Gleði og gaman

Æðislegt kvöld í gær... Pictionary, Trivial, dans og glens á Sálarballi og bara æðislegt :)
Stelpuliðinu tókst að rústa strákunum í Pictionary... við erum að tala um að við komumst á lokareit þegar strákarnir voru varla komnir út úr fyrsta ferning (þið skiljið sem þekkið nýja Pictionary). Strákarnir voru svo afskaplega tapsárir og skoruðu á okkur í Trivial... og unnu það. Þeir voru komnir með alls konar drykkjureglur fyrir okkur þegar þeir svöruðu rétt... örugglega til að slæva okkur en við stóðum okkur samt bara ágætlega! Við röltum svo niður í bæ á Sálina sem stóð auðvitað fyrir sínu á ballinu og skemmtum við okkur konunglega :)

Takk fyrir kvöldið, þetta var æðislegt!!!

Ég, Jóhanna Ella og Imba


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geggjað kvöld í alla staði:) yndislegt:) takk fyrir mig:)

Jolly 8.6.2008 kl. 17:36

2 identicon

Mikið er þetta sæt mynd,þú ert ALGJÖR beiba á henni

Silja 8.6.2008 kl. 20:25

3 identicon

Sammála síðustu ræðukonu

Valdi 9.6.2008 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband