Ljúfa líf, ljúfa líf...

Ég er í fríi þessa dagana, svona smá afslöppun áður en ég fer að læra fyrir Fjármál 2 prófið mitt sem er í þarnæstu viku. Svo heppilega vill nefnilega til að ég á afmæli á sunnudegi þetta árið, svo ég mun ekki eyða öðrum afmælisdegi í það að vera í prófi eða læra fyrir próf! Einnig eru úrslit Eurovision að kvöldi 24.maí svo ég mun setja upp barmmerki um miðnætti sem á stendur "Afmælisbarn" og fara í bæinn, those who care to join me, rétt upp hönd! Cool

Ég og Jana skiluðum BSc ritgerðinni okkar fyrir sléttri viku... ó Guð sko! Lengsta skrif törnin var 28 tímar í straight, say no more. Þessi ritgerð útheimti blóð, svita og tár! Þvílíkur léttir skal ég segja ykkur...

Heyrðu, ég eyddi lunganum úr gærdeginum í Bláa Lóninu með Hrafnhildi... mikið ofsalega var það ljúft. "Fossinn" þarna... ó boj, ég vil eignast svoleiðis! Ég hef nú reyndar bara farið tvisvar í Lónið, og var fyrsta skiptið núna 22.desember síðastliðinn... synd og skömm segi ég! Ég uppskar reyndar sólbruna og freknur í andlitið, sem er nú ekki slæmt, held þetta sé nú í fyrsta sinn sem ég brenn út af sól um miðjan maí! Í fyrrasumar var ég eins og næpa upp á hvern einasta dag, þessu sumri verður eytt í Vesturbæjarlauginni skal ég segja ykkur... Jóhanna Ella, you're on!

Ég var svo með Bárunni minni í allan fyrradag, kíktum í Ikea og tókum göngutúr með Vöku Bergrúnu í góða veðrinu. Mæðgurnar voru báðar brosandi út að eyrum og Vaka er annars eitt það rólegasta og fallegasta barn sem ég veit um! Jeminn, að sjá litla barnið vakna bara með bros á vör... já það fór að klingja örlítið!!!

Heyrðu meira í fréttum... ég er svo löt við að blogga nefnilega! Ég er að flytja til Dublin í lok ágúst / byrjun september, ef það hefur farið framhjá einhverjum.

En svona nóg í bili, ætla að fara að baða mig í djúpnæringu, hárið á mér er eins og strákústur eftir ferðina í Lónið í gær... er að fara í staffapartý í kvöld og vil helst ekki líta út eins og fuglahræða!

10-4


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vel gert Rósin mín:) og hey ertu að grínast með að það komsti 1800 í lónið!! það er nú meira bullið! en jú nú er ég komin með bjór í hönd hér heima og er í mjög góðum fíling enda góð helgi framundan:) og baby! skemmtu þér nú vel og við erum ON í laugina!! ég verð að hafa þig til að halda í höndina á mér í sumar!

knús 

Jolly 16.5.2008 kl. 16:51

2 Smámynd: Rósa Gréta Ívarsdóttir

Játs, heyrðu - ég komst samt að því að ef maður framvísar skólaskírteini þá fær maður afslátt... "alveg" niður í 1.300-1.400 kr...  Það gerir gæfumuninn auðvitað fyrir fátæka námsmanninn.

Rósa Gréta Ívarsdóttir, 16.5.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband