Postipalvelu
10.9.2008 | 16:52
Tja, ég eiginlega bara varð að sýna ykkur þetta.
Mamma mín var semsagt að senda mér böggul frá Íslandi þar sem Rósa Gréta pakkaði svo illa niður að það var ódýrara að senda henni föt frá Íslandi en að fara að versla hérna úti. Takk mamma!
Ég hef nú samt sjaldan séð svona illa útlítandi böggul og þó var ég að vinna í böggladeildinni í jólapóstinum fyrir tvenn jól og sá mikið af slæmum tilfellum! Sjáið hvernig farið var með pakkann og hvernig hann leit út þegar ég fékk hann í hendurnar áðan. Ég er guðslifandi fegin að mamma setti fötin í poka líka. Fötin eru tandurhrein, jújú... en sjáið útganginn eftir ferðalagið? Hann minnir mig á pakkann sem Ace Ventura var að afhenda í byrjun fyrri myndarinnar... haha!
Ef fólk stefnir á að senda mér eitthvað er það vinsamlegast beðið um að vefja í plast og bubblewrap og svo u.þ.b. eitt stykki límbandsrúlla utan um áður en þessu er komið fyrir í sterkum pappakassa sem einnig er vafinn með límbandi!
Takk fyrir pent!
**innskot kl. 23:30
þegar betur er að gáð er grænn íslenskur tollmiði á umbúðunum sem skrifað er á "personal items - clothes" og búið að rífa smávegis gat á pokann (sést hérna neðst á myndinni). Nú velti ég því fyrir mér hvort tollurinn hafi látið hund þefa af þessu sem er nú allt í gúddí mín vegna, ekkert sem ég hef að fela... En common, að pakka þessu ekki betur inn aftur en þetta!!!
Athugasemdir
jeminn eini!!!!
Jóh. E 10.9.2008 kl. 18:06
Halló góðan daginn! Ég sagði þér að það borgaði sig ekki að reyna að póstleggja miltisbrandinn, alltaf að hlusta á þér eldra fólk!
Eyrún Ellý 10.9.2008 kl. 18:13
Nei hver andskotinn!! Haha! :D
Tinna 10.9.2008 kl. 18:22
Hahaha já þetta minnir óneitanlega á pakkann í Ace ventura myndinni!!Þetta er alveg rosalegt!!
Guðrún Lilja 10.9.2008 kl. 19:40
kommentkommentkommentkomment
louie 10.9.2008 kl. 21:16
Postipalvelu - Hálfur pakkinn
Palli 10.9.2008 kl. 23:31
Hehe já ég ætla að benda Posti hérna úti á þetta slogan...
Tja, mamma stakk nú upp á því að setja táfýlusokka í næsta pakka... bara svona upp á grínið
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 11.9.2008 kl. 06:52
hahahahaha!
Bára 14.9.2008 kl. 20:59
Jææææja!
er netið enn að stríða þér? Er farin að sakna þess að heyra um ævintýri þín!
kv. Kristín
Eyrún Ellý 17.9.2008 kl. 08:57
Ace Ventura, maður... híhíhíhíhí.
Ingvar Valgeirsson, 17.9.2008 kl. 20:35
Hvad vard um bloggdugnadinn Rosie???????
Fréttathyrstir íslendingar í útlondum eru farnir ad skraelna ;D
Palli 19.9.2008 kl. 14:37
Haha, ég looofa að blogga á sunnudaginn, ég er að fara í skálaferð í fyrramálið og hef verið á fullu að læra og taka mig til, þvo og svoleiðis lagað áður en ég fer
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 19.9.2008 kl. 17:06
http://www.youtube.com/watch?v=vXGhvoekY44
Palli 22.9.2008 kl. 09:51
Hahaha góður Palli, ég náði hint-inu - ég blogga í kvöld, ég lofa!!!
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 22.9.2008 kl. 10:01
Jæja Rose.. er ekki komið kvöld hjá þér?
Jane 22.9.2008 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.