Já, þú segir það...
18.3.2008 | 23:21
Heyrðu, svona úr einu í annað...
Ég hata fjármálaverkefni, sérstaklega í dag þar sem búálfurinn hérna í íbúðinni hjá mér ákvað að stela vasareikninum mínum.
B.Sc. ritgerðin okkar Jönu er að fæðast, þó svo að fæðingin gangi hægt.
Talandi um fæðingar - Bára mín mun eignast stúlkubarn 25.mars (nei Bára, hún kemur ekki fyrr... ég er alveg sannfærð!) en já 25.mars er bæði afmælisdagur Báru og Jóns = hele familien bara á sama deginum! Ég held að það sé nú bara hagkvæmt, bara ein kökuveisla á ári...
Það er kominn mars, mér finnst ennþá vera 3.janúar.
Ég skutlaði Viggu út á flugvöll í dag... var næstum búin að grípa vegabréfið mitt með mér bara og hoppa til útlanda í smátíma, senda skólanum bara örninn á leiðinni. Ég geymi semsagt vegabréfið á náttborðinu mínu til öryggis, ef ég "þyrfti nauðsynlega" að skreppa erlendis með stuttum fyrirvara. Neinei, veit ekki af hverju, en það hefur bara verið að flækjast þarna í náttborðinu síðan ég kom frá Ljubljana í nóvember.
Ég hef ekki enn fengið svar frá skólanum varðandi Dublin, ég krosslegg bara fingurna.
Hlustið á þennan Ísraela syngja Eurovision lagið okkar síðan í fyrra, merkilegur andskoti...
Athugasemdir
Mér finnst bara að það eigi ekki að vera hægt að eignast barn á afmælisdegi beggja foreldra!!!!! Ljósurnar eiga allavega eftir að muna eftir manni
Annars er þessi ísraeli að gera góða hluti, flottur !!
Bára sófakartafla 19.3.2008 kl. 15:59
Hehe, ég náði mér í popp og sykurskertan svala og hlakkaði til að heyra hann syngja Silvíu Nótt... Ehemm... Fylgjist ekkert alltof vel með Evróvisjón greinilega!
Íris Fríða , 22.3.2008 kl. 17:59
Haha skandall!!!
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 22.3.2008 kl. 18:22
Haha ég veðjaði líka á 25.mars, það hefði verið fáránlega töff.
Eva María Hilmarsdóttir, 24.3.2008 kl. 01:01
Vá! En duglegur í íslenskunni Ég hefði samt líka verið frekar til í að heyra hann taka Sylvíu Nótt...
Og já,vasareiknirinn þinn er við hliðina á brjóstahaldaranum-í skápnum vinstra megin!
Silja 25.3.2008 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.