Glöggt er gests augað...
27.9.2007 | 03:32
Jah, ég er búin að skipta um mynd hér að ofan... og þá datt líka út titill bloggsins... "Ritað á rasskinnunum" - þarf bara að pota því einhvers staðar annars staðar inn sýnist mér!
Ég er semsagt aðeins farin að fikta með myndavélina mína og tók hana með vestur í smalamennsku um síðustu helgi... hér að ofan má sjá sýnishorn úr einni mynd sem ég tók á laugardaginn :)
Ég ætla svo að koma mér upp Flickr eða einhverri álíka síðu til þess að setja myndir á netið... en það er seinni tíma verkefni ;) Ég er pínu feimin við það enn sem komið er...
Innskot 28.sept:
Ég er komin með myndasíðu: http://www.flickr.com/photos/rosagreta/
Athugasemdir
Flottar myndir hjá þér dama ;) Finnst þér ekki gaman að taka myndir á vél sem þarf ekki að hugsa málið í korter áður en hún smellir af? hehe
Kveðja,
Ágústa
Ágústa stórfrænka 1.10.2007 kl. 23:43
Guð ertu að grínast... þetta er yndislegt!
Ég er bara madly in love sko...
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 3.10.2007 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.