The one and only...
23.8.2008 | 13:27
Þetta er önnur löng færsla... bara því ég nenni ekki að blogga daglega...
Á miðvikudaginn vaknaði ég á hádegi... hahaha, ég er nú meiri! (ég endurtek samt að ég er þremur klukkustundum á undan hérna, svo ég hafði afsökun... þó svo að þessi afsökun sé orðin ógild núna þar sem það tekur bara einn dag fyrir hverja klukkustund að venjast tímamismun! )
Ég fór þann daginn í strætóleiðangur svona til að finna út hvar skólinn minn væri og hversu lengi ég væri með strætó o.s.frv. - alveg búin að stúdera þetta á ytv.fi en ætlaði að prufukeyra þetta. Það gekk nú vel... aðra leiðina.
Ég held ég hafi án gríns labbað svona 5 km á leiðinni heim því ég fór út einu stoppi of seint og var ekki alveg viss um hvar ég var (tja, eða bara alveg clueless hvar ég var satt best að segja!) Íslendingurinn í mér tók nefnilega ekkert kort með sér enda átti þetta bara að vera strætóferð fram og til baka, auðvelt og fljótlegt! Leiðin sem slík var ekki leiðinleg, ég hugsaði þetta bara sem ratleik: "Finna næsta skilti sem á stendur "Viikki" sem er já hverfið sem ég bý í þessa stundina. Ja, það tókst... en það stóð "Viikki/Vik 3" og ég uppgötvaði strax hvað þessir 3 stóðu fyrir... kílómetrar, og ég var á einhverjum göngustíg!!! Þarna var ég búin að labba í svona 40 mín um reyndar afskaplega fallegt hverfi, en í svona 25 stiga hita og miklum raka. Finnst reyndar alveg synd að ég var ekki með myndavélina með mér því ég hefði getað tekið myndir af svo mörgu fallegu á leiðinni. Jæja, ég lofa að hafa hana á mér from now on!
Á fimmtudaginn var fyrsti orientation dagurinn fyrir okkur skiptinemana og auðvitað svaf ég yfir mig. Ég vaknaði semsagt kl. 11:30 og átti að vera mætt niður í Haaga - Helia kl. 12:00. Ég henti mér í föt, tagl í hárið og 2 súkkulaðimolar í morgunmat (já, ekki ætlaði ég að verða máttlaus af orkuleysi) og svo hljóp ég ÚT! Ég mundi frá því daginn áður að það var svona hálfgerð leigubílaröð hérna neðar í Talonpojantie svo ég hugsaði að í versta falli myndi ég bíða þar og vona að það kæmi leigubíll ef ég missti af strætó. Jæja, þarna var ég hlaupandi niður götuna og var heilum 2 mínútum of sein, strætó farinn og enginn leigubíll sjáanlegur við TAKSI skiltið! Shit, á þessum tímapunkti fór ég að íhuga að húkka far haha þó ég vissi að þetta myndi reddast en samt... ótrúlega týpískt ég að sofa yfir mig fyrsta daginn í skólanum!
Heyrðu, kemur ekki þessi yndislegi leigubíll keyrandi og stoppar við TAKSI skiltið svo ég hleyp til hans og reyni að gera mig skiljanlega að ég vilji fara á Ratapihantie 13 í Pasila. Tja, maðurinn talaði enga ensku, bara finnsku svo ég reyndi að tala hægt og skiljanlega og apa eftir finnskum hreim og viti menn, hann sagði: "Ahhh... Pasila?" og þá vorum við vinir.
11:56 var ég svo mætt niður í Haaga - Helia - haldiði að það sé nú, trúið þið þessu, ég var mætt "snemma"!!!
Skiptinemar í Haaga - Helia eru um 200 talsins á þessari önn, um 100 á mínum campus, Pasila. Allt í allt eru um 10.000 manns í skólanum. Í upptalningunni á því hvaðan fólk væri kom í ljós að flestir skiptinemar á Pasila eru frá Hollandi, eða um 19 stykki! Hollenska mafían bara mætt á svæðið. Spánverjar fylgdu þeim fast á eftir, eða um 15 talsins og svo Frakkar. Ég er hinsvegar fyrsti og eini Íslendingurinn í þessum skóla, takk fyrir pent. Eða eins og konan sagði sem var að telja upp löndin sem skiptinemarnir voru frá: "You're making history, you are the first student from Iceland, we're excited to have you here" - Takk takk - Hún sagði mér svo í gær að hana minnti að það hefði verið Íslendingur í skólanum fyrir svona 5 árum en hún var ekki viss.
Eftir nokkrar kynningar, þ.á.m. frá einhverjum agalega fyndnum tölvudúdda, dálítill ístrubelgur með bluetooth í eyranu, axlabönd, sítt hár og skegg, svona á miðjum aldri... segi ekki meir, kannski bara útlifaður og rúmlega þrítugur... hvað veit ég? En já, þá var prógramminu lokið þann daginn semsagt. Mér líst bara svakalega vel á þetta, skólinn er stór og flottur, nútímalegur og ég held mér eigi bara eftir að líka vel þarna.
Ég fór og skoðaði herbergið hjá Eriko sem ég flyt í á næsta fimmtudag og vá, ég er í skýjunum. Þetta er hornherbergi í íbúð á 4.hæð, gluggar á tvo vegu, stórt rúm, tvíbreiður svefnsófi (hint fyrir gesti), stórt og mikið eldhús með svölum og rúmgott baðherbergi. Já, og bara 10 mín labb í skólann - ég er bara í skýjunum!
Nýja heimilisfangið mitt verður semsagt:
Pasilanraitio 6E 67
00240 Helsinki
Eftir að hafa skrifað undir pappíra út af herberginu tók ég tram niður í bæ (sporvagn) og rölti þá um þann hluta miðborgarinnar sem ég var ekki búin að skoða, Dómkirkjuna sem er ofsalega falleg, höfnina og Aleksanterinkatu sem er stór verslunargata hérna. Ég eiginlega gapti bara allan tímann, pirruð yfir því að hafa ekki myndavélina mína en ég er gjörsamlega kolfallin fyrir þessari borg.
Í gær fór ég aftur upp í skóla, annar dagur orientation. Ég held ég standi dálítið vel að vígi hvað varðar enskukunnáttu. Okkur var skipt niður í hópa eftir academic advisors sem við erum með og mín er nú dálítið fiðrildi... finnst stundum eins og hún sé að reykja eitthvað annað en tóbak en annars mjög indæl. Jæja, okkur var svo skipt í minni hópa til að láta okkur kynnast aðeins og við fengum það verkefni að segja hvaða væntingar við hefðum til dvalarinnar hérna í Helsinki. Ég lenti í hóp með Frökkum sem töluðu svo takmarkaða ensku að aðeins einn úr hópnum talaði við mig. Hin umluðu bara eitthvað "oui oui..." Það verður áhugavert að lenda með þeim í tímum, segi nú ekki meira! Jæja, ég var látin kynna niðurstöðu hópsins, og svo ropaði ég því upp úr mér líka að það væri heitt hérna og gott veður og mér líkaði það vel að hafa 25 stiga hita og sól í lok ágúst. Kóreubúarnir og fólkið frá Mexíkó var ósammála og sagði að það væri kalt...
Það settust svo einhverjar stelpur við hliðina á mér á kynningu í dag. Þær vissu hver ég var og ég væri ein að koma frá Íslandi. Þeim fannst ég víst voða hugrökk að koma ein en ég brosti og svaraði "I don't think I'm so brave, it's just a great experience" (en ég held að þær hafi misskilið mig og fundist ég vera hrokafull... úpsí!) Allavega, þá fengum við að vita á þeirri kynningu að Kanto (skiptinemastúdentafélagið) býður upp á ferðir til Lapplands í desember, St. Pétursborgar í okt eða nóv og siglingu með öllum skiptinemum í Helsinki: Helsinki-Stokkhólmur-Tallinn-Helsinki. Það hljómar mjööög spennandi! Við fengum líka kynningu frá skiptinema sem er búinn að vera hér í 2 ár í námi og hún var að segja okkur frá því hvað henni hefði fundist merkilegt í Finnlandi. Henni fannst maturinn og veðrið standa upp úr... blóðpylsa, pylsa í brauði með einhverju ofan á og svo hvað veðrið gæti breyst mikið á einum degi.
Þetta kom mér lítið á óvart, blóðmör, pylsa með öllu og stórfurðulegt veður = Ísland?
Jæja meðan við vorum að bíða eftir því að fara í sightseeing túrinn um Helsinki settist voða nice stelpa við hliðina á mér, Daniela frá Þýskalandi. Henni fannst ég vera heppin að vera að læra á mínu eigin tungumáli, semsagt enskunni. Hún vissi ekki að Íslendingar ættu sitt eigið tungumál. Ég tek þessu bara sem hrósi að enskan mín sé svona góð... en ómægod?!
Sightseeing túrinn var skemmtilegur. Konan sem var tour-guide reyndi samt að tala við mig á finnsku í miðjum túrnum en hún fattaði að ég væri ekkert að skilja þegar ég starði bara á hana þegar hún talaði við mig. Ég hélt bara að hún væri örlítið spes og væri að tala við sjálfa sig. Þetta er ekki í fyrsta og örugglega ekki í síðasta skipti sem ég lendi í þessu, þar sem ég er svona ljós yfirlitum eins og Finnarnir og allt öðruvísi en hinir skiptinemarnir þar sem þau eru flest frá "dökkhærðum" löndum ef svo má segja.
Eftir túrinn rölti ég aðeins meira um miðborgina, skoðaði í búðir og drap tímann þar til skiptinemarnir áttu að hittast á Mecca bar. Þar settist ég hjá einhverju liði frá Porvoo campus sem var svo hrokafullt út í verðlagið í Finnlandi og fannst þetta svo skrýtið og furðulegt land að það var sama hvað ég sagði að Ísland væri dýrara, þá bara fussuðu þau og sögðust aldrei ætla þangað heldur. ÞEIRRA MISSIR SEGI ÉG... (haha, þjóðremban í hámarki )
Það var svo svona menningarnótt í gær hérna í Helsinki svo miðborgin var troðfull af fólki, ég var hinsvegar svo þreytt að ég fór bara heim um 10 leytið!
Fróðleiksmolar dagsins:
Talonpojantie, gatan sem ég bý í eins og er, þýðir á sænsku Bondevägen eða bóndavegur, það útskýrir af hverju mér finnst ég hálfpartinn vera úti í sveit, fann m.a.s. fjósalykt áðan, sá reyndar engar kýr, bara tún og traktor!
Götuheiti enda ýmist á -katu, -entie, -kylä, -isto, -unki, -ankaari o.fl. o.fl. svo ég hef ekki enn getað yfirfært þetta á -gata, -stræti, -vegur NEMA ég sá eina götu sem hét eitthvað "...mannagatan" - það var hresst.
Ég kann að segja hei og moi sem þýðir hæ og halló... og að segja kiitos sem þýðir takk fyrir.
Segjum þetta gott í bili,
Helsinki out!
Athugasemdir
Finnland er frábært land og Helsinki falleg borg. Ég fer til Finnlands á hverju ári og tala ég finnsku. Gangi þér vel með námið, og finnskuna.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.8.2008 kl. 01:54
Vááá Rósa!! Langt blogg!! ;) Gaman að heyra hvernig samferða-skiptinemum manns gengur í öðrum löndum ;) Endilega láttu mig vita ef þú kíkir til Göteborg!
Guðrún Lilja 24.8.2008 kl. 10:32
Vei blogg :D Haltu áfram að skemmta þér svona vel í finnlandi, ég fylgist með héðan frá Århus :)
Tinna 24.8.2008 kl. 16:39
Rósa mín, þú tekur þetta bara á íslenska kúlinu, skiptinemakuldaskræfurnar eiga bara eftir að komast að því hvað Íslendingar eru kúl!!
Djö. líst mér geggjað vel á herbergið þitt - vildi óska að ég ynni í lottói og gæti komið að heimsækja þig...
Líka ótrúlega spennandi ferðalög með skiptinemafélaginu...
Kristín
Eyrún Ellý 24.8.2008 kl. 20:37
Þú drekkur þau bara undir borðið og tekur völdin:) Víkingurinn sá arna:)
Ellan 25.8.2008 kl. 14:22
Löng en aldeilis skemmtileg færsla :)
Fyndið að þú sért fyrsti íslenski skiptineminn þeirra, ég var einmitt fyrsti íslenski skiptineminn í NB :)
Vertu dugleg að blogga, ég sakna þín. Felldi næstum tár á leiðinni heim áðan þegar ég heyrði ALONE með Heart í útvarpinu. Klukkan var orðin svo margt að ég þorði ekki að hringja, enda þú 3 tímum á undan.
Kisses frá eyjunni fögru.
Jana RR, 25.8.2008 kl. 22:59
Hef farið í hluta af þessari siglingu... fór frá stokkhólmi til helsinki og svo frá tallin til stokkhólms. Mjögaman. Í bátnum voru 2 fangaklefar og þegar hann bar að landi voru íslendingar í báðum fangaklefunum:) En okkur var sagt að þetta væri einmitt dáldið stundað af finnskum og sænskum ungmennum, að fara í þessa ferju og kaupa sér tollfrjálst áfengi:)
Jóna 26.8.2008 kl. 09:37
Það er hin mesta skemmtun að lesa ævintýri þín Rósa mín.
Fyndið hvað það er alltaf agalega merkilegt að vera frá Íslandi... mæli með því að þú skreytir aðeins frásagnir af landi og íbúum....
Ég sagðist nú einu sinni vera frá Finnlandi til að losna við spurningaflóð... gæti kannski virkað hjá þér líka þar sem þú blandast svona vel inn í.
Bára 27.8.2008 kl. 13:15
Stelpan bara komin til Helsinki Skemmtileg frásögn sem ég lifði mig algjörlega inní! Verð greinilega að stíga þarna fæti einhverntímann.
Gangi þér sem allra best og njóttu þín þarna eins og ég veit að þú kannt
Bestu kveðjur frá Viborg - Katrín
Katrín J. 27.8.2008 kl. 13:59
Jæja blonde.. ekkert verið bloggað hér í nokkra daga... ég mæli með því að þú gerir það áður en langt um lýður.
Jana RR, 27.8.2008 kl. 22:12
36 dagar vúhú!! Athuga með frí í vinnu á morgun og svo bara beint að bóka flug til þín!! :o)
btw, síðan þín datt aftur svona niður haha
Vigga 28.8.2008 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.