Það er eitthvað...
22.10.2007 | 01:35
Einhvern veginn tekst mér og Viggu alltaf að koma okkur í furðulegar aðstæður þegar við förum á tjúttið tvær saman... Það byrjaði nú rólega í gær, en einhvern veginn kemur alltaf þetta "moment" þegar allt fer úr böndunum... en það er nú önnur saga!
Í gær ræddi ég við margt fólk. Þar á meðal Pólverja, sem talaði varla íslensku né ensku en kunni örlítið í þýsku. Ég auðvitað dustaði rykið af menntaskólaþýskunni og greip í nokkra frasa sem ég mundi síðan í tímunum hjá Evu Jonason í MH ásamt því að tala ensku og íslensku við hann... en svo var hann ekki einu sinni pólskur heldur frá Litháen... og bjó á Kópaskeri en fluttur til Reykjavíkur en honum líkar þó betur við Akureyri! Hann þakkaði mér svo kærlega fyrir spjallið eða klæmdist afskaplega mikið á einhverju slavnesku tungumáli þegar ég var að kveðja hann, who cares... það hljómaði vingjarnlega og hann brosti þó ég hafi ekki skilið orð! Já tungumálakunnátta mín er gígantísk... ásamt því að ég á auðveldara með en andskotinn að tjá mig með andlitinu og búktali... svo lærði ég líka táknmál einu sinni!
En nóg um það... ég mun blogga bitra feitabollufærslu bráðum, nenni því ekki núna, ég er of jolly... Ég átti allavega besta "comeback" í langan tíma þegar maður vippaði sér upp að mér og Viggu og var að ibba gogg...
Sleezy maður um fimmtugt með augljóslega litaðar augnabrúnir: "Hey vinkona þín er sæt... (klípur í rassinn á mér og starir ofan í hálsmálið hjá mér) ...og svo þarft þú bara að fara í ræktina"
Ég, afar yfirveguð og svöl: "Heyrðu frábært... og svo þarft þú að fara til helvítis... og vera þar! (sagt með svona svip = á andlitinu)"
Sævar Birnir: "Vó... Rósa, þú ert svo hörð!"
Allavega... þetta var hress helgi - frábær vinnuferð á mánudaginn að vígja nýja borinn og glæsileg veisla á eftir, eiginlega bara jafnaðist á við árshátíð... þó svo að við séum að fara til Ljubljana eftir 3 vikur!!! En já, ég var spurð þetta kvöld hvort ég væri lesbía og hvort ég væri nú gyðingur... og til þess að slá af allan vafa... ÉG ER HVORUGT!!! Maður má semsagt ekki mæta einn í vinnuteiti og með stjörnuhálsmen um hálsinn án þess að vera dæmdur bara hægri vinstri!
Jæja, nóg af ruglinu...
p.s. ég held ég hafi ekki notað broskalla í færslu á þessu bloggi lengi lengi lengi... gaman að því, gaman að vera gelgjuleg... gott að halda í barnið í sjálfum sér!!!
Athugasemdir
hahahahaha já okkur tekst að koma okkur út í meiri vitleysuna þegar við erum tvær saman á tjúttinu.. það má með sanni segja! Gætum eflaust skrifað heila bók um djömmin okkar í gegnum tíðina! haha
Good times, good times :)
Vigga 22.10.2007 kl. 01:41
Guð já... alveg, og við erum þó bara búnar að djamma saman í einu landi...
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 22.10.2007 kl. 01:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.