Ís í boxi eða Rósa í boxi?
26.6.2007 | 13:11
Þið sem vitið hvað ég vinn við og vinnið kannski svipaða bókhaldsvinnu, ykkur finnst þessi stjörnuspá mín í dag kannski dáldið skondið... þið hin skiljið þennan aulahúmor örugglega ekki ;)
Annars er allt gott að frétta af mér, ég er bara að vinna hjá Jarðborunum og er ótrúlega sátt þar.
Pabbi og mamma voru svo sæt að koma með fallega hjólið mitt vestur í bæ á laugardaginn og ég hjólaði út í Nauthólsvík í fyrsta skipti í sólinni þann daginn... það var æði, alveg með ljósu lokkana fljótandi í vindinum og svona, svei mér þá ef ég fékk ekki nokkrar freknur í kinnarnar :) Mig vantaði samt alveg blómin og baguette brauðið í körfuna og sumarkjólinn... redda því eftir mánaðarmót hehe!
Annars hlakka ég dáldið til í ágúst sko! NY beware...
Athugasemdir
Þegar ég skoða myndirnar úr partýinu hjá þér þá lem ég hausnum upp við vegg af biturð yfir að hafa ekki mætt. Djefellinn. Ég held bara að það sé farið að koma að því að við skemmtum okkur almennilega saman en hittumst ekki bara niðrí bæ. Við vorum nefnilega svo ógeðslega skemmtilegar saman ef mig minnir rétt.
Sæja 30.6.2007 kl. 00:05
Já bévítans... kona, það er kominn tími á að við tjúttum saman sko!!! Ég verð að fara að halda annað partý, það virðist vera... afmælispartýið heppnaðist svo gígantískt vel maður!
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 2.7.2007 kl. 18:59
Ég náði þessum.. hahaha góð stjörnuspá
Jana 5.7.2007 kl. 00:16
Hvað ég vinn við ? Það var ekki sagt mér það ?
Mor 6.7.2007 kl. 23:04
Hvaða hvaða... ég sé ekkert vitlaust við að segja það svona! ;) Það var gleymt að segja mér það hvernig það er rétt haha (þennan húmor fatta líka fáir)
Rósa Gréta Ívarsdóttir, 8.7.2007 kl. 16:45
Klukk! (sjá blogg mitt)
Afsakið ónæðið, en svona eru víst reglurnar
Haukur Viðar, 12.7.2007 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.