Flutningar framundan...

Ég kom í skólann í morgunn kl. 07:50. Miði utan á stofu 2206 þar sem ég átti að vera í tvöföldum tíma fram að hádegi. TÍMANUM AFLÝST!!! Þannig að ég vaknaði kl. hálfsjö í morgun, sléttaði á mér hárið og gekk í grenjandi rigningu í strætó... for nothing!!!

Allt í lagi...

Ég er að flytja í dag. Það er ánægjuefni Joyful Og þriggja daga helgi framundan - eins og alltaf reyndar, þvílíkur lúxus! Á ég að tala um meiri lúxus? Ég fæ alltaf frí í tímum þær vikur þar sem skilaverkefni eru sett... dytti Íslendingum þetta einhvern tímann í hug?

Síðasta helgi var viðburðalítil. Ég horfði á 9 þætti af Grey's Anatomy, kláraði semsagt alla þættina sem ég tók með mér á tölvunni. Held ég sé alveg týpa í að verða hooked á þessum þáttum! Í einum þættinum var gaur sem slasaðist sem hét Viper... (eingöngu tekið fram því þetta finnst einhverjum fyndið sem byrjar á J og endar á ana)

Fyrsti skóladagurinn á mánudaginn gekk bara ágætlega. Ég borðaði í hádeginu með Christine frá Sviss, hún er líka að koma svona ein eins og ég... nema hún býr með 2 þýskum stelpum hérna úr skólanum, Danielu sem ég hef minnst á áður og annarri gellu sem guð má vita hvað heitir. Mötuneytið hérna er bara það geðveikasta sem ég hef komið inn í, maturinn kostar um 3 evrur og þú getur bara gommað í þig eins og þú vilt.
Þann dag var sterageitungur í strætó... tja, eða vespa, skiptir ekki máli en allavega skyggði þetta dýr á sólu. Mér var svosem sama að hann væri þarna inni svo lengi sem hann léti mig í friði. Ef þetta hinsvegar hefði verið randafluga hefði ég migið á mig. Ég komst einnig að því að ég deili eldhúsi með 10 manns þarna í Talonpojantie 15 og það fólk eldar á furðulegustu tímum sólarhringsins. Yfirleitt svona um 22-23 á kvöldin...? Einnig tala þau ekki finnsku og rífast voða mikið... ég hef bara vanið mig á að halda mig inni í herberginu mínu á þessum tímum haha!

Það var frí í PR English á þriðjudaginn sem ég áætlaði sem svona "easy" námskeiðið mitt. Það eru nokkrir Frakkar í þessum tímum með mér og litlu krúttlegu stelpurnar frá Kóreu líka. Þau tala öll afar takmarkaða ensku. Hlakka til að sjá hvernig kennslan verður í því.

Í gær byrjaði ég í námskeiðinu Corporate communications, það virkar mjög spennandi. Við höfðum það verkefni fyrir fyrsta tímann að gera kynningu á okkur sjálfum... eða auglýsingu um okkur sjálf og tvinna inn í það okkar "life philosophy" eða slogan sem lýsir okkur. Ég hélt að ég hefði setið í ALLT of marga klukkutíma við það að dunda mér við að búa til eina glæru um sjálfa mig... ónei, þarna var fólk sem er alveg að leggja jafn mikið á sig og ég og lagði jafnvel í að búa til kynningarvideo um sig... þetta verður challenge! Ég verð nú að viðurkenna að stressið truflaði mig nú aðeins þegar ég stóð upp til að kynna mig. Við erum 40 í tímanum og komumst ekki öll að svo þegar kennarinn sagði "We have time for one more, then we'll call it a day!" - Þá stóð ég upp sem sjálfboðaliði, ég ætlaði sko ekki að vera gungan í hópnum! Það er annars fyndin stelpa með mér í þeim tímum, eða meira svona krútt eins og stelpurnar tvær frá Kóreu. Hún þessi er frá Kína og heitir eitthvað sem ég man ekki en hún vill láta kalla sig "DingDing" - ég ætla ekki að hlæja að því, en ... ómæ er það ekki smávegis fyndið?

Erfiðasta námskeiðið sem ég er að taka er án efa Financial planning and international finance - Kennarinn er mjög skemmtileg týpa, Pukka eða Pukke, man ekki. Hann er annars svona über kaldhæðinn og ég geri fátt annað en að brosa út í annað að bröndurunum hans. Held hann sjái það alveg þar sem ég sit fremst - kennarasleikjan! Halo  Ég fékk líka að heyra fyrsta "Það er svo kalt á Íslandi" brandarann frá honum: "November in Finland is like May in Iceland!" - held hann þori að skjóta á mig þar sem hann sér að ég höndla það haha. Það var einnig umræða í gangi seinna í tímanum í gær og allt í einu byrjar sími að hringja hjá einni stelpu í stofunni, hún fékk næstum taugaáfall og stökk alveg til í sætinu til að finna símann, enda ein af þeim sem er ekki að fatta kennarann. Heyrðu, minn byrjar bara að dilla sér og dansa upp við töfluna við tónlistina úr símanum, ég hélt ég yrði ekki eldri. Minnti mig örlítið á pabba jafnvel haha! Hann minnir mig líka aðeins á Sigga Hjartar í MH varðandi húmor... þið sem sátuð tíma hjá honum þar vitið hvað ég meina!

Heyriði, ég skal lofa að setja inn einhverjar myndir um helgina þegar ég er búin að koma mér fyrir á nýja heimilinu mínu. Ég er búin að búa í ferðatösku í 10 daga svo ég hef ekki nennt að finna snúruna í myndavélina þar sem hún er einhvers staðar grafin ofan í töskunni.

Hér er hinsvegar screenshot af glærunni sem ég notaði til að kynna sjálfa mig - mjög corny og hrikalega íslenskt, ég sá það eftir á... en hey, ég er líka íslensk!!!glærafyrirkynninguCC
Ég ætla að fá mér eitthvað að borða núna og æfa mig að bera fram nafnið mitt á finnsku fyrir tímann eftir hádegi.

Ástarkveðjur frá Helsinki!

Innskot kl. 09:30
Það var að setjast gaur við borðið hjá mér hérna á fyrstu hæð skólans þar sem það er svona lítil matsala og fullt af litlum kringlóttum borðum. Þetta finnst mér dálítið merkilegt því Íslendingum finnst þetta mjög spes, að setjast bara á borð hjá einhverjum sem þú þekkir ekki, frekar stæðum við bara upp á endann. Við erum svo einstök... haha! Hér finnst mér tilvalið að birta stjörnuspána mína fyrir daginn í dag:

stjörnuspá 28.08.08


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ohh en æðislegt... finnskur Siggi Hjartar! 
Mér finnst náttúrulega æðislegt að þú skulir taka að þér kynningarstarfsemi fyrir mig í Finnlandi, það auðveldar mér töluvert vinnuna þegar ég verð heimsfræg... múhahaha...

sakna þín - Kristín 

Eyrún Ellý 28.8.2008 kl. 08:34

2 identicon

HAHAHAHAHA!!

ég býst við að flestir hafi fengið áfall "Lundi  = Good food"

Snilldar glæra hjá þér... !     :o)

Elí frænka 28.8.2008 kl. 09:22

3 identicon

  Fegin að heyra að allt sé að ganga upp, ég er ekkert smá stolt af þér. Láttu bara ekki stela þér :)

                   Din mor

Mamma 28.8.2008 kl. 12:09

4 identicon

"allavega skyggði þetta dýr á sólu" frábær setning!! ahahahah en já geggjuð myndasjóglæruthingý:) ég sakna þín barasta soldið mikið babíkeiks! farðu vel með þig, og ekki gera neitt sem ég myndi ekki gera! :) hehe

Ellz 28.8.2008 kl. 15:10

5 identicon

Æðislegt að heyra hvað þetta er fínt og á góðum stað :D Og djöfull VEIT ég hvernig þér leið þegar þú sást að tímanum var aflýst (sjá folkeregisteret söguna mína heheh)

Vonandi heldur áfram að ganga vel ;* 

Tinna 28.8.2008 kl. 16:28

6 identicon

ég verð í helsinki 3/10 yfir helginna með nokrum vinnum

vestu um eitthvað skemtilegt að gera eða sjá t.d pöbba eða góðan veitingar stað eða sýningu. Búnir að ákveða að fara að skoða virkið frá ww2 í eyunni.

skari ;)

Óskar Hafþórsson 30.9.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband