Rósa lærir írsku...
22.4.2008 | 17:21
Ég byrja í skólanum 10.september úti í Dublin og hlakka mikið til. Ég hef verið að skoða tónlist á netinu sem er hip og töff í Írlandi og svona... reyna að finna mér íbúð og allt í gangi.. svo hef ég verið að reyna að ná einhverjum frösum á írsku svona til að fitta inn.
Palli, sem er agalega vel talandi á ensku, sagði mér að ég ætti bara að æfa mig að segja "arse" - þá væri ég komin með þetta. Jújú, það gengur líka ágætlega... segi rass við hvert tækifæri!
Svo kynntist ég þessum hressu litlu köllum, Purple&Brown ... (sem eru by the way nýjasta uppáhaldið mitt á youtube) og ég held að ef ég geti bara yfirfært hreiminn sem litli græni kallinn er með yfir á enskuna mína, þá verð ég eins og innfædd! Að ég minnist nú ekki á ef ég læri að dansa "The Irish Jig"
Athugasemdir
Purple and Brown eru uppáhaldið mitt :D Hefuru séð þann þegar brown gleypir tyggjóið?? Það er snilld :D
Ásrún 27.4.2008 kl. 21:36
Well done Rósa, keep up the "arse" work ;)
Palli 28.4.2008 kl. 11:35
Hehe! Fæ ég engar þakkir fyrir mjög svo formlega kynningu! Hehe. Tyggjóið er best
Íris Fríða , 2.5.2008 kl. 11:54
Heyrðu auj jú... bara gleymdi því ! - Þúsund þakkir !
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 12.5.2008 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.