Það er skítalykt af þessu...

Ég var með annað augað á "Dýravinum" á Skjá Einum rétt í þessu og þar var talað við Júlíus Brjánsson leikara sem kom með eina bestu útskýringu á því hvað hestamennska væri í raun og veru...

"Hestamennska er skítalykt, annað hvort þykir þér hún strax góð og verður alvöru hestamanneskja eða ekki... þú bara sættir þig við skítalyktina og þetta verður eins konar fíkn..."

Málið er, að hann hefur alveg rétt fyrir sér! Mér líður sjaldan jafnvel og þegar ég er í skítagallanum í hesthúsinu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris Fríða

Sammála því. Annað hvort er þetta í manni eður ei. Það getur enginn smíðað hestamennsku í aðra manneskju þó það hafi verið reynt með einhverja "fræga" konu í hestaþættinum sáluga.

Íris Fríða , 13.1.2008 kl. 13:43

2 identicon

Hann er náttlega líka bara snillingur maðurinn :D

Ásrún 14.1.2008 kl. 14:15

3 identicon

Ég verð að koma með mótrök fyrir þessum dásemdaryfirlýsingum þar sem hestalykt er ekkert nema hlandlykt og viðbjóður með meiru :S en þó er alltaf gaman að ríða :D

Palli 16.1.2008 kl. 18:38

4 identicon

Eg verd nu bara ad segja ad eg hef alltaf filad fyluna . Eg hef vist alltaf verid hestakona i hjarta thott ef hafi thrjoskast vid i fjolmorg ar hehe. Skemmtileg utskyring

Sesselja 17.1.2008 kl. 21:26

5 Smámynd: Rósa Gréta Ívarsdóttir

Þarna kemur bersýnilega í ljós að Palli er ekki hestamaður...

Rósa Gréta Ívarsdóttir, 17.1.2008 kl. 21:34

6 Smámynd: Íris Fríða

Ég held að Palli hafi skilið vitið eftir í Danmörk - ekki segja svona!

Íris Fríða , 25.1.2008 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband