Prófmygla...

Það sem einkennir próftíð er meðal annars eftirfarandi:

- Allar áhyggjur vegna útlits hverfa út um gluggann...

- Íþróttaföt og flíspeysur verða tískufatnaður, ekki sérstaklega vegna þess að það er töff heldur vegna þæginda og teygjanleika

- Skjúsmí... hvaða kona/stelpa í prófum á ekki þykka heimasokka?

- Maður hættir að geta tjáð sig almennilega, málhelti einkennir námsmenn þó svo að þeir geti skrifað eins og vindurinn í prófum

- Margt sem hefur setið á hakanum í langan tíma verður allt í einu lífsnauðsynlegt, eins og að þrífa allt hátt og lágt og jafnvel að endurskipuleggja fataskápinn! (Kannski þarna sem það gerist sem íþróttaföt og annað slíkt finnst í leynum?)

- Nýjar sjónvarpsþáttaraðir og bíómyndir sem maður hefur ekki séð áður verður einnig mjög nauðsynlegt að kíkja á milli prófa

- Aulahúmorinn er allsráðandi og margir taka ástfóstri við t.d. Youtube og því læt ég eftirfarandi video fylgja með þessari færslu sem hafa stytt mér stundir undanfarna daga. Fyrra myndbrotið er úr endurgerð á Pink Panther sem ég glápti á um daginn og seinna brotið er úr Meet the Robinsons sem ég eiginlega verð að sjá. 

Hvað einkennir/einkenndi þína próftíð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, próflestur segirðu. Það er svo langt síðan ég hef verið í prófum að ég er búinn að steingleyma því. Minnir þó að hinir ótrúlegustu hlutir hafi skyndilega orðið fáránlega áhugaverðir ef ekki hreinlega nauðsynlegir. Svo var líka skylda að fara í leikinn "hvað er lengst inní skúffu/skáp/hillu/undir rúmi" sem klikkar aldrei.

Dóri 10.12.2007 kl. 01:36

2 identicon

guð hvað þetta seinna myndband er fyndið... grét úr hlátri

Vigga 10.12.2007 kl. 02:00

3 identicon

Allt ofantalið hefur einkennt mína próftíð alveg þangað til í ár.. ég tók mig til og smellti mér heim til mömmu þannig ég færi nú örugglega ekki að eyða mikilvægum tíma í að taka kommóðuna eða fataskápinn minn í gegn, og hvað þá að þrífa! Maður fer nú ekki að þrífa eða hvað þá elda þegar maður er á svona fínu hóteli! Hinsvegar voru sjónvarpsþættirnir alveg hrikalegir.. tók mig t.d. til og horfði á alla 2. seríu af prison break daginn fyrir stærðfræðiprófið mitt..

Hallbera Eiríksdóttir 11.12.2007 kl. 00:32

4 Smámynd: Íris Fríða

Ég sat í tvo tíma yfir sjónvarpsmynd sem heitir Recovering Gemma, um breskar stelpur sem lenda í hremmingum í Indlandi að mig minnir. Svakalega léleg en ég hét því bara að horfa á næsta atriði. Golgifléttur og Þráðormar gátu alveg beðið meðan ég horfði á þessa hörmung.....

Maður breytir um manneskju í prófum - svo mikið er víst.

Íris Fríða , 17.12.2007 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband