frá a-ö. Heyrðu, ég gerði stikkprufur og prófaði að gúggla textabrot frá þeim öllum... jámm... copy/paste af Wikipedia. Ég átti ekki til orð! Er þetta fólk ekki í háskóla???
Tinna mín var hinsvegar svo yndisleg að hjálpa mér að klára að skrifa þessa texta sem þetta lið átti að gera svo ég gæti klárað verkefnið in time því ég átti eftir að klístra þessu saman og yfirfara u.þ.b. 5.000 orð sem ég var sjálf búin að leggja til (u.þ.b. 95% af verkefninu). Ég get seint þakkað þér nógu vel Tinna mín! Ég sat til kl. 05:05 í morgun við að klára þetta meðan þau sváfu róleg heima hjá sér. Við áttum sumsé að skila á miðnætti eða fram eftir nóttu.
Urr, nú er ég búin að pústa nógu mikið í bili. Á morgun tekur við hópverkefni með manni frá Nígeríu sem ber enga virðingu fyrir konum what so ever, held hann sé samt hræddur við mig þar sem ég sendi honum vægt hate mail eftir að hann var búin að drulla yfir mig og aðra stelpu í hópnum okkar sem skoðar emailið sitt einu sinni í mánuði hahaha! Já það tíðkast einmitt ekki þessi gígantíska netnotkun hérna eins og heima á Íslandi hehe...
Annars er ég pínulítið veik, voða drusluleg eitthvað.. Ein finnsk stelpa í skólanum hafði m.a.s. orð á því í dag hvað ég væri þreytuleg - hehe, já þó Finnar séu lokuð þjóð þá eru þeir frekar blátt áfram, svona eins og Þjóðverjarnir... ég venst því einmitt seint hversu lítið þeir liggja á skoðunum sínum. Sem dæmi þegar ein ónefnd þýsk vinkona mín sagði "You don't look bad, you're just a little bit fat" og hún var virkilega að meina þetta sem hrós.
Já það er skondið og skemmtilegt að sjá muninn á Íslendingum og öðrum Evrópuþjóðum. Við erum lík en samt svo ólík.
Nóg í bili. Helsinki out!
p.s. tók einhver eftir því að ég minnist EKKERT á efnahagsástandið þrátt fyrir að ég búi í Evrulandi og gengið fucked? ...úps
Innskot 08.10.08
Heyrðu, gleymi ég alveg að minnast á "Partý í poka" sem Vigga kom með handa mér... Herregud! Death Magnetic með Metallica, harðfiskur, kleinur, Siríus súkkulaði og Opal skot. Ég hef nú upplifað verri partý en það!!! Takk aftur Vigga mín
Athugasemdir
Ji, alveg er þetta það jákvæðasta sem ég hef lesið í allan dag!
Allt nema helv. pakkið í hópnum þínum, hefði ég bilast! Hef víst heyrt líka fleiri svona hryllingsWikipedia-sögur úr öðrum erlendum háskólum, t.d. í Japan! Kommon...
Hafðu það annars gott í Evrulandinu, vonandi verður þetta betra með föstu gengi...
Kv. Kristín
Eyrún Ellý 7.10.2008 kl. 13:19
WE ARE IN SHAPE - ROUND IS A SHAPE!
Love u hunný!
Elí frænka 7.10.2008 kl. 16:00
Það var lítið fyrir hjálpina Rósa mín, meiri bjánarnir sem eru með þér í hóp... Gaman að heyra hvað var gaman hjá þér og Viggu, vona að ykkar heimsókn verði í sama dúr ;)
Og með efnahagsástandið.. tjah... gerist varla mikið verra, er það nokkuð? ;)
-Tinna
Tinna Kristinsdóttir 7.10.2008 kl. 16:23
Ómægod þýska gellan!! Löðrungaðu hana fyrir mig næst þegar þú sérð hana Nei, segi svona.
Láttu mig annars þekkja heimþrána, svona leið mér í hvert skipti sem fólk fór heim til Íslands eftir að hafa verið í heimsókn hjá mér. Eeeeeen það styttist í að þú hittir okkur Tiny í DK og svo fer nú að styttast í jól og þá kemurðu nú heim til Ísalandsins fagra :)
Þetta wikipedia lið minnir mig á einn mann sem var með okkur í skóla... segi ekki meira
...
Jana 7.10.2008 kl. 18:32
Takk æðislega fyrir helgina kerlingin mín og gestrisnina.. þetta var alveg frábær helgi! Margar sögurnar en ég held hjá að gaurinn í ferjunni hafi toppað allt.. "buuuuup".. vá hélt ég yrði ekki eldri þegar hann rak þarna við á okkur og hljóp brosandi út úr ferjunni....
Ég skildi regnhlífina eftir hjá þér þannig að ég býst ekki við að það muni rigna meira hjá þér þangað til þú kemur heim..
Vigga 7.10.2008 kl. 22:02
hola,sé að þið vigga hafið skemmti ykkur vel .. elskurnar.. hahaha.. þetta var amk óborganlegt samtal á msn.. ekkert samhengi what so ever og endalausar óskir um video samtal.. hahaha... þið eruð æðislegar..
ég er ekkert smá ánægð með þig að ræða ekkert um efnahagsmál, sjálf er ég aðallega að breiða út gjæsku og yndisleika, gott skap og þakklæti hér heima því að allir virðast þjást af fjárhagsþunglindi.. ekki gott.. fólk ætti bara að hugsa til baka og horfa á það af hverju það er statt þar sem það er.. þurftum við endilega að kaupa okkur þennan Audi A6 elskan.. ? Eða var alveg nauðsynlegt að stækka við sig ? Þröngt meiga sáttir sitja OG betri er skrjóður en vaxandi erlent lán! takk.. :)
heyrðu já kvittkvitt.. maður er alltaf að hnýsast en skrifar svo ekki undir.. tek þetta á mig!
vona samt að þú hafir það gott og passir þig að fá ekki einhverja skíta múmínálfapest..
svo mæli ég með að þú farir í Iittala verksmiðjuna.. Aalvar Aalto er uppáhalds hönnuðurinn minn og ég myndi í alvöru sleikja öskubakka til að fá að komast þangað..
pis át!
Svalan 8.10.2008 kl. 15:15
Já ég panta einn Aalto vasa í innflutningsgjöf ;)
PÖB 8.10.2008 kl. 18:20
hehe "partý í poka" var hresst partý,.. kannski einum of hresst á laugardagskvöldið. Mun aldrei í lífi mínu snerta skot aftur.
Vigga 8.10.2008 kl. 21:07
Þú ert með heimþrá, ég er með rósuþrá.:) hlakka til að leika og hlæja og tala um heiminn og geiminn þegar þú kemur aftur, skype bjór og sturtusamtöl ahahahaha æðisgengið
og með þessa gellu, segðu henni bara næst að þú hafir séð hana í þýskri klámmynd á einhverju festivali og segðu henni að hún hafi ekkert verið svo slæm...þannig....... en þú hafir séð séð betra!
hehe
hvernig dettur henni í hug að segja svona við Rósina mína!
en gott að þú lifir góðu þarna úti ég hugsa mikið til þín og væri meira en til í að kíka til þín í bráð...sjáum hvað kreppan leyfir.
kveðjur
þú veist hver ég er.... 8.10.2008 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.