Húsmóðirin í risinu
16.10.2007 | 22:09
Ég hef tekið ástfóstri við Krónuna úti á Granda... fer þangað til að versla núorðið eftir að mamma benti mér á hana. Tapa mér alltaf í ávaxtadeildinni, allt svo ferskt og nýtt!!!
Í dag kom ég við í Europris þarna við hliðina á Krónunni bara upp á djókið... það er svo fyndið að labba gegnum þessa búð! Þú getur keypt þér nærföt, reiðstígvél, mix til að búa til alls konar áfenga drykki, borvél, sjampó og þvottagrind í sömu andrá... og alls konar byggingadót - þetta er svo skondið...
Ég gekk hins vegar út með sleikju, mæliskeið(sem mælir ALLT, hún er ýkt sniðug!!!), ísskeið, einhvers konar töng sem mér fannst tilvalið að kaupa, bursta til að nota í að smyrja form og bökunargrind... já, ég er nefnilega komin með bökunaráráttu... bakaði aðalbláberjamuffins og döðlubrauð í síðustu viku og bjó til Cheerios gúmmelaði í dag... úff, vill einhver koma og borða þetta?
Jæja, það ætti einhver að borga mér fyrir að auglýsa þessar 2 fyrrgreindu verslanir... fátæki námsmaðurinn myndi alveg þiggja það!
p.s. hversu slæmt er nafnið á fyrirtækinu Kok ?
- Nuff said
p.p.s það er skoðanakönnun hérna til vinstri sem mér þætti gaman að fólk tæki þátt í ;)
Athugasemdir
Eina sem ég hugsa þegar þessi auglýsing er að ég tala bara um kok mitt eða annara þegar um ælu er að ræða eða munnmök, því tel ég þetta arfaslakt nafn á fyrirtæki og óþjált undir tönn.. KOKK ,, hey minnir mig á hitt sem er notað í munnmökum, sniðugt ....
Íris Fríða , 16.10.2007 kl. 22:23
Rósa, hvurslags eyðslusemi er þetta eiginlega... og kvartar svo yfir að vera fátækur námsmaður, iss ég vorkenni þér ekki neitt... nema þá þú mútir mér með einhverri girnilegri köku einhverntíman
Humm mér finnst Kok bara flott.... en það segir kannski bara meira eitthvað um mig
Heiðar Reyr Ágústsson, 19.10.2007 kl. 01:30
Haha Heiðar minn, þú ert sko velkominn í köku anytime! Hvernig líst þér á Bailey's súkkulaðiköku?
Eyðslusemin er gríðarleg... enda lifi ég á poppkexi það sem eftir er af mánuðinum!
Kannski maður ætti að sækja um leyfi fyrir því að heita Kok? ég veit að fólk má heita Bil... ég gæti heitið Rósa Bil Ívarsdóttir... hljómar Heiðar Kok Ágústsson eitthvað verr?
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 19.10.2007 kl. 11:24
Er ekki líka til bílaleigan Hasso eða e-ð álíka, það er greinilega vandaverk að finna nafn á nýju bílaleigurnar mar, búið að nota öll bestu nöfnin.
En verst að komast ekki í nýbakað hjá þér, ég þyrfti eiginlega að fá þig norður svo þú getir kennt mér að vera alvöru Suzy Homemaker í staðinn fyrir Bettie Crocker sem ég er orðin að...
Bára 19.10.2007 kl. 18:40
mmmmmmmm.. Bailey's súkkulaðiköku, hljómar vel! - annars fæ ég mér alltaf Bailey's út á morgunkornið mitt á morgnana í staðin fyrir mjólkina maður verður svo léttur það sem eftir er dagsins!
Humm Heiðar Kok, æi ég veit ekki, gæti misskilist á einhverjum skemmtistöðunum sem ég sæki!
Heiðar Reyr Ágústsson, 19.10.2007 kl. 22:29
Haha já Hasso... og Kok - hvers konar eiginlega er þetta!
Ég skal sko koma norður anytime... þó ég sé engin alvöru Suzy Homemaker heldur bara amatör! Við gætum þá alltaf gripið í Miss Crocker ef allt fer til fjandans!
Ég kannast við þetta Heiðar... ég drekk ekki kaffi sko, þetta er Kahlúa sem ég er með í bollanum
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 20.10.2007 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.