V.I.P. skiptineminn
7.9.2008 | 18:53
Moi!
Loksins kemst ég inn á bloggið mitt!!! Það hefur semsagt verið vandamál í gangi hérna, vírusvandamál sumsé... en ég held ég hafi náð að losa mig við það í dag!
Hvert var ég komin... uh já ÉG ER SEMSAGT FLUTT! Búin að búa hérna á Pasilanraitio 6E í rúma viku og líkar alveg ljómandi vel! Ég er með 2 meðleigjendur sem heita Johanna og Anna Rosa en Johanna er í verknámi og verður ekki heima næstu 6 vikurnar svo við erum bara tvær hérna og það er ágætt. Þær eru báðar finnskar og Anna Rosa fær næga æfingu í því að tala enskuna við mig þar sem hún er ekki svo sterk í henni og ég náttúrulega bara ótalandi á finnsku eða svona... ég er að byrja að læra! Ég er líka komin með finnskt númer: +358 44 966 4525 fyrir þá sem ekki vita.
Ég fór út á Pasila station með eitthvað skjal á finnsku frá skólanum í höndunum fyrir síðustu helgi og ætlaði að versla mér strætó/lestarkort - jújú bjóst við því að borga svona 40 evrur fyrir það eða eitthvað - nei heyrðu... 6 evrur á einhverjum stúdentaafslætti, are you kidding me? Ég var búin að geyma það í heila viku að versla þetta því ég hélt þetta væri svo dýrt.
Heyrðu reyndar varð smá misskilningur með þetta blessaða kort (eftir að hafa farið 2svar frítt í strætó og sagt við strætóbílstjórann að þetta væri sérstakt stúdentakort og voða fancy) en nei þetta hlaut að vera of gott til að vera satt haha! Ég sá á netinu semsagt að þetta er til að fá 50% afslátt í lengri lestar- og rútuferðum frá Helsinki, ekki innanbæjar.. haha, góð Rósa Gréta!
Það er fyndið hvað margir reyna að tala finnsku við mig. Reyndar held ég að fyllibyttan fyrir utan verslunarmiðstöð í Itekäskus hafi verið að blóta mér í sand og ösku þegar ég sagði "Sorry, I don't speak finnish" en who cares, ég skil ekki baun! Ef svo væri, þá fengju þeir bara einn á lúðurinn!
Aðeins af skólanum...
Ég er aðeins byrjuð að læra heima í skólanum. Þetta er að byrja svo rólega, ég kann ekki á svona. Til dæmis er eitt námskeið sem ég er í á fyrsta hluta þessarar annar, "Managing competitive advantage" sem að mati kennarans telst erfitt námskeið því við eigum að skrifa 10 bls ritgerð og kynna hana í október. Nota bene, við erum 3 saman að gera þetta - tja, að mínu mati er það aðeins of auðvelt en sjáum til!
Það er gaman að sjá hvað skiptinemarnir standa misvel í enskunni, til dæmis var ein kona að kynna sig í "Corporate Communications" eins og ég gerði í fyrsta tímanum, og hún ætlaði að vera með rosa töff slagorð: "Don't have regards for anything!" - sem þýðir: "Ekki bera virðingu fyrir neinu!" er það ekki? - Greyið, ætlaði semsagt að skrifa "regret", haha krúttið!
Það er afar sérstök kona að kenna mér PR English, mjög bresk í útliti og dáldið beisk... jæja, ég ætla samt ekki að tala illa um hana því hún elskar Ísland og sagðist hafa farið til Reykjavíkur einu sinni en orðið dálítið þreytt á lárétta rokinu okkar haha! Hún spurði síðan bekkinn hvort einhverjir fleiru hefðu farið til Reykjavíkur en einhver skiptineminn misskildi hana og sagði "We are from Hungary" og þá svaraði hún mjög beiskt "Yes... good, and welcome to the class." - Haha, ég er semsagt í náðinni hjá henni skulum við segja!
Ég skilaði svo fyrsta finnskuverkefninu mínu á fimmtudaginn, það var áhugavert. Ég fékk frí í tíma til að gera þetta og allt saman eins og ég hafði minnst á áður... haha hér eru nokkur brot úr verkefninu:
"Kaunis ilma tänään" - Hvernig ilma tærnar var mitt fyrsta gisk. Google Translate sagði hinsvegar "A beautiful aircraft today" - svo á eðlilegu talmáli þýddi þetta líklega "Fallegt veður í dag"...
"Minä olen Rósa. (Mun nimi on...). Mä olen kotoisin Islantesta. Minä olen islantilainen. Olen 25-vuotias. Minä puhun islantiaa, englantiaa ja tanskaa."
Sem á íslensku myndi vera svo mikið sem:
"Ég er Rósa.(Nafn mitt er...). Ég er Íslendingur. Ég er íslensk. Ég er 25 ára. Ég tala íslensku, ensku og dönsku."
"Anteeksi" er búið að bætast við orðaforðann minn og þýðir það "Afsakið". Gott að vita það.
"Mitä kuuluu" - Hvað segirðu?
"Kiitos hyvää. Entä sinuelle?" - Fint takk, en þú?
"Hanska tutustua!" - Gaman að kynnast þér!
"Hyvää viikonloppua" - Góða helgi!
"Puhutko englantia?" - Talarðu ensku?
Nýnemaratleikurinn var á miðvikudaginn. Ég var í hóp með nokkrum strákum frá Þýskalandi og Ghana fyrstu klukkutímana og svo bættust við krúttin frá Kóreu og stelpur frá Austurríki sem heilsuðu mér á eftirfarandi veg: "Hey, you are Rósa, right? You are the v.i.p. exchange student that the international office is always talking about!" - Ekki var það verra! Steffen, strákur frá Þýskalandi, sagði mér að flestir skiptinemarnir sem hann þekkti væru að borga 375 í leigu fyrir svona "fangaklefa" eins og ég var í fyrstu dagana og yfirleitt "unfurnished" - það er normið. Ég er semsagt bara hoppandi kát með mínar 300 evrur í leigu og deili bara eldhúsi með 2, hinir deila eldhúsi með svona 5-6! Heyrðu, já, það var svona eftirpartý eftir nýnema/skiptinema ratleikinn sem ég ætlaði að fara í. Ég var hinsvegar svo dauðþreytt um kvöldmatarleytið þegar ég kom heim að ég steinsofnaði og vaknaði ekki fyrr en 02:30 um nóttina og svaf semsagt af mér partýið!!!
Núna á föstudagskvöldið fór ég á bjórkvöld hjá Íslendingafélaginu hérna í Finnlandi. Það var nú meira fjörið! Ég tók til að byrja með tram aðeins of langt svo ég endaði í miðri mannþvögunni niðri í bæ sem var að horfa á einhverja flugeldasýningu. (jafnaðist þó ekkert á við áramót heima á Íslandi...)
Aldrei hef ég samt verið jafn ánægð að labba inn á bar og sjá mann í lopapeysu og bol sem á stóð "Aldrei fór ég suður" - Ég rauk beint á hann með bros á vör og sagði "HÆ ERT ÞÚ EKKI ÍSLENSKUR!!!" - Ég hitti margt skemmtilegt fólk á þessu kvöldi og einnig fékk ég að vita það að ef ég tæki lest upp til Tampere myndi það kosta mig kannski svona 40 evrur að fljúga fram og til baka til Riga - semsagt lestin upp til Tampere yrði bókstaflega dýrari en flugið - held ég verði nú að íhuga að skella mér, er það ekki?
En já, ég endaði svo kvöldið á pöbbarölti með strák sem heitir Raggi, stelpu sem hann leigir íbúð af og svo bróður þessarar stelpu, sem heitir Kari (borið fram Kari, ekki Kári) og við skemmtum okkur konunglega saman. Á einum skemmtistaðnum fór reyndar einhver pínulítill maður frá Nígeríu að tjá sig aðeins of mikið við mig, sagðist hafa munað eftir mér af Oluthuone Kaisla (staðurinn sem bjórkvöld Íslendingafélagsins var) - tja, örlítið creepy verð ég að segja!
Helgin einkenndist svo bara af þrifum og þvotti. Kannski ekki alveg tíminn til að vera að þurrka þvott því það rigndi eiginlega allan daginn í gær sem skilaði sér í rökum þvotti og frizzy Tinu Turner style hári... mjög töff svona í anda 80's. Það rignir einmitt afar mikið hérna þessa dagana enda er ég búin að kaupa mér þriðju regnhlífina mína. Einhvern veginn er það ekki í forgangi að kippa með sér regnhlíf þegar maður pakkar niður heima á Íslandi!
Heyrðu, segjum þetta gott í bili - myndir frá nýnemadeginum eru HÉR ef einhvern langar að skoða!
Ystävällisin terveisin,
(bestu kveðjur)
Rósa,
vaihto-opiskelijana Helsingissä
(skiptinemi í Helsinki)
p.s. Bára, manstu eftir Mais, havre, ris og hvede? Það er uppáhaldið mitt hérna úti núna - "maissia, kauraa, riisiä og vehnää" alla daga!
Athugasemdir
Snilld - og þú skellir þér nú til Riga fyrst þetta er svona ódýrt!
Þú ert bara farin að slá um þig með finnskunni, líst vel á þig!
kv. Kristín
Eyrún Ellý 7.9.2008 kl. 20:59
og nú tala ég finnsku:) takk! iiiiii en gott að heyra að þú plummar þig svona vel þarna úti...ætla að skoða myndir sæta mín:) knús frá VIP landinu góða!
Jolly 7.9.2008 kl. 22:10
Waasa, du blir hvad du ädder!! Var þetta ekki e-ð svoleiðis, haha.
Um að gera að vera virk í íslendingafélaginu, en passaðu þig samt á sjálfstæðismönnunum... Best að halda sig bara við sitt kyn ;)
Kveðja, Bír
Hvar ætli Mais-inn sem ég vann í tivoli sé nú niðurkominn :)
Bára Sig 8.9.2008 kl. 13:40
Minulla on hapankaali minun nahkaisissa housuissani!
Hljómar eins og stuð og fjör þarna úti. Bið að heilsa Lordi ef þú rekst á þá einhvers staðar á vappi.
kveðja,
Dóri
Dóri 8.9.2008 kl. 23:17
Rósa mín, þú manst að frátaka alla dökkhærða og bláeyga fyrir mig, og senda þá rakleiðis hingað til mín... það er ekki mikið af þeim hérna í Danmörkunni, hér eru allir aflitaðir í fleygnum bolum...
Luv
Tinna Kristinsdóttir 8.9.2008 kl. 23:23
Vá, dugleg að læra finnsku!!
Ég er einmitt að fara að taka stöðupróf í sænsku á fimmtudaginn...þá kemur í ljós hversu langt danska 103-402 fleytir manni ;)
Guðrún Lilja 8.9.2008 kl. 23:50
Heyrðu Bára - týndist hann ekki einmitt bara daginn sem við flugum heim eða eitthvað? Þetta var allavega með eindæmum furðulegt með greyið... vona að hann sé á góðum stað, eina stofustássið sem við höfðum á Byglandsgade!
Dóri minn, já gangi þér vel með þessar kræsingar í leðurbuxunum haha!
Skal gert Tinna, I'm on it... þó flestir séu frekar ljósir yfirlitum hérna í landi Finna...
Haha... dugleg að læra finnsku já, ég reyni... annars er viðkvæðið yfirleitt "Sorry, I don't speak Finnish!"
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 9.9.2008 kl. 00:32
Haha vel gert með VIP titilinn
Ég fékk svipað hérna í Hollandi en það var víst sagt á svokölluðum oriental ddag sem ég mætti reydar ekki á að "we have a person from Iceland soming" svo fólk er enn að fylgjast með hvort ég sé með þrjú eyru eða eitthvað anna óeðlilegt.
Verð líka að hrósa þér með finnskuna, lítur út fyrir að þú sért farinn að grípa málið, mæli samt með fyrir þig að ná þér í finnska barnabók eins og Múmín þar sem barnabækur eru alltaf það fyrsta sem allir læra í hverju landi ;) sjálfur er ég með mjög "fascinating" bók um Jip og Jannecke ;)
Hafðu það gott Rósa mín og ég skila kveðju til MH-frænkna minna :D
Palli 9.9.2008 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.