Ástin og lífið...
3.9.2007 | 09:41
Jæja... kominn september!
Ég og Tinna snérum frá New York heilar á húfi og hoppandi kátar með ferðina. Ég mun skrifa um ferðina síðar þegar ég gef mér tíma í að sortera myndir til að setja inn á netið. Jeminn ég tapaði mér aðeins í gleðinni með nýju ástinni í lífi mínu... ekki Tinnu, þó mér þyki afar vænt um hana og hafi skemmt mér vel með henni úti... ég er að tala um þessa hérna:
Já virðið hana aðeins fyrir ykkur... dýrðina og fegurðina! Ég ákvað að láta það eftir mér að festa loksins kaup á alvöru vél og keypti þessa vél rétt áður en ég fór út, Canon EOS Digital Rebel XTi (400D á Evrópumarkaði) ... og sé ekki eftir því, hún er dýrðleg! Ég ætla að koma mér upp flickr síðu bráðum til að uploada myndunum mínum... og ef einhvern langar að gefa mér photoshop, þá átti ég afmæli í maí og fékk ekki nógu marga pakka.
...en já, svo ég haldi blogginu aðeins á floti áfram, þá ætla ég að setja inn eins og einn karlrembubrandara ;)
kv. Rósa & Rebel = sönn ást
Kona ein var að steikja egg handa sínum heitt elskaða eiginmanni. Allt í einu ryðst bóndinn inn í eldhúsið. "Varlega varlega...! Settu meira smjör! Guð hjálpi mér...!
Þú ert að steikja OF mörg egg í einu. OF MÖRG! Snúðu þeim! SNÚÐU ÞEIM NÚNA!"
"Við þurfum meira Smjör. Guð minn góður! VIÐ ÞURFUM MEIRA SMJÖR!
Eggin munu festast!" "Varlega...VARLEGA! Ég sagði VARLEGA!
Þú hlustar aldrei á mig þegar þú eldar! ALDREI! Snúðu þeim! Drífðu þig! Ertu geggjuð! Ertu búin að tapa glórunni? Ekki gleyma að salta eggin. Þú gleymir alltaf að salta. Nota salt. NOTA SALT!!! ESS A ELL TÉ!"
Konan horfði á hann og sagði. "Hvað er eiginlega að þér? Heldur þú virkilega að ég kunni ekki að steikja tvö egg?"
Eiginmaðurinn svaraði rólega, "Mig langaði bara að leyfa þér að finna hvernig mér líður þegar ég er með þig í bílnum."
Athugasemdir
Hahaha... blogg frá þér klikkar ekki frekar en fyrri daginn Rósa mín. Talandi um afmælisgjafir.. ég er einmitt með eina hérna handa þér sem ég á eftir að senda Hlakkaðu til.
Jana RR, 3.9.2007 kl. 16:55
Heyrðu, ég er líka með afmælisgjöf til þín frá okkur Tinnu!
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 3.9.2007 kl. 21:35
Hlynur Jón Michelsen, 9.9.2007 kl. 02:45
Hey Rósa,ég get örugglega reddað þér Photoshoppi! Annars finnst mér að við ættum að fara að hittast-ertu með eitthvað hressandi planað um helgina?
Silja 14.9.2007 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.