Gull og glimmer

Mig langaði bara að þakka öllum fyrir komuna í gær, þetta var ótrúlega skemmtilegt!

Ég ætlaði að vera þvílíkt dugleg að taka myndir en einhvern veginn gleymdist myndavélin bara! Það eru þrátt fyrir það nokkrar myndir í myndaalbúminu hérna á blogginu og það er hægt að commenta á þær allar ;)

Þetta var fyrsta en sko aldeilis ekki síðasta partý sem haldið verður hérna í risíbúðinni og næst lofa ég að það verður ekki svona heitt...  ;) Kannski var það samt ekkert skrýtið þar sem það voru þegar mest var 20 manns í íbúðinni og allir inni í stofu!

Endilega látið mig bara vita þegar fólk er farið að þyrsta í gleði og guðaveigar, þá skal ég halda annað partý - ekki málið!


Kveðja,
Rósa Gréta partýljón

 P.s. hérna er smá video sem ég tók á laugardagskvöldið af Magga og Palla inni í eldhúsi að tapa sér í gleðinni með Bonnie Tyler ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er leiðinlegt að hafa misst af þessu partýi ársins og enn meiri synd að þú hafir klikkað á myndavélinni... en það kemur afmæli eftir þetta afmæli :) sem ég get þá hugsanlega mætt í.

Til hamingju enn og aftur elsku Rósa Apríkósa mín!

Bára partýpooper 4.6.2007 kl. 14:50

2 identicon

OHH!! ég er svo FOKK SHITT svekt yfir að hafa ekki verið í þessu partýi.. Ég virðist vera að missa af þvílíkum partýum útum allt því að ég er svo skynsöm og góð að vera að læra.. Missti af mún partýi í Madrid síðustu helgi líka! OHH.. BLOOOOOOD!! En það er eins gott að við höldum svona partý þegar ég kem heim! AFTUR AFTUR OG AFTUR.. ;) 

Svala senjoríta.. 4.6.2007 kl. 21:30

3 identicon

Algert snilldarpartý Rósa mín og þetta verður bara að endurtaka- þessi drykkjuleikur var alveg banvænn:D

Huldis Mjöll 4.6.2007 kl. 22:19

4 identicon

Hahaha Til hamingju enn og aftur með daginn Rósa mín vona að símadótið sem Maggi skaffaði eigi eftir að nýtast þér (sérstaklega gólflúffurnar ) annars sýnist mér að við Maggi verðum næsta framlag Ísland í Eurovision með þessu áframhaldi ;)

Palli 4.6.2007 kl. 23:15

5 identicon

sniff og snökt ......ég skal kaupa eitthvað fallegt handa þér:) og næst verð ég sú sem syng mig dauða....ahahahahahah

knús 

Jóhanna Ella gella 5.6.2007 kl. 10:59

6 identicon

Shit hvað við erum góðir Palli ;) hehehe... ég var einmitt að segja við stráka um daginn hvað ég væri ánægður með að það væru engar svona rugl myndbönd af mér á netinu... en þetta er samt bara kúl...

 Palli... spurning hvort við leyfum Ella og Örvari að vera með í Eurovision, gætum verið góðir saman sko ;)

Maggi 5.6.2007 kl. 11:24

7 Smámynd: Rósa Gréta Ívarsdóttir

Strákar, þið verðið þá að finna ykkur eitthvað corny matching outfit svona í boyband stíl... ég held það sé málið!

Golflúffurnar, ermakútarnir, golfhandklæðið, öndin Paris o.fl. á eftir að koma sér mjööög vel by the way...

P.s. það er sko ekki langt í næsta teiti, held að það sé alveg á hreinu!

Rósa Gréta Ívarsdóttir, 5.6.2007 kl. 13:01

8 identicon

Takk fyrir síðast skvís, þetta var schnilldar partý og drykkjuleikurinn alveg málið  

Guðbjörg 7.6.2007 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband