Rosie G. in da house y'all!
31.3.2008 | 00:00
Já ég er hress og töff... það verður ekki tekið af mér! Ég held að Írarnir viti ekki hvað bíður þeirra í haust þegar ég mæti.
Mig langar í svona hatt... Palli, hann er megatöff!
Fyrir utan það að skemmta mér konunglega í gærkvöldi fór ég í eina skemmtilegustu fermingu sem ég hef farið í, í dag. Við fórum m.a. í bingó = hversu mikil snilld er það?!
Það var m.a.s. tekin umferð sem er hálfgert "aulabingó" þar sem allir standa og sá sem er síðastur að fá tölu vinnur... Eiginlega hannað fyrir mig því ég vinn aldrei neitt! Sem er eiginlega alveg satt því ég vann heldur ekki neitt í þetta skiptið!!!
Og já svona by the way...
Jóhanna Ella, við erum að fara að bæta úr þessu "hittingsleysi" og ekki orð um það meir góða! Við eiginlega skemmtum okkur of vel þegar við hittumst að þetta er orðið skammarlegt hvað við hittumst sjaldan!
Guð hvað ég þarf samt greinilega að fara í ljós samkvæmt myndunum... ég er eins og liðið lík! Eða spray-tan haha... hvernig væri að ég fórnaði mér fyrir málstaðinn og prófaði það?
Athugasemdir
Ó, hressleikinn! Ætti að fylgja viðvörun þarna "Warning! professional, do not try this at home"
Dóri 31.3.2008 kl. 00:07
nei Rósa þú ert frábært!!!!! ahaha þetta var svo gaman, við verðum að vera duglegri...það er á hreinu:)
Jóhanna Ella 31.3.2008 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.