Aftanákeyrsla...
13.2.2008 | 11:46
Já, á síðasta fimmtudag í brjálaða veðrinu lenti ég í árekstri (ásamt mjög mörgum öðrum held ég) og klessukeyrði bílinn minn, minn elskulega 12 vetra Grána gamla, öðru nafni Sölvpilen.
Ég semsagt klessti aftan á mann á jeppa sem ákvað að stoppa hérna í götunni og ég eiginlega bara rann aftan á hann í snjónum, gat lítið sem ekkert bremsað! Þetta var einn indælasti maður sem ég hef hitt og náði hann að halda mér rólegri þangað til pabbi kom að sækja mig því ég var on the edge of að fara að hágrenja og eitthvað vesen...
Ég er nú komin á nýjan bíl, litla hvíta Súkku en mér finnst eins og ég sé að halda framhjá Sölvpilen, því greyið stendur ennþá úti á stæði, allur krambúleraður að framan...
Ég er nú óðum að losna við verkina en ég fékk höfuðhögg og hnykk á hálsinn í þessu bömpi... djöfull mæli ég ekki með þessu. ÞÓ verð ég að segja að þetta er fyrsta tjónið sem ég lendi í!
En hey, ég er að verða töttögöogfemm eftir nokkra mánuði, þarf ég ekki að fara að skipuleggja eitthvað keppnis teiti?
Athugasemdir
Ohh Rose.. ég á eftir að sakna Grána gamla, þetta var góður bíll. En Balli nýji er líka góður.
Afmælispartei? Jú, það á ekki að vera spurning mín kæra!
Jana RR, 13.2.2008 kl. 18:19
ekki gaman að klessa á, vona að þú sért orðin sprækari af þessu öllu saman. Asskoti líst mér samt vel á keppnisteitið. Ef þig vantar uppástungur um gott partý þá veistu hvert þú getur leitað. Langar líka að minna á það að ég hef aldrei komið til New York og ekki Silja heldur, segi bara svona... þú ræður hvað þú gerir við þessar upplýsingar :P
Dóri 15.2.2008 kl. 17:55
Hehe þekki þetta! Sagðir allaveganna ekki að bíllinn malaði einsog smurður kettlingur
Íris Fríða , 15.2.2008 kl. 22:29
suss, var ekki gullpartýið bara um daginn?
louie 16.2.2008 kl. 14:31
Hehe... gull og glimmer partýið var fyrir 8 mánuðum síðan, hvorki meira né minna!
Tja... Íris, ég var því miður ekki eins orðheppin og þú varst, enda með eindæmum setning sem ekki er hægt að toppa!!!
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 17.2.2008 kl. 01:34
úúúú, það verður að vera þema!!!! 25 ára afmæli er ekki 25 ára afmæli nema að hafa þema!!!
Bára Sigurjóns 24.2.2008 kl. 12:41
Já, það er satt... 24 ára afmælið var með gull & glimmer þema, ég verð að hugsa upp eitthvað magnað þema fyrir 25 ára!!!
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 24.2.2008 kl. 21:58
90's þema!!!
Dóri 25.2.2008 kl. 19:09
Ó god nei... ég fæ alveg gubbutilfinningu þegar ég hugsa um tímabilaþema
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 27.2.2008 kl. 01:23
Hehe ég styð þema!
Hvað segirðu um Júgóvisjón-þema þar sem þú átt nú afmæli daginn eftir aðalkeppnina?
(ógisslega fyrirsjáanleg færsla frá Eyrúnu júró-aðdáanda)
Eyrún 29.2.2008 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.