Dagur 3 í Helsinki

18.ágúst kom ég til Helsinki með morgunflugi. Sá dagur einkenndist af miklum svefni þar sem ég náði lítið að sofa um nóttina og hvað þá í flugvélinni. Mamma skutlaði mér út á flugvöll eldsnemma og við sáum sólina koma upp á bakvið okkur, þvílík og önnur eins sólarupprás, hef aldrei upplifað svona. Eftir það keyrðum við undir regnboga, mamma var sannfærð um að þetta væri mikið gæfumerki :) Eftir að hafa kvatt mömmu án þess að gráta, þó það hafi verið erfitt og beðið í röð í svona hálftíma til að tjekka mig inn reyndi ég að hringja í Tinnu svona fjórum sinnum því hún var líka að fara í flug, bara klukkutíma á undan mér og ég átti eftir að kveðja hana. Hún svaraði ekki sem mér fannst mjööög spes, en komst svo að því áðan að hún hefði gleymt símanum heima! Tinna, ég kveð þig bara seinna hahaha!

Heyriði, ég var með 5,7 kg í yfirvigt, ég kann ekki að travel light en ég held ég sé afsökuð þar sem ég er hérna í fjóra mánuði!

Ég fékk leigubíl eins og skot fyrir utan flugstöðina í Helsinki sem skutlaði mér hingað í Talonpojantie þar sem voða fínn strákur beið eftir mér með pappíra og lykla. Hann sýndi mér svo hvernig allt virkar hérna, þvotta- og þurrkherbergið (ójá, þurrkherbergi með viftum!) og hvar næsta búð væri og strætóstopp og svona. Ég er semsagt í herbergi 3 í Talonpojantie 15, en samt heitir það herbergi 103 þar sem ég er á fyrstu hæð... or so I guess! Hér verð ég fyrstu 10 dagana eða þar til ég fæ herbergið hjá japönsku stelpunni í Pasila sem ég leigi af frá og með 28.ágúst.

Ég er á jarðhæð og þetta Talokartano háskólaþorp sem ég bý í er svona inni í skógi eiginlega. Herbergið hérna er bara stórt og fínt, agalegt rúm samt, hálfgerður hermannabeddi.  Þessi strákur sem fylgdi mér í herbergið sagði mér að ef ég týndi lyklinum þyrfti ég að borga 200 evrur fyrir svo ég hef hann í vasanum hvert sem ég fer, m.a.s. á klósettið!

Ég var semsagt svo þreytt þegar ég kom hingað að ég steinsofnaði í svona 4 tíma í svefnpokanum, já nú var gott að hafa tekið helvítið með því þó svo að ég hafi verið með 5,7 kg í yfirvigt gleymdi ég rúmfötum!!!

Í gær vaknaði ég upp úr kl. 13 (Nota bene, Finnland er 3 tímum á undan!). Jæja, ég var komin á fætur, glorhungruð því ég hafði eytt deginum áður í það að sofa og það eina sem ég átti var hálfur líter af vatni sem ég hellti í mig. Ég fór yfir á skrifstofuna hérna til að borga restina af leigunni og fá internettengingu sem datt inn í dag. Eftir að hafa skrifað undir 4 plögg, m.a.s. 1 fyrir að fá lánaða netsnúru fór ég aftur heim og ætlaði í sturtu. Tja, þá komst ég að því að ég hafði hvorki tekið með handklæði, sjampó né tannkrem heldur haha! 
Heyrðu, ég tölti bara niður í Alepa, sem er svona eins og 10/11 allavega m.v. verðlagið og keypti mér eitthvað að borða og svo hófst leitin að handklæði, eða í versta falli borðtusku eða viskastykki. Nei, ekki fannst það nú svo nú voru góð ráð dýr. Ég rak augun í einhverja rúllu af náttúruvænum tuskum sem hægt var að klippa niður eftir hentisemi, þrír metrar alls. Ég kippti þessu með mér og hugsaði "Fjandinn sjálfur, ég get þó allavega þurrkað mér um hárið með þessu!" Hahaha... ég kom semsagt heim, henti mér í sturtu og já, sama system og í Danmörku, enginn sturtuklefi, bara sturtuhengi og svona rúðuskafa á löngu priki sem á að nota til að skafa gólfið eftir sturtuna. Reyndar frábært að baðherbergið er bara hérna við hliðina á herberginu mín og ég deili því bara með einum öðrum. Heyrðu já, þessa 3ja metra "tusku" eða hvað sem þetta nú var reif ég svo niður og notaði sem "handklæði" og þetta virkaði bara prýðilega!

Með tandurhreint hár fór ég með strætó niður í city center í gær, var reyndar pínulítið lost til að byrja með þegar ég kom þar sem það eru engin fjöll hérna í kring, bara tré og og vötn. Ég gat þó allavega áttað mig þegar ég sá í hvaða átt vatnið rann í einni af þessum milljón ám sem renna gegnum Helsinki. Þá gat ég staðsett mig m.v. einhver kort sem ég sá á strætóskiltum. Já nú borgar sig að vita að allt vatn rennur til sjávar ;) Ég var samt frekar týnd og hugsaði "Shit, ég verð að nálgast kort eða eitthvað tourist info dæmi" og viti menn, ég labba literally á sérstaka "Kortabúð" þar sem ég gat keypt landakort af öllum andskotanum, m.a.s. Íslandi haha, þvílík heppni! Ég keypti mér fokdýrt 14 evru kort og hélt áfram labbinu.

Ég stoppaði í einhverri risabúð, blanda af Ikea og Rúmfó sem heitir Kodinykkönen til að kaupa mér handklæði og skv. verðinu á rekkanum átti þetta að vera frekar ódýrt, bara 2 evrur fyrir það litla og 14 fyrir það stærra. Ég gerði svo heiðarlega tilraun til þess að finna mér kodda en læt það bíða þar til ég flyt niður í Pasila þar sem skólinn minn er. (Já hér segi ég niður, því ég lagði Helsinki kortið mitt á gólfið í herberginu í gærkvöldi til að reyna að átta mig á staðarháttum, þar sem ég get það ómögulega á röltinu þar sem það eru engin fjöll, bara medium size hús og endalaus skógur!) Jæja, ég fór að kassanum í Kodinykkönen með handklæðin góðu og heyrðu, stelpan rukkaði mig um 21 evru fyrir stærra handklæðið, dísús, er gullþráður í þessu og las ég vitlaust á rekkann? Neinei, haha þetta er Múmínmömmu handklæði!!! Mér finnst það svo dásamlega fyndið að ég vildi ekki einu sinni fara og ná mér í ódýrara handklæði. Ég er semsagt búin að veiða fyrsta múmínálfinn minn, óafvitandi!

Ég rölti um miðborgina í smátíma í gærdag, alveg heilluð enda er þetta falleg borg. Snyrtilegar götur og fallegar byggingar, smábátahafnir, villtir hérar á umferðareyjum, bara complete Disney ævintýri!  Ég verð dugleg að taka myndir, steingleymdi því alveg í gær! Ég held ég eigi eftir að fíla mig ágætlega hérna.

Ég kom heim í gærkvöldi og setti á góða tónlist og kláraði að lesa Rimla Hugans, mæli með henni. Synd að ég sé ekki búin að lesa fleiri bækur eftir Einar Má, hann verandi nágranni uppi í Grafó og svona.

Heyriði, ég ætla að drífa mig í smá leiðangur með strætó, búin að stúdera www.ytv.fi sem er svona eins og bus.is og held ég taki test-drive svona til að verða ekki of sein á morgun í skólann. Næstu tvo daga er ég nefnilega í svona orientation og kynningu á skólanum, voða fjör.

Fróðleiksmoli dagsins:
Kaffi á finnsku er kahvi - hljómar alveg eins!

Guð, þetta blogg er bara orðið heil bs ritgerð...

Kveðjur frá Helsinki!

p.s. ég gleymdi að segja frá því að rétt áður en ég sá sterakanínuna á umferðareyjunni rak ég augun í risastórt seglskip sem var lagt við litla höfn á einni ánni, og þetta var svona eins og sjóræningjaskip eða eitthvað, talandi um ævintýri!!! Heyrðu og ekki nóg með það heldur er þetta skip veitingastaður!!! Hver vill koma í heimsókn og borða með mér þar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ji hvað þetta hljómar allt saman vel, ég hlakka tila ð heyra meiri sögur af öðrum nemendum:) annars las ég rimla hugans á leiðinni út, hún er rosa góð:) knus til þín skvís!

Jolly 20.8.2008 kl. 12:58

2 identicon

hahah náttúruvænar tuskur og múmínmömmu handklæði... engin önnur en þú Rósa Gréta mín.. 

Vigga 20.8.2008 kl. 12:59

3 identicon

Snilld, hljómar mjög vel og verður ótrúlega gaman að heyra af skólanum! Ég heimta myndir af þessu Disney-ævintýri, takk fyrir.

Kristín 

Eyrún Ellý 20.8.2008 kl. 13:05

4 identicon

HAHAHAHA - náttúruvæn "handklæði" !!

En jú.. við höfum trúlega fengið svipað uppeldi  - enda nauðsynlegt að vita að allt vatn rennur til sjávar!

Njóttu þín í Helsinki - Öfunda þig ekkert smá!

knús og kossar!

Elí frænka 20.8.2008 kl. 13:05

5 identicon

hahaha!! búin að veiða fyrsta múmínálfinn og þurftir ekki einu sinni háf! Vel gert, sé að þú ert greinilega atvinnumanneskja í þessu.. ;) hlakka til að heyra meira frá helsinki :) endilega farðu í Iittala verksmiðjuna.. ef það er þá skrifað svona.. ;) Aalvar Aalto er svo geggjaður..

Svala 20.8.2008 kl. 15:20

6 identicon

Jáh Rósa mín, sorry þetta með símann (svaraði athugasemdinni á minni síðu)... en fínt það gengur allt vel, hlakka til að lesa meira :)

Kv. Tinna í vesenislandi 

Tinna Kristinsdóttir 20.8.2008 kl. 16:47

7 identicon

Gaman að allt sé í lagi og gaman. Þú verður að blogga daglega svo við getum fylgst með þér !!! Ekki týnast .....

Mor

Mamma 20.8.2008 kl. 18:19

8 identicon

Ji, ég fæ bara svona Bygglandsgade flash-back að lesa þetta :) Æðislegt að lesa hvað þér gengur vel að aðlagast þarna. En varðandi yfirvigtina... maður þarf ekkert handklæði eða tannkrem, maður þarf bara að hafa nóg af skóm.

Og þú ert náttla í Mekka Múminálfanna, þannig að auðvitað keyra þeir verðið í botn á þessum vörum, helvískir. En múminmömmu handklæði er sko ekkert verra en e-ð annað :)

 Hlakka til að lesa meira af þessu ævintýri.

Bára Sig 20.8.2008 kl. 18:20

9 Smámynd: Jana RR

Þetta eru skemmtilegustu bloggin, hjá vinum mans sem eru í útlöndum að lenda í ævintýrum. Það er reyndar alltaf gaman að lesa bloggið þitt (engar staffsetningarvyllur, spennandi umræðuefni og svo ertu með húmorinn í lagi).

Vertu nú dugleg að halda okkur við efnið með reglulegum bloggfærslum :)  Bið að heilsa Tiger.

Kv.

Jana R. Reynisdóttir CFO, Tinys Rxx Txxx 

Jana RR, 20.8.2008 kl. 21:01

10 identicon

Þú ert æði, gangi þér vel..

Rakel Mjöll 20.8.2008 kl. 22:09

11 identicon

ég var svo innilega dottin í öll finnsku orðin að ég las rimla hugans sem  rímlaa húgans (finnskur hreimur að mínu mati) og hélt að þetta væri einhver eðal finnskur rithöfundur áður en ég fattaði að þetta var bara kjarngóður íslenskur tiltill.  ps það er bannað að freista manni að koma í heimsókn, maður gæti nefnilega dottið í kæruleysið og komið ;-)

louie 20.8.2008 kl. 22:16

12 identicon

Vó langt og skemmtilegt blogg... og takk fyrir fróðleiksmolann, á eflaust eftir að koma sér vel í framtíðinni:)

200 Evrur sjett, hmm spurning að vera vitur fyrirfram og gera kópíu af lyklinum núna áður en þú missir hann í klósettið:D

Innilegar hamingjuóskir með múmínálfinn, frábært afrek!

Bestu kveðjur,

Jóna 21.8.2008 kl. 08:55

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ferlega ertu dugleg að fara í svona könnunarleiðangur um borg og bý strax fyrsta daginn.

Gangi þér allt í haginn ásamt múmínmömmu

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband