Nýr íbúi...

Hey, ég er komin með sambýliskonu... hef ekki alveg áttað mig á viðkomandi ennþá en þetta veit ég...

Viðkomandi er lítil og alltaf svartklædd og á það til að suða alveg óþolandi mikið. Hún er líka ekki alveg nógu skörp... einhvern veginn dettur henni í hug að útihurðin hjá mér opnist ef hún tekur tilhlaup og bókstaflega flýgur á hana af öllum krafti.

Þetta er fyrsta sambýliskona mín af þessum toga síðan ég flutti hérna inn fyrir ári, frænkur hennar droppuðu í heimsókn samt síðasta sumar, heldur loðnar (þýskar?) og röndóttar... Áttfættu langfættu vinkonur þeirra hafa svo aðeins látið sjá sig en ekki mikið.

En svona burtséð frá bullinu, þá vissi ég ekki að flugur væru með meðvitund á þessum tíma árs og ég hélt án gríns að það væri of kalt hérna í risíbúðinni fyrir þær...

Djöfull pirrar hún mig...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

... bíddu bara ... frændur/ frænkur hennar mæta á svæðið þegar hallar að vori og klæða húsið silkiþráðum, þá ætti að snarhitna hjá þér! - þessar frænkur / frændur eru með átta fætur og stóran búk með skemmtilegu munstri á baki... hef ég áræðanlegar heimildir fyrir því að faðir þinn hefur ofsalega gamna að því að rækta þessa tegund, - ekki til átu þó!

Mikið er af þessum frænkum og frændum utan á heimili þínu no.2.  

Elí 29.1.2008 kl. 07:20

2 Smámynd: Rósa Gréta Ívarsdóttir

Já, það er satt...

Ég hef ekki rekist mikið á þær hér niðri við sjóinn heldur halda þær sig upp til fjalla heima hjá foreldrum mínum... 

Jú heyrðu, það voru tvær frekar vígalegar sem stóðu vörð um eldhús- og svefnherbergisgluggana hjá mér, kannski þess vegna sem engar flugur komust þar inn? Mér fannst alltaf mesta furða að þær í röndóttu peysunum komu alltaf inn í stofu... aldrei annars staðar

Rósa Gréta Ívarsdóttir, 29.1.2008 kl. 13:52

3 identicon

Hey, það var ein fluga heima hjá mér í fyrrakvöld, skil bara engan veginn hvernig hún getur lifað í þessum kulda!!!! og það er búið að vera -10 stig í 4 daga!!! En ég hef ekkert séð hana síðan þá og ég vona að hún hafi ekki náð að verpa sínum eggjum e-r staðar.... ég verð svo að segja að það er miklu minna af flugum og köngulóm á Akureyri heldur en fyrir sunnan þannig að ég skil ekkert í þessari að vera komin á ferðina strax í janúar, en það veðrur þá vonandi einu fíflinu færra í vor og sumar

Bára 2.2.2008 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband