Tannlæknar...
10.12.2007 | 22:20
Þetta minnti mig nú á það þegar pabbi fór með mig til tannlæknis þegar ég var 6-7 ára...
Þá bjuggum við á Varmalandi og vorum hjá tannlækni í Borgarnesi. Ég varð eitthvað ósátt við konuna sem var tannlæknir og hljóp fram á gang á heilsugæslunni. Ekki vildi betur til en svo að ég rann á ullarsokkunum mínum og datt í gólfið. Kerlingin kom þá og náði í mig, ríghélt mér og hvæsti eitthvað á mig og hótaði mér að ég myndi aldrei sjá pabba minn aftur ef ég hagaði mér ekki!
Það er ótrúlegt að mér sé ekki illa við tannlækna í dag eftir þessa meðferð...
Tannlæknir rassskellti sjúkling | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skassið! þessi tannsa
Sporðdrekinn, 10.12.2007 kl. 23:54
Hahaha, þessi frétt minnti mig á þig, þú varst einmitt að tala um þetta um daginn. Þessi ágæta kona í Borgarnesi var nú alltaf voða indæl við mig, enda var ég svo mikill engill
Sæbbi 11.12.2007 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.