Tíminn líður hratt... á gervihnattaöld
21.1.2008 | 15:46
Ég rak höfuðið mjög harkalega í skáphurðina inni á baði hjá mér á föstudagskvöldið og fékk eiginlega gat á hausinn, varð dauðans vönkuð og ráfaði inn í rúm bara til að slaka á. Daginn eftir vaknaði ég og fann að mér hefði nú blætt aðeins þarna um kvöldið... úps, kannski ekki alveg það skynsamlegasta í heimi að fá svona höfuðhögg og fara að sofa strax á eftir! En já ég er ennþá á lífi og svona temmilega heil í höfðinu en það sem þetta rifjaði upp fyrir mér er það að ég er búin að búa vestur í bæ núna í heilt ár! Fór nefnilega að bölva skápnum en þetta er í fyrsta skipti sem ég rek mig í skáphurðina, það var það eina sem ég hafði áhyggjur af því þegar pabbi festi hann upp fyrir ári síðan... sjett, eruð þið að grínast með hvað tíminn líður hratt?
Ég og Jana sitjum saman í matsalnum í Ofanleitinu og erum að rifja upp "gamla" tíma hérna í HR. Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt eitthvað... Mér finnst ég nýbyrjuð í skólanum, en það var haustið 2005 sem ég labbaði inn um dyrnar hérna með Sigga, hann að byrja í tölvunarfræði og ég í viðskiptafræðinni.
Svo finnst okkur Jönu eins og það hafi verið í gær sem við tríóið sátum í MBL að læra... en það var fyrir rúmum 2 árum síðan... Tinna, where art thou?
- Hey minnir mig á "This is number thou and my hand is on her shoe!" - hehe good times!
Ég er þessa dagana annars að byrja að skipuleggja skiptinámið mitt á næstu önn, kannski verð ég lengur en fram að jólum... það kemur allt í ljós á næstu dögum, margt að ske skal ég ykkur segja. Jana fær samt alveg tremma þegar ég segist ætla að fara út því Tinna er einnig að fara út í heil tvö ár í haust svo ég tala ekki mikið um þetta í viðurvist Jönu haha!
Ég læt inn hérna fréttir um Dublin förina þegar nær dregur... ég er semsagt löngu búin að ákveða að fara til Dublin fyrst ég get ekki farið til Edinborgar, en ég fer þá bara þangað seinna... nægur er tíminn, ég er bara að verða 25 á þessu ári... just a baby, baby!
Sem minnir mig á það... ég og Eyrún eigum 20 ára vinkonuafmæli á þessu ári, það styttist óðfluga í kerlingasiglinguna okkar!!!
Vísa dagsins:
"Iss, piss og pelamál,
púðursykur og króna.
Þegar mér er mikið mál,
míg ég bara í skóna"
Athugasemdir
Múhaha eldgamlar vinkonur!
Eyrún 21.1.2008 kl. 15:54
Það er skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn :)
Veistu, ég er sammála því að tíminn er búin að líða ótrúlega hratt, allavega frá síðan ég flutti að heiman í fyrsta skiptið 16 ára gömul.
Koss og knús
Bára
Bára 28.1.2008 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.